Leita í fréttum mbl.is

Tekjublöðin

Ég gengst við því að vera búin að kaupa bæði tekjublöðin, blað Frjálsrar verslunar og Mannlífsblaðið. Ég skammast mín ekkert fyrir að finnast gaman að fletta þessum blöðum. Mér finnst hreint frábært að sjá hvað margir eru að gera það gott í launum. Ég fagna hverri konu sem ég sé meðal þeirra hæstu. Þær mættu vera miklu mun fleiri. (Nefni það þó í framhjáhlaupi að ég skil ekki af hverju meint mánaðarlaun mín eru hærri í öðru blaðinu en hinu.)

Ég er greinilega ekki ein um þessa forvitni um ,,einkahagi" annarra. Hver einasti maður sem var að kaupa í bókabúðinni í dag var að kaupa annað hvort  blaðið eða bæði. Sumir eru að æsa sig yfir þessum blöðum og kalla þá jafnvel snuðrara sem kíkja í skattskrárnar. Ég spyr: Er einhver munur á því að kaupa tekjublöðin eða kaupa Séð og heyrt, Mannlíf, Nýtt líf, Ísafold og hvað þau nú heita öll þessi blöð. Þar er sífellt verið að segja manni frá einkahögum fólks, að vísu sjaldnast tekjum en ýmsu öðru. Ég sé ekki muninn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kaupi ekkert þessara blaða og vil ekki hafa á samviskunni að viðhalda rekstri slúðurblaða.

Takk fyrir góðar færslur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Samt væri enn meira gaman ef menn hefðu sama áhuga fyrir launum þeirra "lægstlaunuðu" með það í huga að bæta þau. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2007 kl. 16:27

3 identicon

Sammála Sigurði Þór Guðjónssyni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 392215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband