Leita í fréttum mbl.is

Mun hagur almennings vænkast með hlutabréfakaupum í Högum?

Arion banki hefur lengi vandræðast með Haga. Haga keyptu Baugsfeðgar útúr Baugi, korteri fyrir hrun, með ríflegri lánsfyrirgreiðslu forvera Arion banka. Lending hefur náðst. Gefa á ,,almenningi og fagfjárfestum" kost á að kaupa hlutabréf í Högum í opnu hlutafjárútboði. Stjórnendur verða hinir sömu og ,,stjórnendateymið" fær að kaupa sinn skerf.

Með fagfjárfestum er væntanlega fyrst og fremst átt við lífeyrissjóðina. Þeir töpuðu miklum fjármunum í hruninu. Eigendur lífeyrissjóðanna, almenningur í landinu, geldur fyrir með lakari lífeyri þegar þar að kemur. Sjálfsagt mun sagan ekki stöðva lífeyrissjóðina í að fjárfesta í Högum, enda almenningur í landinu sem borgar brúsann, ef illa fer.

Víkjum þá að almenningi í landinu, sem stjórn Arion banka vill að kaupi hlutabréf í Högum. Er til almenningur í landinu sem a) á fjármuni til að fjárfesta í hlutabréfum, b) treystir hlutabréfamarkaðnum á Íslandi svo vel að hann setji hugsanlegar krónur til sparnaðar í kaup á hlutabréfum?

Almenningur í landinu tók áskorun stjórnvalda við stofnun hlutabréfamarkaðar á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar. Almenningur setti sparnað sinn í hlutabréf í félögum á markaði, enda treysti almenningur því að þar giltu leikreglur, sem farið væri eftir. Í hruninu kom annað í ljós. Almenningur í landinu tapaði milljörðum króna á hruni bankanna. Tæpast hvetur sú reynsla almenning í landinu til að hlaupa til og kaupa hlutabréf.  

Hér varð hrun, sem almenningur bar sáralitla ef nokkra ábyrgð á. Afleiðingarnar ber almenningur þó af fullum þunga með versnandi lífskjörum, stóraukinni greiðslubyrði, m.a. af íbúðalánum og sívaxandi skattheimtu. Almenningi var lofað skjaldborg, sem hvergi mótar fyrir.  En nú skal bjóða almenningi upp í nýjan hlutabréfadans. Það á ekki af almenningi á Íslandi að ganga.


mbl.is Hagar í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Hver treystir þeim Baugs-Haga-feðgum fyrir hlutafé ?   Sporin hræða.

Arion banki stefnir að einkayfirtöku  feðganna á Högum... með smá ferðalagi um Kauphöllina. En áður verður búið að hreinsa skuldaklafa upp á   30-40 milljarða kr af Högum.  Við almenningur borgum með einum eða öðrum hætti.   Það er "ódýrt að versla í Bónus"

Takk fyrir góðan pistil, Dögg

Sævar Helgason, 7.2.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir stuttu var hlutafé almenningshlutafélagsins Atorku skrifað niður í núll. Þar misstu margir ævisparnaðinn sinn, sumir allt sem þeir áttu í hlutafélögum án þess að nokkuð væri að gert. Sama má segja um bankana. Kaupþing banki þar sem yfir 30.000 Íslendingar keyptu hlut í meðan Búnaðarbankinn var og hét. Allur þessi ævisparnaður er einskis virði sem stendur.

Hvers vegna á venjulegt fólk að leggja sparnað sinn í fyrirtæki í formi hlutafjár meðan hagsmunir okkar litlu hluthafanna er ekki betri en reynst hefur: Til fjandans með þessi hlutabréf meðan ekkert hefur verið að gert. Kannski er betra að gefa bröskurunum peningana sína en að fjárfesta að öllu óbreyttu, hafi maður of mikið af þeim.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.2.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband