Leita í fréttum mbl.is

Jafnréttismál.

Á þriðjudag kynnti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn ákvarðanir sínar og fjármálaráðherra um að skipa þrjá starfshópa til að fylgja eftir markmiðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála. Þar er megináhersla lögð á markvissa vinnu gegn kynbundnum launamun og endurmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera.

Vegna þessa mun félagsmálaráðherra skipa fimm manna starfshóp sem á m.a. að leita leiða til að eyða óútskýrðum launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði og að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnum stofnana og fyrirtækja. Félagsmálaráðherra mun einnig skipa sjö manna ráðgjafarhóp sem verður ráðherra til ráðgjafar um framvindu verkefnisins og mun vinna eða láta vinna mat á raunverulegum árangri aðgerða. Þá mun fjármálaráðherra skipa sjö manna starfshóp sem hefur það meginverkefni að setja fram áætlun um að minnka óútskýrðan launamun kynjanna á opinberum vinnumarkaði með það að markmiði að hann minnki um helming á kjörtímabilinu og að endurmeta kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. 

Allt held ég að þetta sé spor í rétta átt og vonandi verður einhver árangur af þessu starfi. Ég hefði þó gjarnan kosið að sjá markmið um að eyða algerlega á kjörtímabilinu óútskýrðum launamun kynjanna á opinberum vinnumarkaði í stað þess að láta helming duga.

Ég held þó, eins og ég hef áður sagt á þessari bloggsíðu, að það þurfi ekki heilan starfshóp til að tryggja jafna stöðu kvenna og karla í opinberum nefndum og ráðum. Það eru ráðherrarnir sem skipa slíkar nefndir og þeir hafa sjálfir mest um það að segja að kynjahlutföllin séu sem jöfnust. Í þeim tilvikum sem nefnd eða ráð er skipuð eftir tilnefningum tel ég þeim í lófa lagið að kalla eftir tveimur tilnefningum, karls og konu, fyrir hvert sæti sem tilnefningaraðili á að tilnefna í. Með slíku fyrirkomulagi getur ráðherra við skipunina tryggt að kynjahlutföllin séu sem jöfnust. Flóknara þarf þetta ekki að vera.

Vonandi boðar það gott um ásetning og árangur á þessu sviði að fyrstu tvær nefndirnar sem skipaðar var í eftir þessa ákvörðun eru með eins jafnri kynjaskipan og unnt er.

Menntamálaráðherra skipaði í gær nýtt Þjóðleikhúsráð til næstu fjögurra ára. Aðalmenn skiptast þannig að karlar eru þrír og konur tvær. Varamenn skiptast þannig að konur eru þrjár og karlar tveir. Jafnari verður samsetningin varla ( http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4216). Umverfisráðherra og iðnaðarráðherra tilkynntu einnig í gær um skipun verkefnisstjórnar vegna rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Í nefndinni eru ellefu einstaklingar, sex konur og fimm karlar. Einnig eins hnífjöfn skipti og hægt er (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1102).

Ég held að það sé engin tilviljun að tveir þeirra þriggja ráðherra sem stóðu að skipun þessara nefnda eru konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband