Fimmtudagur, 3. maí 2007
Allt annað líf
Vinstri grænir auglýsa þessa dagana, m.a. undir slagorðinu: Allt annað líf.
Það er svo sannarlega rétt að hér verður allt annað líf ef Vinstri grænir komast til valda. Það verður vinstri stjórn, sennilega undir forystu Jóns Sigurðssonar formanns Framsóknarflokksins því Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún munu ekki ná saman um að gera hitt að forsætisráðherra. Það mun hefjast tímabil stöðnunar og óstjórnar, skattar munu hækka, bankarnir verða reknir úr landi, atvinnuleysi mun aukast, allt mun færast til verri vegar. Lífskjör munu versna því Vinstri grænir eru meira og minna á móti öllu sem til framfara horfir.
Sennilega mun sagan frá 1978 endurtaka sig. Þá komst til valda þriggja flokka vinstri stjórn, undir forystu Framsóknar, sem þó beið afhroð í kosningunum, sem í áttu einnig sæti Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, forverar Samfylkingar og Vinstri grænna. Stjórnin var skammlíf, lafði í rúmt ár en skildi eftir sig rjúkandi rúst, hvert sem litið var.
Kostirnir eru óvenjulega skýrir í þessum kosningum. Áframhaldandi farsæla landstjórn þar sem Geir H. Haarde verður forsætisráðherra eða a.m.k. þriggja flokka vinstri stjórn sem enginn veit hvert leiðir okkur, nema beint í óvissuna.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
VG lifa þó amk í núinu og reyna að ræða málefnanlega um hlutina, ólíkt þeim sem staðnaðir eru í glæstri fortíð og búa til heimsenda spádóma lon og don
halkatla, 3.5.2007 kl. 16:03
VG lifa þó amk í núinu???? Það hefur verið svona stefnan að hverfa frá
þessum gamlu vinstri stefnu, að halda öllu niðri til að geta stjórnað
með fyrirskipunum og skoðanakúun. En það sem höfuðpaurar VG hafa
lýst yfir undanfarið er stefna sem tíðkaðis á fyrri hluta síðustu aldar og
hvarf að mestu og næsta alveg með falli múrsins og gjalþroti Rússneska
komúnismans. Andinn í áróðri VG er löngu úr sér gengin, enda byggir
hann á því að viðhalda gömlu öreiga öfundinni. Þessari sem daninn
kallar "De kan sagtens mentalitetet"
Leifur Þorsteinsson, 3.5.2007 kl. 17:30
Raunverulegur raunveruleiki sjúklinga í þessu líka fína kerfi.....hvað eruð þið að reyna að sjá ekki kæru stjórnarflokkar??
Þetta er ískaldur raunveruleiki fólks í dag.
www.gjonsson.blog.is
Og það hefur ekkert ykkar haft dug til að fara inn á þá síðu og reyna að útskyra hvað er í gangi. Svona í alvöruleiknum..essu dags daglega llífi fólks sem missir heilsu og viðurværi og hvað bíður raunverulega.
Hér hefuðru tækifæri til þess Dögg!!! Segðu okkur hvers vegna þetta er niðurstaðan..maður sem hættir að reyna að lifa því hann hefur ekki efni á því!!! Hvílík skömm fyrir stjórnendur þessa lands.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 19:39
Dögg! Afhverju reynir þú ekki að fylgjast með? Það er spáð atvinnleysi. Meira að segja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins spáir atvinnuleysi og ekki var nú ráðuneytið að gera ráð fyrir falli stjórnarinnarí spá sinni eða hvað! Skattar verða að hækka! Sláðu bara á þráðinn til Einars Odds flokksbróður þíns og spurðu hann. Hann veit allt um stöðu ríkissjóðs! Allir vita, meira að segja Geir H. Haarde, að atvinnlífið er ekki háð því hverjir sitja við stjórn. Þannig að sá hræðsluáróður virkar ekki heldur. Hversvegna ættu bankarnir að fara? Það er að vísu eitt sem gæti valdið því að bankarnir færu burt með aðalstöðvar sínar. Það eru hinar fáránlegu reglur um uppgjörsgjaldmiðla, sem þinn flokkar hnykkti á í vor, að því er sagt er, eftir símtal frá Davíð Oddssyni uppí fjármálaráðuneyti. En þetta átt þú nú allt að vita. Svo til hvers að vera að reyna blekkja kjósendur?
Auðun Gíslason, 3.5.2007 kl. 23:48
"VG lifa þó amk í núinu og reyna að ræða málefnanlega um hlutina"
Ég get ekki verið sammála þessu! Hingað til hefur mér fundist margir hverjir vinstrimenn, ræða ómálefnalega um hlutina og þar með talið VG.
Svo ég vísi nú bara í athugasemd Önnu Karen við færslu Eyglóar Harðardóttur "Allt annað líf".
Það hefur mikið borið á svona bitrum og ómálefnalegum orðræðum af hálfu vinstri manna, svo langt sem ég hef lesið. Það gildir að sjálfsögðu ekki um alla, en marga.
Og þykir mér sjálfstæðismenn hafa verið flestir málefnalegir og byggja umræður sínar um vinstri flokka á m.a. sögulegum staðreyndum. Flestir hafa eitthvað máli sínu til stuðnings en slengja ekki fram fullyrðingum sem eiga sé enga stoð í raunveruleikanum.
Auðun vilt þú meina að við gætum haft hvaða apa í stjórn sem er, án þess að það mundi með beinum eða óbeinum hætti hafa áhrif á atvinnulífið??
Andrea, 4.5.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.