Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Feður, til hamingju með daginn
Sérstakur feðradagur, líkt og sérstakur mæðradagur, á sér langa sögu í nágrannalöndum okkar.
Í Bandaríkjunum er þriðji sunnudagur í júní tileinkaður feðrum. Þar í landi komu fram hugmyndir um sérstakan feðradag fyrir réttri öld, eða árið 1909. Fyrsti feðradagurinn í Bandaríkjunum var þó ekki haldinn fyrr en 10 árum síðar, 19. júní 1919 í Washington. Dagurinn var þó ekki festur í sessi í öllum ríkjum Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri forsetatilskipun í tíð Lyndon Johnson árið 1966. Richard Nixon gerði daginn síðan að sérstökum viðurkenningardegi fyrir feður með yfirlýsingu árið 1972.
Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er feðradagurinn annar sunnudagur í nóvember. Danmörk miðaði lengi við þennan saman dag en nú er hann haldinn hátíðlegur 5. júní ár hvert þar í landi. Svíar hafa haldið upp á sérstakan feðradag allar götur frá árinu 1931 og Danir frá árinu 1935.
Liðlega 70 árum síðar, eða árið 2006, var í fyrsta sinn hér á landi, haldið upp á sérstakan feðradag, annan sunnudag í nóvember. Sérstakur feðradagur á sér þannig örstutta sögu á Íslandi. Er það raunar sérstakt umhugsunarefni að það skyldi taka okkur liðlega sjö áratugi að feta að þessu leyti í fótspor helstu nágrannalanda okkar. Við erum nú vön að vera snögg að tileinka okkur ýmislegt sem gert er í útlöndum. Fyrsti mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur hér á landi 1934, réttum aldarfjórðung eftir að farið var að halda slíkan dag hátíðlegan í útlöndum.
Kannski segir þessi staðreynd allt sem segja þarf um stöðu feðra í íslensku samfélagi fram til þessa.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 392463
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Góð grein og ég hlakka til að hlusta á ykkur á eftir. Staða feðra er hin hliðin á jafnréttisumræðinni og sú hlið þarf meir að fjalla um.
Gísli Gíslason, 11.11.2007 kl. 12:14
Sæl Dögg, mig langar til að óska þér til hamingju með framgöngu þína á þinginu. Frumvarp það sem þú mæltir fyrir var tímamótarfrumvarp og að mínu mati löngu tímabært.
Með kveðju,
KB
Kolbrún Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 20:22
Sæl og blessuð Dögg og þakka þér kærlega fyrir kveðjuna til okkar feðra á þessum degi.
Mig langar aðeins til þess að vekja athygli á því að áður hefur verið reynt að festa í sessi feðradag hér á landi. Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár það var en um 2002 held ég það hafi verið sett á af þáverandi jafnréttisnefnd Austur-Héraðs, núverandi Fljótsdalshérað. Feðradagurinn var valinn að halda að vori eftir amerískri fyririrmynd og var vel kynntur í fjölmiðlum um land allt í tvö ár eða svo en náði ekki að festa sig ísessi utan Héraðs og fór svo að dagurinn færðist meir og meir innanhéraðs árin þar á eftir uns hann hjaðnaði niður.
Sá einstaklingur sem mest dreif þessa hugmynd um feðradag áfram, hafði veg og vanda að honum heitir Philip Vogler og rekur fyrirtæki hér á Héraði sem nefnist Lingua. Philip er merkismaður sem víða hefur komið við í jafnréttismálum sem öðrum samfélagslegum málum.
Mig langar endilega til að halda á lofti viðleitni hans um stofnun feðradags á lofti því eftir því sem ég best veit þá er hann sá fyrsti sem reyndi að koma feðradegi á hér á landi og telst því frumherji.
Vonandi festist feðradagurinn í sessi og fái jafnmikið vægi í samfélaginu og mæðradagurinn.
Gísli Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 22:45
Takk fyrir góðan fyrirlestur í dag á ráðstefnu um Réttindi barna við skilnað sem Félag um foreldrajafnrétti stóð fyrir.
Allir fyrirlesararnir voru sammála um það að ástandið í þessum málaflokki er ekki gott. Ég reikna því með að frumvarp þitt fái mikinn meðbyr í þinginu.
Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2007 kl. 22:51
Já, til hamingju með daginn í gær - pabbar! .. Auðvitað á að vera feðradagur eins og mæðradagur, ... þó það nú væri!
Tek jafnframt undir orð Kolbrúnar hér að ofan.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.