Föstudagur, 4. maí 2007
Á ferð og flugi
Síðustu daga hafa annir vegna kosninganna 12. maí aukist. Gærdagurinn byrjaði eins og venjulega í Valhöll. Seinni partinn var ég framsögumaður á fundi á kosningaskrifstofunni í JL-húsinu. Umræðuefnið var málefni aldraðra. Fundurinn var vel sóttur og góð umræða varð. Þaðan þaut ég beint á kvennakvöldið í Iðu. Þar var frábær stemmning hjá þeim liðlega 200 sjálfstæðiskonum sem mættar voru. Menntamálaráðherra hvatti okkur til dáða. Vika til kosninga og góður byr með flokknum. Það var fróðlegt að heyra mismunandi svör kvennanna í panelnum við því hvað þær vildu gera ef þær væru við völd í fjögur ár. Svo voru þeir ekkert nema frábærir Valgeir og Geirfunkel, nýja dúóið sem kom fram og söng nokkur lög.
Ég hefði svo gjarnan viljað fara á minningartónleikana í Nasa en frekari kosningaannir gerðu það ómögulegt. Næsta stopp var Mjódd í Breiðholti. Þar var tekið upp stutt innlegg frá mér sem hægt er að skoða á vefsjónvarpi kosningaskrifstofunnar, www.breidholtid.is. Þetta var taka tvö. Fyrri upptakan misheppnaðist eitthvað af tæknilegum ástæðum.
Dagurinn í dag byrjaði snemma, kl. 6:30 í Laugum. Það var rétt svo að ég kæmi mér framúr en það tókst og ég sá ekki eftir því. Það er ótrúlega hressandi að taka góðan hring í salnum svona snemma morguns. Síðan lá leiðin beint á morgunfundinn í Valhöll. Mogginn birti nýja skoðanakönnun sem er ekkert nema hvetjandi fyrir okkur frambjóðendur.
Fyrir kl. 9 var ég mætt ásamt Sigurði Kára á vinnustaðafund í Þjóðleikhúsinu. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri byrjaði á að fara yfir rekstrarstöðu Þjóðleikshússins og ýmsan vanda henni tengda. Gunnar Torfason verkefnissstjóri gerði síðan grein fyrir því viðhaldi sem nú er í gangi og nýrri skýrslu frá þýskum sérfræðingum um framtíðaruppbyggingu leikhússins. Hvorutveggja var mjög fróðlegt. Mikil og góð umræða spannst í kjölfar ávarpsorða okkar frambjóðendanna. Starfsmönnum Þjóðleikhússins liggur margt á hjarta og auðvitað vilja þeir veg síns vinnustaðar sem mestan. Aðstöðuleysi tálmar starfsemi Þjóðleikshússins. Knýjandi virðist orðið að huga að viðbyggingu við húsið og út á það ganga tillögur þýsku sérfræðinganna. Mér fannst gagnlegt að heyra beint frá þeim sem þarna starfa um það sem á þeim brennur vegna Þjóðleikshússins.
Seinnipartinn var ég svo á kosningaskrifstofunni i Langholti. Alltaf jafn gaman að hringja í kjósendur. Þeir taka manni undantekingalaust vel. Enda sýndi ný könnun sem skýrt var frá seinni partinn að yfir 60% kjósenda vilja að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórn á næsta kjörtímabili.
Á morgun er fjölskylduhátíð í Húsdýragarðinum sem byrjar kl. 13. Ég hvet alla til að leggja leið sína þangað.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Fótboltinn er greinilega framar í forgangsröðinni hjá þér en að bera út "boðskapinn". Segir í mínum huga allt sem segja þarf um trú þína á málstaðnum og stöðu Samfylkingarinnar um þessar mundir.
Dögg Pálsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.