Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Ég held með Hillary
Þetta eru góðar fréttir og vonandi heldur Hillary þessari forystu þannig að hún nái útnefningu demókrata og sigli síðan örugg í forsetastólinn í kosningunum í nóvember að ári.
Það var athyglisverð umfjöllun um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í Morgunblaðinu nýlega. Þar kom fram að Hillary á mestu fylgi að fagna meðal lítið menntaðra kvenna. Því menntaðri sem konur eru því ólíklegri eru þær til að styðja Hillary. Þetta finnst mér athyglisvert og ég velti fyrir mér hvaða skýringar kunna að vera á þessu. Ég man ekki hvort einhver munur væri á fylgi karlanna með henni eftir menntun.
Ég var í New York haustið sem Hillary var fyrst í framboði til öldungadeildarinnar. Það var sama við hvern maður talaði. Allir höfðu skoðun á Hillary Clinton. "They either hated her or loved her." Það var ekkert þar á milli. Ég man líka vel eftir beinu útsendingunni af kvennaráðstefnunni sem haldin var hér haustið 2000 þar sem Hillary mætti. Hillary var einfaldlega frábær.
Ég held að Hillary Clinton yrði góður forseti Bandaríkjanna. Þar fyrir utan yrði brotið blað með kosningu hennar í það embætti. Að vísu myndi það líka gerast ef Obama næði kjöri. Mér finndist flott ef Hillary yrði forsetaefnið og Obama varaforsetaefni.
Það verður gaman að fylgjast með þessu kapphlaupi næstu mánuðina.
Hillary Clinton tekur forustu hjá demókrötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 392215
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Eins og talað frá mínu hjarta. Hillary er besti kosturinn til að vera forseti Bandaríkjana.
Þóra Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 00:02
Til hamingju með afmælið!
-Ég held með Obama.
Trausti Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:21
Einflokkurinn í BNA og kostendur hans byggja einna helst á fáfræði og því er þessum venjulegu fasísku stríðsmöngerum róterað reglulega. Þetta lið er allt í vasanum á sömu maskínunni, hernaðar- og olíumaskínunni. Til þess að komast til áhrifa í stjórnmálum í BNA þarf 1) gríðarlega mikið af peningum og 2) hagstæða umfjöllun í massafjölmiðlum. Sama maskínan skaffar hvort tveggja.
Baldur Fjölnisson, 2.8.2007 kl. 20:33
Takk Trausti fyrir afmæliskveðjuna. Við erum næstum sammála því ef Hillary væri ekki í framboði þá myndi ég styðja Obama.
Dögg Pálsdóttir, 3.8.2007 kl. 00:42
Mér finnst þetta merkilegt með menntuðu konurnar og ómenntuðu konurnar. En hvern styðja menntuðu konurnar þá? Kom það fram?
María Kristjánsdóttir, 3.8.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.