Leita í fréttum mbl.is

Kvíðajól

Framundan eru jólin. Yndislegur tími fyrir okkur flest og tilhlökkunarefni. Það er því hræðilegt til þess að vita að stór hópur barna kviðir jólunum, af mismunandi ástæðum þó.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur ritaði athyglisverða grein í Morgunblaðið fyrir skömmu og sagði frá þeim hópi barna sem búa við að foreldrar, annað eða bæði, kunna ekki nægilega vel með áfengi að fara. Fyrir þessi börn eru jólin kvíðajól vegna óvissunnar um það í hvaða ástandi foreldrið verður. 

Síðan segist skólafólk verða vart við meiri kvíða hjá  hópi barna þegar desember nálgast. Af hverju? Jú, þá fara sum börn, sem eiga foreldra sem ekki búa saman, að kvíða deilunum milli foreldranna um það hvar þau eigi að vera á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Ég hef hitt foreldra sem segjast ekki geta hugsað sér að vera án barnanna sinna á aðfangadag - og virðast ekkert átta sig á því að í þeirri kröfu felst að hitt foreldrið á skilyrðislaust að vera án barnanna þennan helgasta dag ársins. Sem betur fer er fullt af foreldrum sem hugsar fyrst og fremst um hag barnanna sinna um jólin og nær góðu samkomulagi sem tryggir að börnin njóta sem best beggja fjölskyldna. En þeir eru allt of margir foreldrarnir sem láta jólaumgengni verða enn eitt bitbeinið milli sín

með þeim afleiðingum að það bitnar á börnunum, eins og allar deilur af þessu tagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband