Leita í fréttum mbl.is

Fúlir framsóknarmenn

Í fréttum RÚV í hádeginu kom einnig fram að formaður Framsóknarflokksins sagði formann Samfylkingarinnar valdaskessu og pólitískt dálítið léttlynda. Forsætisráðherra sagði hann sinnulausan og ríkisstjórnina daufgerða (hér).  Formaður Framsóknarflokksins sparar ekki lýsingarorðin. Það er hins vegar athyglisvert að hér ræðst hann persónulega á forystumenn stjórnarflokkanna og tel ég það nokkurt nýmæli í pólitískri umræðu. Hingað til hafa menn reynt að haga gagnrýni sinni þannig að hún væri á málflutning stjórnmálamanna og -flokka en ekki persónur þeirra.

Málflutningur formanns Framsóknarflokksins er ómerkilegur og aumkunarverður. Í raun endurspeglar hann ekkert annað en það hversu svekktir framsóknarmenn eru yfir því að vera ekki lengur í ríkisstjórn. Þeir vita sem er að allir möguleikar eru á því að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur alla burði til að verða farsælt og langt. Það myndi þýða langa setu fyrir Framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu. Þá tilhugsun skelfast framsóknarmenn enda kunna þeir best við sig þar sem völdin eru. Enda vanir því að hafa völd í þjóðfélaginu langt umfram kjörfylgi. 

Ég fullyrði að gegnum svona málflutning sjá allir og hann eykur hvorki trúverðugleika Framsóknarflokksins né fylgi við hann.


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sannarlega eru þeir fúlir.  Tek undir með þér að málflutningurinn er ekki trúverðugur. 

Þessi málflutningur svipar því miður talsvert til þess hörmulega málflutnings sem fv. forseti borgarstjórnar Hanna Birna og svekkta liðið sem glutraði borgarstjórninni frá sér - hefur uppi.  Mér finnst ástæða til að fordæma það hvernig Björn Ingi er útmálaður - - án góðra raka.

Benedikt Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband