Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvað eiga þingmenn að gera?

Formaður fjárlaganefndar segir:

Aðalatriðið er að öll þessi álit segja að við getum þetta, það er að segja við eigum að ráða við þetta ef ekki verður hrun í þjóðarbúskapnum eða ef eitthvað fer á versta veg.

Í hruninu í byrjun október sl. fór allt á versta veg. Það sem ekki átti að geta gerst, gerðist.

Hefur reynslan ekki þar með kennt okkur að þingmönnum beri að meta Icesave-málið út frá þeim forsendum að allt það versta sem fyrir okkur getur komið í framtíðinni, gerist?


mbl.is Gefur engin endanleg svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll skjöl?

Meðan 23 skjöl eru einungis birt þingmönnum og þeim leynt fyrir almenningi geta stjórnvöld ekki haldið því fram að öll gögn vegna Icesave-málsins séu birt. Flóknara er þetta nú ekki.
mbl.is Icesave gögn birt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegt

Í stöðunni áttu skilanefndin og bankastjórinn ekki annarra kosta völ. Sú ákvörðun að krefjast lögbanns við umfjöllun eins fjölmiðils, en ekki allra, um gögn sem ekki er hægt að stöðva birtingu á, er óskiljanleg. Hún var ekki til neins annars fallin en að vekja gremju í þjóðfélaginu. Enda kom það í ljós. Um fátt hefur verið meira fjallað um helgina á fjölmiðlum, netheimum og þar sem fólk kom saman. Þetta lögbannsbrölt hefur gert lítið fyrir Kaupþing annað en að skaða ímynd þess. En það hefði verið lögfræðilega áhugavert að fá dóm um málið.
mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski

væri ráð að ráða Evu Joly líka sem ráðgjafa við forsætisráðuneytið, í almannatengslamálin? Eftir viðtal við fjölmiðlafulltrúa forsætisráðuneytisins nú í kvöld í sjónvarpsfréttum RÚV virðist ekki veita af því að þar komi fleiri að málum.
mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur

fv. forstjóri gamla Kaupþíngs sagt nokkuð annað en þetta?

Af hverju er yfirleitt verið að fá álit hans á lánveitingum gamla Kaupþings til stærstu eigenda sinna? Frá honum munu engin önnur svör koma en að allt sem bankinn, sem hann stjórnaði, gerði hafi verið fullkomlega löglegt. Ef hann myndi svara þessari spurningu með öðrum hætti væri hann um leið að viðurkenna fullkominn ásetning um ólögmætar lánveitingar til stærstu eigenda bankans.

Það er  í höndum annarra en fv. forstjóra Kaupþings að meta hugsanlegt saknæmi lánveitinga stjórnenda gamla Kaupþings vikurnar og mánuðina fyrir hrun, og yfirleitt, til stærstu eigenda og aðila tengdum þeim. Sem betur fer. 


mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegur úrskurður

Hvernig má það vera að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að RÚV, einn fjölmiðla á Íslandi, megi ekki fjalla um þær upplýsingar sem búið er að birta á www.wikileaks.org? Afleiðingar hrunsins eru að lenda með miklum þunga á almenningi í landinu. Af hverju á almenningur ekki rétt á því að vita hvernig stjórnendur banka virðast hafa hyglað eigendum þeirra með umfangsmiklum lánveitingum? Er virkilega hægt að halda því fram að ákvæði um bankaleynd eigi við um slíkar upplýsingar? Einhvern veginn sýnast þau ákvæði alls ekki eiga lengur við eftir allt það sem á undan er gengið.
mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða

hagsmuni hefur Nýja Kaupþing af því að vilja ekki umfjöllun um þessi lánamál í RÚV?
mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 392329

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband