Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn

Ég hringdi um helgina í konu sem ég hef þekkt lengi. Ég veit að hún er öruggt atkvæði eins og það er kallað en ég vildi samt aðeins heyra í henni. Við spjölluðum góða stund og hún sagði mér þessa sönnu sögu af móður sinni. Mér finnst sagan eiga svo vel við á lokaspretti kosningabaráttunnar að ég segi frá henni hér. 

Móðirin er 99 ára gömul,  ern eftir aldri og býr heima, með góðum stuðningi dóttur sinnar. Vegna aldurs þarf hún þó aðstoð við kosninguna svo eftir því var óskað að hún gæti kosið heima. Þegar fulltrúi sýslumanns var kominn á staðinn var móðirin spurð að því hvað hún vildi kjósa. Móðirin svaraði: Nú það sama og ég hef alltaf kosið. Ekki dugir það svar því kjósandinn þarf að nefna flokkinn sem hann vill kjósa þegar svona háttar til. Hún var þá spurð að því hvaða flokk hún hefði alltaf kosið. Þann besta, svaraði móðirin. Enn dugði svarið ekki, svo móðirin var næst spurð að því hvaða flokk hún hefði alltaf kosið og hvaða flokkur það væri sem væri sá besti. Þá svaraði móðirin, án nokkurs hiks: Auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þá er næst að spyrja konuna nokkurra spurninga, eins og ég spurði móður mína sem var aðeins 83 ára: Hver hefur hugsað um þig? Hefur verið farið vel með þig? Hver kom til þín þegar neyðin var stærst..?

Móðir mín hefði svarað: Enginn!! (Hún var einstæð móðir, verkakona sem varð að láta ungabörn sín frá sér á ómanneskjulega stofnun sem var rekin af góðhjörtuðum sjálfstæðiskonum sem leyfðu henni að heimsækja börnin sín einu sinni í viku. En aldrei að snerta þau allan þennan tíma, bara horfa á þau í gegnum gler. Börnin komu út mállaus og eins og dýr sem höfðu verið geymd í búri).

Annað þeirra var ég.

Hvern kýs maður þá?? Sjálfstæðisflokkinn??

Viðar Eggertsson, 7.5.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Viðar Eggertsson

þetta stóð yfir í tvö og hálft ár!

Hverskonar málflutnigur er þetta hjá þér? Hvaða lífi hefur þú lifað?

Viðar Eggertsson, 7.5.2007 kl. 02:24

3 Smámynd: krossgata

Sorglegt.  Hrikalega sorglegt.

krossgata, 7.5.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Þröstur  Friðþjófsson.

Kæri Viðar !  þetta á ekki við alla  nútíminn er annað en áður  og meira til upplýsingar  en samt er þetta sorglegt. en ath þetta á ekki beina á sjálfstæðismönnunum því hver á sínn galla og á ég við allan flokk.

Þröstur Friðþjófsson., 7.5.2007 kl. 09:57

5 Smámynd: Þröstur  Friðþjófsson.

Og Dögg hefur ekki með það að gera

Þröstur Friðþjófsson., 7.5.2007 kl. 09:59

6 Smámynd: Þröstur  Friðþjófsson.

Sorry sendi of fljót. Ég meina Dögg hefur ekki með þetta mál að gera sem viðar er að tala um . Aldrei kenna öðru um sem ekki með það gera sérhver á sinn galla.

Þröstur Friðþjófsson., 7.5.2007 kl. 10:00

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mikið er dapurlegt að lesa þetta Viðar, sérstaklega þar sem sterkustu böndin eru á milli móður og barns og engin móðir á að vera án barna sinna. Það beit mig mjög sárt að lesa þetta og finnst mér leiðinlegt að þú hafi þurft að upplifa svona lagað.

En ég er búin að heyra mikið af því í félagsráðgjafanáminu að svona hafi þetta verið árum áður og þá ekki bara hér á landi, því miður var þetta tíðarandinn þá. Mörg börn sem fengu svokölluð sjúkrahúseinkenni.

Hugsunin var önnur og tíðin var önnur, þeir sem unnu við þetta sáu að börnin grétu svo mikið þegar  móðirin for eftir heimsókn að litið var svo á að best væri að aðskilja þau meira. Í dag mundi svona aldrei líðast nokkurstaðar. Sem betur fer hafa tímarnir breyst.

Inga Lára Helgadóttir, 7.5.2007 kl. 10:43

8 Smámynd: Þröstur  Friðþjófsson.

Sammála þér Inga  tíminn hefur breyst og en má gera betra bót úr því.

Þröstur Friðþjófsson., 7.5.2007 kl. 10:53

9 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Viðar. Saga þín er döpur og því miður dæmi um tíðaranda sem tíðkaðist áður. Þá voru drengir sendir af litlu sem engu tilefni á Breiðuvík, foreldrar fengu ekki að heimsækja börn sín þegar þau lögðust á sjúkrahús. Mér finnst hins vegar nokkuð langsótt að ætla að gera Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir þeim hörmungum sem móðir þín og þið systkinin upplifðu. 

Dögg Pálsdóttir, 7.5.2007 kl. 11:07

10 Smámynd: krossgata

Vissulega er saga Viðars sorgleg.  Mér finnst hins vegar hin sagan, saga Daggar um 99 ára konuna, jafn sorgleg.  Mér er reyndar fyrirmunað að skilja af hverju hún á svo vel við á lokaspretti kosningabaráttu.  Er verið að óska eftir að fólk kjósi hugsunarlaust það sem það hefur alltaf gert?

krossgata, 7.5.2007 kl. 13:41

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það sannast á gömlu konuni að oft er gott sem gamlir kveða.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2007 kl. 14:01

12 identicon

Ég held að boðskapurinn sögunnar sé sá að það eigi að banna elliæru fólki að kjósa.

Kveðja Björn.

Björn (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 15:44

13 identicon

Ég verð að hrósa Dögg fyrir stílbrögðin í sögunni. Þetta minnti mig svakalega á þegar Jón Gnarr er í hlutverki Grill-Guðjóns

Benedikt (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 391719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband