Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn sem sefur

Auðvitað eru það ekki gott úrræði að hætta að borga af íbúðalánum. Það gerir enginn nema sá sem kominn er í mikla greiðsluerfiðleika, sá sem sér ekki framúr greiðslubyrðinni, sá sem sér ekkert ljós framundan í þeim fjárhagsvanda sem hann hefur ratað í af ástæðum sem hann hafði enga stjórn á, ástæður sem margir hafa jafnað við náttúruhamfarir. 

Aðgerðir sem Hagsmunasamtök heimilanna boða eru tilraun til að vekja ríkisstjórnina af þeim Þyrnirósarsvefni sem hún virðist slegin. Ríkisstjórnin virðist ekki skilja að sértækar ráðstafanir til aðstoðar vegna greiðsluvandans duga ekki. Vandinn er miklu víðtækari. Það þarf almennar aðgerðir líka.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sífellt háværari kröfu um almennar aðgerðir eru þau sömu. Við höfum ekki efni á þessu klingir í eyru landsmanna frá ríkisstjórnin. En ríkisstjórnin, þó ekki væri það þessi sem tók þá ákvörðun, hafði efni á að bjarga öllum bankabókarinnistæðum landsmanna í hruninu. Þá fundust fjármunir. Það verður með sama hætti að finna fjármuni fyrir þeim almennu aðgerðum sem nauðsynlegar eru. Við höfum ekki efni á því sem gerist ef til engra almennra aðgerða verður gripið.

Það sem þá gerist er fyrirsjáanlegt. Mjög stór hópur fólks, sem hefur menntun og möguleika, mun einfaldlega standa upp, pakka sér og sínum saman og fara af landi brott. Útum allt þjóðfélag eru fjölskyldur þegar farnar að ræða þennan möguleika af meiri alvöru en nokkru sinni fyrr. Það sem einnig mun gerast er að þeir sem ekki geta, eða sem þrátt fyrir allt ekki vilja, fara af landi brott,  munu einfaldlega afhenda bankastofnunum og Íbúðalánasjóði lyklana af fasteignum sínum og lýsa sig gjaldþrota.

Í þeirri stöðu sem mjög stór hópur fjölskyldna er í dag þá leiðir ískalt stöðumat til þess að gjaldþrot er ekki versti kosturinn. Gjaldþrot gefur fólki möguleika á því að byrja upp á nýtt. Sú leið sem enn er verið að bjóða býður upp á að síðasta greiðslan af húsnæðisláninu verði kannski innt af hendi  kringum níræðisafmælið, sé skuldarinn kringum þrítugt.

Hvenær ætlar ríkisstjórn að skilja að þetta eru kostirnir sem almenningur í landinu, þ.e. sá almenningur sem skuldar verðbólgin og gengishrunin íbúðalán, telur sig standa frammi fyrir?


mbl.is Saka ráðherra um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er gott og blessað að minnka greiðsubyrði hvers mánaðar, en eins og þú bendir á, lengist lánstíminn út ævina og fólk verður væntanlega í einskonar skuldafangelsi það sem eftir er. Það þarf að hugsa fyrir því einnig hvað gert verður ef viðkomandi hyggst flytja milli hverfa eða landshluta og þarf að selja eignina.

Vafalaust er skásta leiðin fyrir marga að fara í gjalþrot strax ogbyrja upp á nýtt. Það er tæpast hægt að refsa fólki fyrir gjaldþrot sem það ber nánast enga ábyrgð á.

En verði niðurfellingarleið valin þarf væntanlega að tryggja að sú upphæð sem felld er niður verði ekki reiknuð viðkomandi til tekna til tekjuskatts. Það gæti orðið dálagleg upphæð sem rynni í ríkissjóð með því móti.

Nokkuð ljóst að þetta er alls ekki enfalt mál.

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband