Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan er hafin

Fyrstu fundir kosningabaráttunnar voru í gær. Ég mætti ásamt menntamálaráðherra og Sigurði Kára á hádegisfund hjá Bandalagi íslenskra listamanna. Þá langaði til að heyra um áherslur Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum. Landsfundurinn samþykkti metnaðarfulla ályktun á þessu sviði sem ánægjulegt var að skýra þeim frá. Þar er áhersla lögð á að hlutverk hins opinbera eigi fyrst og fremst að vera að skapa gróskumikinn jarðveg fyrir menningarstarfsemi og að opinber stuðningur við lista- og menningarstarfsemi, eins og aðrar atvinnugreinar eigi ævinlega að vera gegnsær.

Umræður var ekki hægt að skilja með öðrum hætti en þeim að fulltrúar BÍL séu í meginatriðum ánægðir með það starf sem unnið hefur verið í menningarmálum á undangegnum árum, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað hafa þeir, eins og öll hagsmunasamtök, áhuga á að sjá meira gert. Á þær óskir hlustuðum við, en lofuðum engu.

Kl. 17 var ég viðstödd opnun fyrstu kosningaskrifstofunnar, uppi í Árbæ. Hún er fyrir Árbæjar- og Grafarholtshverfið. Fjölmenni var við opnunina og greinilegt að þarna verður unnið af krafti næstu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband