Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Gleymast börnin í annríki dagsins?
Eins og lesendur þessarar bloggsíðu minnar hafa séð þá eru mér málefni barna sérstaklega hugleikin. Ég hef lengið verið þeirrar skoðunar að við séum of oft að gleyma börnunum í annríki dagsins. Við erum líka að leggja of mikið á börnin okkar. Það eru of mörg börn sem alast upp við það að foreldrarnir (í þeim tilvikum sem þau búa ekki lengur saman) eru sífellt að kynna börnin fyrir nýjum og nýjum "vini" eða "vinkonu" og ætlast jafnvel til að börnin kalli þessa "vini" og "vinkonur" "pabba" og "mömmu". Mér er sagt að hér á landi séu dálítið sérstök viðhorf í þessu efni. Erlendis gæti foreldrar í þessar stöðu þess að halda samskiptum sínum við aðila af hinu kyninu frá börnum sínum þangað til ljóst er að alvara sé í nýju sambandi.
Þess vegna tek ég svo heilshugar undir hugleiðingar Biskups Íslands í áramótapredikun hans. Ábendingar hans eru þarfar, tímabærar og hárréttar. Þær eru raunar af sama meiði og ábendingar herra Sigurbjörns Einarssonar biskups í ávarpi sem hann hélt við móttöku verðlauna Jónasar Hallgrímssonar. Um það bloggaði ég hér og hér. Við erum ekki að gefa börnunum þann tíma sem þau þurfa og eiga skilið af okkur.
Ég er ekki að krefjast þess að konur hætti að vinna úti. Alls ekki. Í orðum mínum felst hins vegar krafa um að við viðurkennum, horfumst í augu við, að það þarf að sinna börnum, það þarf að gefa þeim tíma, það þarf að ala þau upp. Á öllu þessu bera heimilin, foreldrarnir, frumábyrgð, feður ekki síður en mæður, sem og aðrir sem foreldrarnir fá til að styðja sig í því hlutverki.
Ég hef haldið því fram að tími feðra sé ónýtt auðlind þegar kemur að umönnun barna. Sem betur fer hefur mjög margt breyst í þessum efnum á síðustu árum, en ekki nóg. Þeim fer fjölgandi feðrunum sem vilja vera og eru mjög virkir þátttakendur í umönnun og uppeldi barna sinna. Sumir til jafns við mæðurnar og er það vel. Þannig á það að vera. Foreldraábyrgð á að vera jöfn og sú ábyrgð er ekkert meira viðfangsefni kvenna fremur en karla.
En það er of oft sem feður fá ekki að sinna börnum sínum í þeim mæli sem þeir kjósa. Og enn og aftur, ég er að tala um þau tilvik þar sem allt er í lagi með báða foreldra. Ég er ekki að tala um tilvikin þar sem eitthvað er að, sem gerir annað hvort foreldrið illa hæft til að sinna börnum. Svo eru auðvitað líka til foreldrar, oftar feður, sem nenna ekki að sinna börnum sínum, vilja ekki einu sinni umgangast þau. Um þau tilvik er ég heldur ekki að tala hér.
Frumvarpið til laga um breytingu á barnalögum, sem ég lagði fram á Alþingi síðasta haust, og sem vonandi fær brautargengi nú á nýju ári, hefur að markmiði að jafna foreldraábyrgð. Því er ætlað að tryggja, eftir því sem hægt er í löggjöf, að foreldrar, þótt þau sjálf hætti að búa saman, haldi áfram að vera bæði virkir þátttakendur í uppeldi og umönnun barnanna. Ég trúi því einlæglega að jöfn foreldraábyrgð sé stærsta framfaramálið í jafnréttisbaráttunni nú um stundir.
Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Elías Theódórsson, 1.1.2008 kl. 17:23
Sæl og gleðilegt ár,
Þessi hluti umræðu þinnar vakti áhuga minn: "...Við erum líka að leggja of mikið á börnin okkar. Það eru of mörg börn sem alast upp við það að foreldrarnir (í þeim tilvikum sem þau búa ekki lengur saman) eru sífellt að kynna börnin fyrir nýjum og nýjum "vini" eða "vinkonu" og ætlast jafnvel til að börnin kalli þessa "vini" og "vinkonur" "pabba" og "mömmu". Mér er sagt að hér á landi séu dálítið sérstök viðhorf í þessu efni. Erlendis gæti foreldrar í þessar stöðu þess að halda samskiptum sínum við aðila af hinu kyninu frá börnum sínum þangað til ljóst er að alvara sé í nýju sambandi."
Ég er nýskilin og er einmitt í þessari stöðu. Hvað ráðleggur þú mér? Hver eru þessi sérstöku viðhorf íslendinga? Hvaða áhrif hafa þau á börnin?
Einlæg kveðja,
Viktoría
Viktoría Rán Ólafsdóttir, 1.1.2008 kl. 20:26
Takk fyrir góða færslu Dögg, eins og vanalega hefur þú margt til málanna að leggja og þetta var mjög góður pistill hjá þér.
Gleðilegt ár og gangi þér allt í haginn,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 20:40
Sæl Viktoría. Hin sérstöku viðhorf sem ég vísa hér til er sú staðreynd að foreldrar hér á landi virðast margir mjög fljótir að stofna til kynna við nýjan aðila eftir skilnað og gefa sér í raun ekki tíma til að jafna sig á því áfalli sem skilnaður er. Og börnunum er strax blandað inn í þennan nýja kunningsskap því oft er nýr karlmaður eða ný kona flutt inn til foreldrisins áður en við er litið. Svo er bara treyst á Guð og lukkuna með að þetta nýja samband haldi - sem það auðvitað oft gerir ekki. Skilnaður er nægilega sársaukafullur fyrir börn þó ekki sé verið að troða upp á þau nýjum vini eða vinkonu mömmu og pabba og ætlast til að þeim líki vel við viðkomandi. Börn eiga ekki að þurfa að kynnast vini eða vinkonu mömmu eða pabba fyrr en foreldrarnir sjálfir eru nokkuð viss í sinni sök varðandi möguleika sambandsins til framtíðar. Tímann sem börnin eru hjá hinu foreldrinu má nota til að rækta nýtt samband í friði og ró og láta á það reyna. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru sjálfsagt gamaldags viðhorf - en gagnvart börnunum eru þau farsælust. Það er sögð saga af tveimur drengjum á leikskóla. Einn morguninn kom maður með annan drengjanna á leikskólann. Þegar maðurinn var farinn spurði hinn drengurinn félaga sinn: Var þetta pabbi þinn? Félaginn svaraði já og þá sagði hinn: Einu sinni var pabbi þinn pabbi minn. Mér finnst þetta hjartaskerandi saga - hvort sem hún er sönn eða ekki þá er kjarninn í henni skýr. Bkv. Dögg.
Dögg Pálsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.