Leita í fréttum mbl.is

Uppgjöfin

Sjálfsagt er þetta rétt, enda talar hér einstaklingur sem horft hefur á afleiðingar kreppu í sínu heimalandi. Hann byggir ummæli sín á reynslu.

Lofað var skjaldborg um heimilin. Hvar er hún?

Stjórnvöld virðist vanta kjark og þor til að horfast í augu við umfang vandans og grípa til yfirgripsmikilla aðgerða. Endalausar nefndir eru settar á laggirnar. Allt eru þetta orð. Engar athafnir. Athafnir eru það sem okkur vantar. Enn eru þúsundir fjölskyldna að streða við að standa undir greiðslubyrði sem þær munu ráða ekki við til framtíðar. Þetta gera þær m.a. í trausti þess að stjórnvöld standi við loforð um að koma heimilum til bjargar. Á einhverjum punkti munu fjölskyldur gefast upp. Þær sjá ekki tilganginn í þessu streði. Það verða slæm tímamót. Því ef vonin um betri tíma verður tekin frá þjóðinni verður ekkert eftir. 

Það er ekki eftir neinu að bíða. Það þarf að leiðrétta höfuðstól lána heimilanna, ekki í sértækum úrræðum, heldur almennum. Þetta þarf að gera núna, ekki einhvern tímann seinna, því þá verður það kannski of seint.


mbl.is Mestu áhrif kreppunnar eru eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er lögmaðurinn utan þjónustusvæðis eða eru þetta vísvitandi skrif gegn betri vitund. Það kom skýrt fram í  fréttum í gær að unnið er að mörgum málum sem hægt er að kynna sér í öllum fjölmiðlum.

Svo veit lögmaðurinn það örugglega að það þarf lagabreytingar til að geta hafist handa við leiðréttingar höfuðstóla lána.. afskriftir og fleira það sem tilgreint var á blaðamannafundi í gær.

Sennilega eru þetta flokkshollnustuskrif til að draga úr trúverðugleika pólistískra andstæðinga ... og ber að lesa þetta með þeim gleraugum.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2009 kl. 08:49

2 identicon

Aðkoma kirkju, hvernig ætti hún að vera?
Á kirkjan að nota smáaura af þeim ~6000 milljónum sem hún tekur til sín á ári til að gefa einstaka súpuskál.

Það besta sem fólk getur gert er einmitt að segja sig úr kirkjunni, að standa utan trúarbragða, með því fara þúsundir milljóna í ríkiskassann, þessar milljónir allar saman á að eyrnamerkja í heilbrigðiskerfi, félagsmál og stuðning við þá sem eru verst settir.

Boltinn er hjá ykkur... þúsundir milljóna í kirkjur og kufla eða til fólksins..
Biskup situr í sínum hallelújaturni með milljón á mánuði, prestar margir með næstum sömu laun.. við höfum verið að sóa hundruðum milljóna í að lagfæra himnadildóa þeirra á meðan fólk sveltur, biskup mætir upp í dildóinn og brosir út að eyrum, sér bara krossinn sinn og húsið hans gudda... ekki fólkið sem þjáist

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 08:50

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Stjórnvöld virðist vanta kjark og þor til að horfast í augu við umfang vandans og grípa til yfirgripsmikilla aðgerða."

Kannski ættu stjórnvöld að kalla Geir H. Haarde að stjórnarborðinu til að bæta úr þessu!

Björn Birgisson, 16.9.2009 kl. 09:52

4 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Jón Ingi......er það ekki það sem þú ert einmitt að gera? Flokkshollnustuskrif virðast vera dálítið þín sérgrein ;-)

Dögg þú hittir naglann á höfuðið......en því miður þá eru allt of margir blindir sauðir í ríkisstjórn íslands sem sjá ekki sannleikann út úr fílabeinsturni sínum. Á meðan hrynur bakbein þessarar þjóðar sem er millistéttin.

Jón Svan Sigurðsson, 16.9.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir stunda, það sem Samfylkingin kallar, umræðustjórnmál, þegar kemur að alvöru vandamálum og það er það eina sem stjórnin og stjórnarflokkanir kunna, þess vegna gerist ekkert og vandi heimilanna dýpkar dag frá degi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2009 kl. 14:27

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jú jú vissulega mun fólk gefast upp á komandi vetri,Stjórnvöld verða að vakna og gera sér grein fyrir stöðunni.

Það er enginn grundvöllur lengur fyrir að yfirhöfuð mæta til vinnu(hafi manneskja þá vinnu),það verður ekki langt í að fólk leggur ekki lengur á sig 60 stunda vinnuviku og eiga samt ávallt minna og minna í eignum sínum?

Hverskonar samfélag manna getur boðið þegnum sínum slíkan kost,það mun vera sama hversu miklu þú mokar í botnlausu hýtuna þú eignast samt aldrei neitt.Ég sé mest eftir að hafa hreinlega Dögg ekki hætt að borga strax við hrunið,það verður að taka á þessum vanda strax og hreinlega afnema verðtrygginguna og þá verður kannski von að einhver sjái tilgang í að koma sér þaki yfir höfuð fjölskyldu sinnar.

Og ég hlusta ekkert á að verja lífeyrissjóðina og því megi ekki taka stökkið of geyst,lífeyrissjóðirnir eru við fólkið sem blæðum út.Ég hefi engann áhuga fyrir að stofna einhverja sjóði sem lífeyrissjóðir landsmanna eiga að fjármagna til að dæla peningum í vonlaus verk ríkisstjórnarinnar og búa þar með til nokkur störf sem auðvitað verða úthlutuð einhverjum flokkstengdum bullukollum fullum af skít.

Maður á bara ekki til orð lengur yfir vanhæfni okkar til að gera hreint fyrir okkar dyrum svo endurreisnin geti loks hafist,og fólk fari að vinna fyrir fólk. Skoðum bara hvar við stöndum og hver staða okkar og ef slíkt er gert má sjá að allt sem við dásömuðum hér hversu gott væri og betra en annarsstaðar er gjörsamlega að ösku orðið.Menntakerfi velferðin og allt þetta dót fékk falleinkun á nokkrum dögum,og allt þetta lærða fólk okkar og fræðingar hafa ekki hundsvit á nokkrum sköpuðum hlut nema eigin rassi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.9.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband