Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan heldur áfram

Fundir kl. 8 í Valhöll eru frá því í gærmorgun orðnir hluti af daglegum skyldum. Þar er farið yfir það sem framundan er, verkefnum úthlutað og stilltir saman strengir. Þar er líka séð til þess að við fáum okkur hollan og góðan morgunmat. Lýsi er meira segja á boðstólnum fyrir þá sem það geta þambað. Ég var búin að sjá að það yrði mér sérstök ögrun að mæta stundvíslega kl. 8 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga því þá daga á ég milli 6:30 og 7:30 stefnumót í Laugum við Guðnýju, þjálfarann minn. Á þetta reyndi í fyrsta sinn í morgun - og ég komst að því að þetta gengur allt saman upp með smá skipulagi og því að vakna örlítið fyrr.

Kosningaskrifstofan í Breiðholti opnaði í dag. Ég stoppaði stutt því áður mætti ég í móttöku hjá Malbikunarstöðinni Höfða í tilefni 10 ára afmælis fyrirtækisins. Fyrirtækið er í raun miklu eldra en um síðustu áramót voru 10 ár frá því að það var hlutafélagavætt.

Ég sat í níu ár í stjórn Malbikunarstöðvarinnar og er nýhætt þar störfum. Það var sérlega ánægjulegur og lærdómsríkur tími. Mér finnst það einstakt að hafa fengið tækifæri til að kynnast með þessum hætti allt öðrum vettvangi en maður sýslar á sjálfur frá degi til dags. Störfin í stjórninni gera það að verkum að ég ek um götur borgarinnar með allt öðru hugarfari en áður (og að sjálfsögðu ekki á nagladekkjum). Í dag var ekki eingöngu fagnað 10 ára afmæli fyrirtækisins heldur einnig því að á síðasta ári var ráðist í mikla fjárfestingu, kaup á nýrri malbikunarstöð. Nýja stöðin hefur nú verið sett upp. Hún tvöfaldar afkastagetuna við malbiksframleiðslu. Með því styrkist samkeppnishæfni fyrirtækisins nú þegar framundan virðast vera mikil malbikunarverkefni, s.s. tvöföldun á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi að hluta og hugsanlega breikkun Hvalfjarðarganga. 

Ég hefði kosið að vera lengur, bæði á kosningaskrifstofunni og hjá Höfða, en það var ekki hægt. Það þarf að taka myndir af frambjóðendum. Mér var gert að mæta í slíka myndatöku síðdegis í dag og hún tók auðvitað sinn tíma. Við ljósmyndarinn komum okkur saman um mynd til að nota. Við töldum hana góða. Hvort aðrir séu sammála því kemur í ljós þegar myndin fer að birtast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband