Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir hjásetan?

Ég var ánægð með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd tóku höndum saman við aðra fulltrúa í nefndinni sem vildu setja fyrirvara við ríkisábyrgðina á Icesave og unnu kappsamlega að ná þeim fyrirvörum brautargengi. Af fréttum má ráða að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, ásamt öðrum, hafi sett mikilvægt mark sitt á breytingartillögur fjárlaganefndar varðandi fyrirvaranna. Enda sé ég ekki betur en að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt breytingartillögur fjárlaganefndar.

Hvað þýðir hjáseta þingmanna Sjálfstæðisflokksins? Ég skil ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær svo að ábyrgðin á málinu í heild sé hjá ríkisstjórninni og þess vegna sitji þingmenn flokksins hjá. Við vinnu málsins hafi þingmenn flokksins hins vegar talið sér skylt að gera ómögulegt mál þannig að a.m.k. væri hægt að lifa við það. Þetta eru ekki frambærileg rök. Það er ankannalegt að vinna ötullega að því að breyta frumvarpi en sitja svo hjá við lokaafgreiðslu þess.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já, þetta er svolítið eins og að vera í kaupavinnu, en vilja svo ekki taka þátt í töðugjöldunum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.8.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þessi framkoma minnir einna helst á framhjáhald - gefa til kynna að maður ætli að skilja til að fá fram vilja sínum (alla fyrirvarana) - en segjast svo ætla heim aftur. Flokkurinn setur eigin hagsmuni ofar öllu - hann er að hugsa til langrar framtíðar og fórnar hverju sem er í þeim tilgangi að klofna ekki til að komast til valda aftur sem fyrst.

Halldóra Halldórsdóttir, 30.8.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband