Leita í fréttum mbl.is

Sögulegur dagur

Ég er að koma úr útskriftarathöfn Háskólans í Reykjavík. Þar útskrifuðust m.a. 43 nemendur með meistaragráðu í lögfræði. Fjórir þeirra höfðu einvörðungu tekið meistaranámið og voru brautryðjendur að því leyti. Hinir luku ,,fullnaðarpróf í lögfræði" eins og það heitir nú, gamla cand. jur. prófið sem ég tók fyrir mjög mörgum árum. 

Þetta var söguleg stund.

Það fer ekki hjá því að á þessum tímamótum rifjist upp miklar ritdeilur sem risu um það hvort lögfræðingar útskrifaðir úr lagadeild HR ættu að fá sömu réttindi og lögfræðingar útskrifaðir úr lagadeild HÍ. Sú barátta stóð fyrst og fremst um það hvort breyta ætti lögum um lögmenn og fella niður skilyrði þeirra að lögmenn yrðu að hafa lagapróf frá Háskóla Íslands. Forystumenn lagadeildar Háskóla Íslands höfðu miklar áhyggjur af því að laganámið í HR væri ekki jafn merkilegt og laganámið í HÍ. Sem betur fer tókst þeim ekki að bregða fæti fyrir þær nauðsynlegu lagabreytingar sem gera þurfi. En mér er minnisstætt hvernig Framsóknarflokkurinn stöðvaði það vorið 2003 að breytingar á lögmannalögunum næðu fram að ganga og töfðu með því um tæpt ár þessa sjálfsögðu og eðlilegu lagabreytingu. Ég hugsa að lögfræðingarnir sem útskrifuðust í dag frá HR muni þetta mjög vel líka.

Ég fullyrði að reynslan hafi sýnt að með stofnun lagadeildar Háskólans í Reykjavík hafi lagadeild Háskóla Íslands fengið nauðsynlegt aðhald og verðuga samkeppni. Hvorutveggja hefur skilað sér í bættu og fjölbreyttara laganámi, laganemum og síðan atvinnulífinu til heilla.

Ég er svo heppin að hafa fengið tækifæri til að kenna þessum nýútskrifuðu lögfræðingum fjölskyldu- og erfðarétt og sumum þeirra heilbrigðisrétt líka. Ég get því af reynslu sagt að þetta eru frábærlega duglegir einstaklingar, sannkallaðir frumkvöðlar og brautryðjendur. Það þurfti kjark og þor til að taka ákvörðun um að innrita sig í splunkunýja lagadeild. Þau hafa svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar og þau ruddu brautina fyrir þeim sem á eftir hafa komið. Um leið og ég óska öllum þeim sem útskrifuðust frá lagadeild HR í dag hjartanlega til hamingju sendi ég þeim góðar óskir um gæfu og gengi í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur á komandi árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391609

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband