Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Staða jafnréttismála

Stundum finnst manni að það miði hægt í átt til jafnréttis hér á landi. Þegar maður les fréttir af þessu tagi þá áttar maður sig þó á því að við erum a.m.k. á sumum sviðum búin að ná býsna langt.
mbl.is Vill dauðadóma fyrir falska meydóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt fyrr hefði verið ...

Umburðarlyndi ríkisstjórnarinnar gagnvart AGS hefur verið ótrúlegt. Það er því sérstaklega ánægjulegt að heyra að þolinmæði forsætisráðherra sé á þrotum.

Við bíðum spennt eftir að sjá hvað það þýðir. Það hlýtur að hafa í för með sér að ríkisstjórnin gerir eitthvað. Það er ekki nóg að segja að þolinmæðin sé þrotin. Það verður að sýna það í verki.


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins?

Eru stjórnvöld loksins að skilja vandann? Yfirlýsingar félags- og tryggingamálaráðherra í dag benda til að svo kunni að vera. En ég segi eins og ýmsir sem bloggað hafa við þessa frétt. Það er best að bíða þangað til aðgerðir af þessu tagi verða formlega tilkynntar.
mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Það var kannski ekki við öðru að búast úr þessum ranni en engu að síður er ákvörðunin vonbrigði. Í mínum huga endurspeglar hún betur en nokkuð annað algert sambandsleysi Seðlabankans við aðstæður í landinu. Ábyrgð bankans er mikil á því ástandi sem nú ríkir. Aðgerðir hans gera nákvæmlega ekkert til að bæta það ástand.
mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, er það?

Er hægt að fullyrða með þessum hætti? Er þetta ekki einmitt partur af því sem verið er að skoða?
mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt

Það hefur verið dapurt að fylgjast með framgöngu þingmanna Borgarahreyfingarinnar. Þetta nýjasta útspil þriggja þingmanna hreyfingarinnar, að stofna nýtt afl, undir nafninu Hreyfing, er óskiljanlegt. Hversu fljótt getur fólk sem sprettur úr grasrót misst öll tengsl við grasrótina? Ótrúlega fljótt miðað við þróun mála hjá þessum þremenningum.
mbl.is Hreyfingin verður til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Síðan hvenær er það tilefni sérstakrar fréttar að forseti íslands ræði við blaðamann? Er það ekki meðal starfsskyldna hans? Er það orðið fréttaefni að forseti Íslands, sinni vinnunni sinni?
mbl.is Ólafur Ragnar í viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar tölur

Þó munurinn á forsætisráðherra og fjármálaráðherra sé ekki mikill þá er þróun vinsælda þeirra athyglisverð. Það er merkilegt hvað traust til forsætisráðherra hefur dalað á sama tíma og traust til fjármálaráðherra hefur aukist. Skýringin sýnist þó augljós. Forystan í þessu ríkisstjórnarsamstarfi, a.m.k. út á við, er hjá fjármálaráðherra. Og þó boðskapurinn sem fjármálaráðherra flytur sé sjaldnast skemmtilegur þá virðist sem landsmenn treysti honum í vaxandi mæli. Niðurstöður forystumanna stjórnarandstöðunnar hljóta að vera þeim alvarlegt umhugsunarefni. 


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöfin

Sjálfsagt er þetta rétt, enda talar hér einstaklingur sem horft hefur á afleiðingar kreppu í sínu heimalandi. Hann byggir ummæli sín á reynslu.

Lofað var skjaldborg um heimilin. Hvar er hún?

Stjórnvöld virðist vanta kjark og þor til að horfast í augu við umfang vandans og grípa til yfirgripsmikilla aðgerða. Endalausar nefndir eru settar á laggirnar. Allt eru þetta orð. Engar athafnir. Athafnir eru það sem okkur vantar. Enn eru þúsundir fjölskyldna að streða við að standa undir greiðslubyrði sem þær munu ráða ekki við til framtíðar. Þetta gera þær m.a. í trausti þess að stjórnvöld standi við loforð um að koma heimilum til bjargar. Á einhverjum punkti munu fjölskyldur gefast upp. Þær sjá ekki tilganginn í þessu streði. Það verða slæm tímamót. Því ef vonin um betri tíma verður tekin frá þjóðinni verður ekkert eftir. 

Það er ekki eftir neinu að bíða. Það þarf að leiðrétta höfuðstól lána heimilanna, ekki í sértækum úrræðum, heldur almennum. Þetta þarf að gera núna, ekki einhvern tímann seinna, því þá verður það kannski of seint.


mbl.is Mestu áhrif kreppunnar eru eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kortleggja öll viðskipti

Viðskipti stjórnarmanna SPRON með stofnfjárbréf á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007 sæta nú rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, skv. sérstakri ákvörðun ríkissaksóknara. Þrír einstaklingar kærðu þessi viðskipti haustið 2008. Efnahagsbrotadeildin vísaði kærunni frá en ríkissaksóknari taldi að rannsaka bæri viðskiptin vegna gruns um fjársvik. Bréf ríkissaksóknara til efnahagsbrotadeildar er viðhengi við þetta blogg.

Í síðustu viku var upplýst að það voru ekki einvörðungu stjórnarmenn sem seldu stofnfjárbréf á þessum tíma. Í seljendahópinn bættist aðili nátengdur sparisjóðsstjóranum sjálfum.

Mikil leynd hvíldi yfir þessum viðskiptum. Enda kepptust stjórnendur SPRON við að lýsa væntanlegum uppgangi félagsins og þá væntanlega hækkandi verði á bréfum í því. Stjórnendur vissu betur enda höfðu þeir aðgang að upplýsingum sem engir aðrir höfðu aðgang að, þar á meðal verðmati Capacent sem augljóslega mat verðmæti félagsins alltof hátt. Vitneskja þeirra sem ég leyfi mér að kalla innherjaupplýsingar gerði það að verkum að þeir töldu hag sínum best borgið með því að selja, þvert á þær ráðleggingar sem þeir gáfu öðrum. Þegar stjórnendur hafa verið inntir eftir því af hverju þeir seldu í þessari leynd þá reyndu þeir að skýla þeir sér bak við bréf frá FME.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hlýtur að kosta kapps um að upplýsa um viðskipti stjórnenda og aðila tengdum þeim. Þegar er komið í ljós að þeir seldu í miklum mæli stofnfjárbréf sín. Það segir allt sem segja þarf um trú þeirra sem gleggst þekktu, á félaginu og því sem gera átti.

Í bréfinu sem hér fylgir mælir ríkissaksóknari fyrir um rannsókn vegna gruns um fjársvik. Það er undir túlkun laga komið hvort viðskiptin falli einnig undir innherjasvik. Það bíður Hæstaréttar að skera úr um þetta atriði. 


mbl.is Vilja fá nöfn seljendanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband