Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunahópar

Ýmis hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja héldu opin stjórnmálafund í kvöld á Grand Hóteli. Fyrir svörum sátu formenn flokkana (með nokkrum undantekningum þó). Það var fróðlegt að heyra loforðaflauminn frá forystumönnum stjórnarandstöðunnar. Mér þótti athyglisverðast hvað þeir voru allir sammála um það að afnema ætti allar skerðingar á grunnlífeyri og um leið stórhækka þennan bótaflokk. Á sama tíma segjast þeir vilja gera mest fyrir þá sem lakast eru settir. En þetta loforð þeirra um afnám skerðinga grunnlífeyris og stórhækkun hans er ekkert sérstaklega til hagsbóta fyrir þann hóp. Slík aðgerð kemur öllum öldruðum til góða, bæði þeim sem lakast eru settir og eins þeim sem hafa umtalsverðar tekjur úr lífeyrissjóði. Er það forgangsmálið? Er ekki nær að beina kröfunum að því að bæta stöðu þeirra aldraðra sem lakast eru settir. Því hefur Sjálfstæðisflokkurinn lofað, m.a. með því að tryggja þessum hópi 25 þús. kr. greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði. Afnám skerðinga grunnlífeyris vegna tekna er þegar komið á dagskrá. En stórhækkun grunnlífeyrisins getur ekki verið forgangsmál. Það skiptir líka máli í þessari umræðu að muna að aldraðir eru mjög sundurleitur hópur. Það má ekki alhæfa um þennan hóp. Ýmsir aldraðir eru mjög vel settir, bæði tekju- og eignalega. Aðrir hafa enga framfærslu aðra en bætur almannatrygginga. Enn aðrir eru þarna á milli.

Í umræðunni virtist stjórnarandstaðan gleyma því að milli almannatryggingakerfis og lífeyrissjóðakerfis er samspil sem verður ætíð að virða við allar breytingar. Almannatryggingakerfið er grunnurinn, lífeyristryggingakerfið er viðbótin. Tekjutryggingin var sett á sínum tíma til að brúa bilið meðan lífeyrissjóðaeign aldraðra væri takmörkuð.

Um eitt voru þó allir forystumennirnir sammála: Að einfalda þyrfti þetta kerfi svon það væri notendavænna og skiljanlegra fyrir þá sem við það þurfa að skipta. Undir það er hægt að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sæl Dögg ég las einmit um daginn rannsókn sem er nýleg hér á landi og kom mér svolítið á óvart hve mikill minnihluti eldriborgara hafa áhyggjur af fjármálum sínum. Í dag er oft talað um eldri borgara eins og fólkið í Afríku, þó ég vildi nú óska þess að við gætum hjálpað þeim öllum líka EN, mér finnst samt þessar 25 þúsund ekki nóg og mér finnst að ætti pínulítið að hækka þann standard sem talað er um að hafi ekki nógu gott. En ég er sammála því að þurfi ekki að grípa kannski til alveg svona róttækra aðgerða, en mér finnst þetta samt ekki nóg heldur.

Kær kveðja til þín,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 25.4.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill gera. Gera enn betur við þann hóp sem lökust hefur kjörin. 25 þús. krónurnar eru mikilvægt skref í þá átt. Hækkun á grunnlífeyri er óskynsamleg. Betra að verja fjármununum til að gera enn betur við þá sem mest urfa á því að halda.

Dögg Pálsdóttir, 25.4.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392324

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband