Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Feðradagurinn
Feðradagurinn er í dag, fyrsta sunnudag í nóvember. Það var árið 2006 sem fyrst var viðurkenndur sérstakur feðradagur hér á landi. Mæðradag höfum við haft um áratugaskeið. Kannski sýnir þessi staðreynd einna gleggst bága stöðu feðra hér á landi. Í helstu nágrannalöndum hefur feðradagur verið í heiðri hafður, líkt og mæðradagur, um áratuga skeið.
Félag um foreldrajafnrétti birtir í tilefni dagsins heilsíðuauglýsingu til að minna á lakari stöðu foreldra sem börn búa ekki hjá. Hjá okkur eru það í yfirgnæfandi tilvikum feður. Í þessu efni erum við eftirbátar helstu nágrannalanda, þeirra landa sem okkur er gjarnt að miða okkur við.
Ég hef oft velt fyrir mér hvað þurfi til að fá suma foreldra til að átta sig á því að þó leiðir þeirra skilji þá mega ekki skilja leiðir barnanna og þess foreldrisins sem þau búa ekki hjá. Að óuppgerð mál milli foreldranna verða ekki leyst með því að beita beittasta vopninu, börnunum.
Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda, feðrum og mæðrum. Það er ljótur leikur að svipta barn að tilefnislausu möguleikanum á eðlilegum samskiptum við hitt foreldrið. Sú mannvonska og grimmd sem í því felst er óskiljanleg og skaðar engan meira en barnið. Barn sem lendir í slíkri skotlínu milli foreldranna hlýtur sár sem aldrei gróa.
Meðan við búum við úrelta löggjöf og bitlaus úrræði gagnvart foreldri sem beitir tilefnislausum og miskunnarlausum umgengnistálmunum mun enginn árangur nást á þessu sviði. Það er brýnt viðfangsefni löggjafans að setja hér reglur sem taka harðar, en nú er gert, á tilefnislausum umgengnistálmunum.
Ég óska öllum feðrum til hamingju með daginn um leið og ég þakka Guði fyrir þá gæfu að eiga yndislega foreldra, föður og móður, sem ég nýt enn samvista við. Það eru lífsgæði sem seint verða fullþökkuð, lífsgæði sem öll börn eiga rétt á því að njóta, meðan beggja foreldra nýtur við.
![]() |
Benda á rétt barna til feðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Góð og vel skrifuð grein.
Takk fyrir.
Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:25
Frábært!
Takk kærlega fyrir þetta.
Kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:57
Takk fyrir frábæra færslu, og að vekja á þessu athygli.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.11.2009 kl. 18:54
Fín grein. Verð að segja að fjölmiðlar eiga part af sökinni,hafa ekki áhuga á jafnréttisbrotum á karlmönnum.Ég kærði Fjölskyldu og styrktarsjóð K.Í. , B.S.R.B. og B.H.M. fyrir jafnréttisbrot hjá Kærunefnd jafnréttismála árið 2003,mál nr. 10. Fjölmiðlar (nema D.V.) höfðu ENGAN áhuga á málinu,þrátt fyrir þá mismunun að konur í fæðingarorlofi fengu 20 % að launum í viðbót við greiðslur frá Tryggingastofnun en karlmenn ekki. Þetta mál vannst um síðir,en ég treysti mér t.d. ekki til að vera þrjá mánuði í "feðraorlofi" án þessara 20 % . Fékk enga leiðréttingu frá sjóðnum,reglum var bara breytt,engin afturvirkni. Karlmenn standa því miður að mörgu leiti ver að vígi í ýmsum málum. Samt segja rannsóknir að börn sem alist upp hjá föður,standi sig betur og hafi það betra að meðaltali. Virðingarfyllst, Kári Friðriksson.
Kári Friðriksson, 9.11.2009 kl. 08:56
Það er að mínu viti réttur barna, sem skiptir meginmáli. Hvað ætli það séu margir feður, sem ekki rækja samband við börnin sín. Það er jú alltaf talað um rétt feðra til umgengni, en ekki rétt barnanna. Hafa þeir engar skyldur, eða eru skyldur feðra í umgengni oft vanræktar ? Það hefur mér sýnst
vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:03
Það eru auðvitað börnin sem skipta máli. Sorglegt þegar foreldrar nota þau sem "vopn" til að hefna sín á fyrrum maka,eins og of mörg dæmi eru um. Ættii að setja sektarákvæði sem refsuðu þeim sem sinna ekki börnum sínum,einnig þeim sem nota börn sem vopn,og koma í veg fyrir eðlilega umgengni. Börnin eiga rétt á umgengni við báða foreldra. Kári.
Kári Friðriksson, 10.11.2009 kl. 09:18
Sæl Dögg. Það er löngu orðið tímabært að taka á þessu máli og gera það að veruleika að börnin fái að umgangast báða foreldra sína. En hvernig tekur maður á því ef nýja konan föðursins setur blátt bann á að faðirinn fái að umgangast barnið sitt á sem eðlilegastan máta? Ég á 30 ára gamlan son og hann var 5 ára þegar við foreldrar hans og síðan tók við ömurleg upplifun fyrir son minn sem gat ekki fengið að umgangast föður sinn eftir að hann náði sér í nýja konu, það var má segja af völdum nýju konunnar sem þetta var svona en faðir hans gerði ekkert í málunum. Sagði alltaf að þetta hliti að lagast, en þetta er svona enn þá daginn í dag og það eru komin 25 ár síðan og 3 barnabörn. Halló! Hvað er að svona mönnum eins og föður sonar míns, sem ég bjó og var gift í 8 ár. Getur einhver hér sagt hvað hægt er að gera í svona málum, þetta hefur markað son minn verulega.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.11.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.