Leita í fréttum mbl.is

Ekkert vín í matvörubúðir

Eru þessar tölur ekki skýr staðfesting á því að ef samþykkt verður að selja vín í matvöruverslunum munum við örugglega ná þeim löndum þar sem neysla áfengis er mest? Enda telja höfundar skýrslunnar að háir áfengisskattar og takmarkanir á sölu og dreifingu áfengis valdi því að við ásamt Svíum og Norðmönnum drekkum minna af áfengi en aðrar þjóðir sem skoðaðar voru í rannsókninni. Það er hins vegar ekki gott mál að aukningin á neyslu áfengins skuli hafa verið mest hjá okkur á þessu tímabili. Ekki síst í ljósi þess að í tveimur þriðju aðildarríkjanna dró úr áfengisneyslu. Gott hefði verið að vita hvort þessar þjóðir voru lægri en við í neyslu eða hærri.


mbl.is Áfengisdrykkja jókst mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta skandinavíska forsjárhyggjurugl er að virka... ef maður skoðar það út frá sínum eigin forsendum. Í flestum þeim löndum þar sem meira er drukkið er yfirleitt betur drukkið. Í Evrópu fær fólk sér einn bjór þegar það kemur heim og kannski vínglas með matnum. Þetta eru því um 14 skammtar á viku. Snapps hér og þar og viðkomandi er kannski að drekka 20-25 skammta.

Hvað gera íslendingar? Þeir drekka kannski 15-20 skammta, minna sem sagt, en allt á einu kvöldi. Mikið betra, ekki satt? 

Villi Asgeirsson, 8.12.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

áttu ekki að vera  hægri sinnuð Dögg fyrst þú ert sjalli?

 Því styður þú þá kommunista aparta eins og átvr?

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.12.2007 kl. 16:40

3 identicon

Sæl vertu, hér held ég að þú sjáir ekki alla myndina.

Ég byrjaði að drekka fyrir rúmum 12 árum síðan, þá nokkuð undir lögaldri. Eitt helsta sport Hafnarfjarðarlögreglunnar um þessar mundir var að gera upptæk bruggtæki í skemmum og iðnaðarhúsnæðum en landi var mjög vinsæll á þessum tíma. Ekki aðeins í mínum aldurshópi, heldur einnig meðal aðeins eldra fólks. Rússavodki (eða annað smygl úr togurum) var einnig fágæt uppbót sem kom til landsins etv. 2-3 á ári.

Með batnandi efnahag hefur vínmenning stórbættst. Sumir vilja skella gæsalöppum utanum "vínmenningu" og gott og vel... það má líka orða það svo að núna er eftil vill meira "sullað" - en í þessari tölfræðirannsókn vantar líklega allt áfengi sem var utan við kerfið, og án vafa er eitthvað brugg enn í gangi.

ÁTVR er líklega vel rekin ríkisstofnun; en á henni eru nokkrir vankantar. Birgjar (einkafyrirtæki) eru t.d. með mjög sérkennilega samkeppnisstöðu - það kemur ekkert nýtt rauðvín inn á morgun sem ógnar því sem fyrir er. Til að koma tegund inn í "kjarna" (úr "reynslu") þurfa birgjar að sýna fram á veltu á reynslutíma. Þá er gríðarlegur hvati til auglýsingamennsku og veltuaukandi aðgerða - en eftir að komist er inn í kjarna er umhverfið allt annað.

Með því að færa áfengi úr ÁTVR þá má reikna með að neysla aukist eitthvað, en þetta er einfaldlega hluti af því að nútímavæðast. Einkasala ríkisins er úrelt fyrirbæri sem þarf að afleggja, þetta er hvergi svona í BNA, Rússlandi, Kína, Japan eða í Evrópu (að frátöldum NO,SWE og FIN). Í Finnlandi er bjór að vísu í matvörubúðum en ekki sterkt vín - það er áfram hjá einkasölu ríkisins.

Síðan þarf að fara að lækka áfengisskatt, hann er of hár. Ferðamenn sem koma hingað bölva þessu og ef tilgangur með miklum sköttum á áfengi er að draga úr neyslunni - þá hefur sá tilgangur enga þýðingu lengur.

Þrándur (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður pistill Dögg. Ég hvet þig og allt skynsamt fólk í Sjálfstæðisflokknum til að standa vaktina í baráttunni gegn fjrálshyggju- og stjórnleysisöflunum í flokknum.

Theódór Norðkvist, 8.12.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Góð Dögg, alltaf jafn góð Það er ekki bundið við þá sem stutt hafa XD að vilja áfengi í allar búðir, ég er alfarið á móti því.

Eins og í öllum þínum pistlum sem ég hef lesið og rætt við þig fyrir síðustu kosningar þegar þú komst á kosningaskrifstofuna okkar í Mjódd..... þá segi ég enn og aftur "alltaf áfram Dögg" ég og fleiri styðjum þig heilshugar í því sem þú segir

Stuðningsmannakveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 9.12.2007 kl. 00:13

6 Smámynd: Fishandchips

Er ekkert verið að taka með í reikninginn hvað ferðamönnum hefur verið að fjölga? Held við séum ekkert að drekka meira, en ferðamennirnir og auðvitað óhefta vinnuafl, kaupa sér líka vín.

Fishandchips, 9.12.2007 kl. 01:32

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Allt þetta tal um betri vínmenningu í Evrópu og bætta drykkjusiði hér á landi eftir að bjórinn kom er bara bull.

Í Evrópu er áfengisvandi að sliga heilbrigðiskerfin og hér á landi er ekkert minna um fyllerí nú en var. Þvert á móti hefur almenn drykkja stóraukist og nú er drukkið alla daga en áður fyrr voru það bara sjómenn og vaktavinnufólk sem drakk í miðri viku.  

Þóra Guðmundsdóttir, 9.12.2007 kl. 14:18

8 identicon

Dögg mín - ég er eindregið á móti sölu áfengis í matvöruverslunum - og finnst bloggið þitt gott - eins og alltaf!!
Ég held að þegar maður eldist og er kominn með víðtækari reynslu í lífsgöngunni sjái maður hlutina í víðara samhengi - og þó ég hefði kannski stutt svona þegar ég var 25-30 ára, er enginn séns að ég styðji svona í dag!!

Ása (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband