Laugardagur, 9. júní 2007
Launabil: seðlabankastjórar og forseti Íslands
Auðvitað þurfa bankastjórar Seðlabankans að hafa mannsæmandi laun. Það hljótum við öll að skilja. Þeir sinna annasömu og ábyrgðarmiklu starfi. Þeir þurfa að taka erfiðar og afdrifaríkar ákvarðanir eins og það hvort hækka eigi vextina eða lækka. Enda eru þeir þrír. Mig minnir að það sé bara einn seðlabankastjóri í Bandaríkjunum.
Rök formanns bankaráðsins fyrir launahækkuninni er hins vegar áhugaverð. Meginástæða launahækkunarinnar virðist sú að bankaráðinu finnst að það þurfi áfram að vera áþekkt bil í launum milli bankastjóra og millistjórnenda í bankanum. Á sama tíma svarar formaðurinn því til að það sé ekki bankaráðið sem ákveði laun millistjórnendanna heldur bankastjórnin.
Þetta er auðvitað ákaflega þægilegt fyrir bankastjórnina. Hún veit að bankaráðið vill hafa eitthvað óskilgreint launabil milli bankastjórnarinnar og millistjórnendanna. Bankastjórnin getur því að vild hækkað laun millistjórnendanna og í kjölfarið hækkar bankaráðið laun bankastjórnarinnar. Það er ekki erfitt að fá launahækkanir þegar maður er í þessari aðstöðu.
Síðan er fullyrt að bankastjórnin hafi þurft að hækka laun millistjórnenda duglega af því að almenni markaðurinn (bankarnir sem eru í einkaeigu) séu að sækjast eftir þessum millistjórnendum. Engin dæmi eru þó nefnd.
Þetta eru ný viðhorf í opinberum rekstri, að hið opinbera sé tilbúið að toppa einkageirann varðandi laun. Hingað til hefur verið litið svo á að opinberi geirinn hafi ákveðin mörk í launagreiðslum sem ekki er farið upp fyrir. Vilji einhver í opinbera geiranum þau laun sem einkageirinn er tilbúinn að borga þá einfaldlega fer sá hinn sami í starf í einkageiranum, enda bjóðist honum það. Enda er enginn þegar upp er staðið ómissandi, sama hversu góður hann er. Maður kemur í manns stað og stundum er sá sem í staðinn kemur betri en sá sem fór.
Af hverju þarf að vera áþekkt bil milli bankastjóra og millistjórnenda í Seðlabanka Íslands? Er launabil eitthvað lögmál? Ekki treysti ég fólki sem hugsar svona fyrir því að afnema t.d. launabil milli karla og kvenna. Með sömu rökum má halda því fram að af því að það sé launabil milli kynjanna þá hljóti karlarnir að þurfa að viðhalda því. Af þessum rökum má ráða að ef það er kynbundinn launamunur í Seðlabankanum þó hljóti bankaráðið að vilja viðhalda honum. Launabil er lögmál í huga meirihluta bankaráðsins.
Einhver launabilsröksemd stenst ekki. Af hverju segir formaður bankaráðsins ekki bara það sem blasir við? Bankastjórnin vildi fá hærri laun og bankaráðið hækkaði launin. Rökin eru eftiráskýringar.
Það er ein áhugaverð afleiðing þessarar ákvörðunar bankaráðsins. Hún er sú að forseti Íslands er ekki lengur tekjuhæsti einstaklingurinn í opinbera kerfinu heldur formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað kjararáði, sem ákveður laun forseta Íslands og fleiri embættismanna, finnst eðlilegt um þetta. Hingað til hefur kjararáð greinilega talið forseti Íslands eigi að vera hæst launaði opinberi embættismaðurinn.
Í 8. gr. laga um kjararáð nr. 47/2006 segir:
Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Við ákvörðun launakjara skv. 4. gr. skal kjararáð sérstaklega gæta samræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga annars vegar og ákvarðana kjararáðs skv. 3. gr. hins vegar.
Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvað kjararáð gerir nú með laun þeirra sem það ákvarðar. Það hlýtur að þurfa að horfa til þessarar hækkunar launa bankastjórnar Seðlabanka Íslands við þá ákvörðun.
Mánaðarlaun í 1,4 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Ágætur pistill hjá þér. Mig grunar að það séu millistjórnendurnir í Seðlabankanum sem vinni verkin, stjórarnir séu frekar uppá punt enda ráðnir á öðrum forsendum. Það er líka algjörlega vonlaust fyrir ríkið að ætla að keppa við hinn frjálsa markað í launum.
Ég held líka að þetta sýni vel hversu erfitt það er að bæta kjör þeirra sem hafa það verst. Mönnum er svo umhugað um að halda "bilinu" að það má ekki hreyfa neitt.
Þóra Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.