Leita í fréttum mbl.is

Andsvör o.fl.

Ég horfði á þessi myndskeið sem mikið er rætt um. Þingmaðurinn sem um ræðir hefur beðið afsökunar á ákveðnu vanmati sínu. Það er virðingarvert. Ég velti fyrir mér framgöngu þingmannanna sem töldu sig knúna til að fara í andsvör við þennan þingmann. Gerðu þessir þingmenn sér ekki grein fyrir ástandinu eða voru þeir að velta þingmanninum upp úr því? Hafi þingmennirnir gert sér grein fyrir ástandi samstarfsmanns síns og í raun notfært sér það með því að draga hann í andsvör þá finnst mér sú framganga fjarri því að hafa verið drengileg. 
mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dögg

'Eg vil að það komi hér fram að ég hef beðið Sigmund Erni afsökunar á andsvörum mínum umrætt fimmtudagskvöl og þá sérstaklega seinna andsvari sem var dónalegt af minni háflu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæl Ragnheiður. Gott hjá þér og takk fyrir að láta mig og aðra lesendur bloggsins vita. Þú ert maður að meiri. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 27.8.2009 kl. 19:28

3 identicon

Er það venja að þingmenn séu drengilegir í framgöngu? Ég er eldri en tvævetur og veit ekki til þess.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér má lesa ananrs konar sjónarmið á framgöngu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í þessu máli og meðvirkni þingsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ef orð mín eru skilin á þann veg að ég sé með einhverjum hætti að réttlæta framgöngu þess þingmanns sem var undir áhrifum þá er það misskilningur. Ég er ekki heldur að hvetja til þess að hilma yfir með áfengisneyslu. En sparkar maður í liggjandi mann í beinni útsendingu? Hefðu ekki allir í sporum hins drukkna þingmanns viljað eiga starfsfélaga sem hefðu haft vit fyrir viðkomandi í stað þess að gera allt sem hægt var til að draga fram ástandið?

Dögg Pálsdóttir, 28.8.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband