Leita í fréttum mbl.is

París Hilton - framhald

Vinkona mín skammaði mig fyrir færsluna um París Hilton. Samtalið leiddi í ljós að ég veit í raun ekkert um hana nema að hún tengist Hilton hótelkeðjunni.  

Hafa skal það sem sannara reynist svo ég gúglaði nafn Parísar Hilton (sem ég hefði kannski átt að gera áður en ég blottaði mig svona ferlega) og komst að því að ég átti það skilið að vera skömmuð (http://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Hilton).

París Hilton er greinilega meira en erfingi stórauðæva, hún hefur auðgast stórkostlega á eigin vinnu og þarf sennilega ekkert á arfi að halda. Hún er fullfær um að framfleyta sér sjálf. Skv. netheimildinni þénaði hún 7 milljónir dala 2005-2006 og hafði liðlega þrefaldað eigin tekjur sínar frá árinu 2003-2004. Geri aðrir betur. Hún hefur hannað skartgripi, töskur, ilmvatn, auk þess sem hún hefur leikið í einhverjum vinsælasta raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum.

Ég bið aðdáendur Parísar Hilton afsökunar á því að hafa talað hálflítilsvirðandi um hana. Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

En samt varstu alveg spot on. Því hún gerði allt þetta *eftir* að hún varð fræg fyrir að vera Hilton erfingi og að miklu leyti eftir að myndbandið vafasama setti hana á allra varir.

Minni annars á að Wikipedia er lítið meira en almannarómur, því hver sem er getur hvenær sem er gert breytingar á færslum þar. Ég nota venjulega hugtakið alþýðuorðabókin til þess að lýsa henni. (Er þó ekkert að rengja það sem þar er sagt um Hilton, hef ekki hugmynd um hvort það er satt eða ósatt).

Elfur Logadóttir, 12.8.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband