Mánudagur, 17. ágúst 2009
Þjóðir, fjölskyldur
Með Icesave fyrirvörunum mun Alþingi tilkynna umheiminum, en fyrst og fremst kröfuhöfunum Bretum og Hollendingum, að til greiðslu af Icesave skuldbindingunni (lánunum) komi ekki nema tilteknar efnahagslegar forsendur gangi eftir.
Nú er það svo að fjöldi fjölskyldna í landinu er í ýmsu tilliti í sambærilegri stöðu og íslenska ríkið í þessu sambandi. Á þeim hvíla skuldbindingar sem ekki er öruggt að þær standi undir. Skuldabyrðin hefur aukist verulega hjá fjölskyldum. Gengislán hvers höfuðstóll var í íslenskum krónum kannski 12 milljónir króna þegar það var tekið til húsnæðiskaupa fyrir nokkrum misserum er nú kannski 26 milljónir króna af ástæðum sem fjölskyldan með engum hætti ber ábyrgð á. Verðtryggt lán, hvers höfuðstóll var kannski 22 m.kr. þegar það var tekið til húsnæðiskaupa fyrir nokkrum misserum er nú kannski 29 m.kr. vegna verðbólgu sem fjölskyldan ber enga ábyrgð á að rauk upp. Höfuðstóll, beinharðir peningar sem fjölskyldan átti og setti í húsnæðiskaup sín fyrir nokkrum misserum er löngu brunnin upp, vegna samspils verðbólgu og gengishruns.
Ef fjölskyldur í landinu, í þeirri stöðu sem að framan er rakin, myndu nú taka sig til og setja efnahagslega fyrirvara við greiðslu sína á skuldbindingum sem á þeim hvíla. Hvernig ætli íslenskar lánastofnanir muni bregðast við slíkum fyrirvörum?
Ríkisstjórnin lofaði því að um fjölskyldurnar í landinu yrði reist skjaldborg til að þær gætu staðið undir afleiðingum þeirra áfalla sem gengishrun og óðaverðbólga leiddi af sér. Ég veit ekki um neinn sem hefur fundið fyrir þeirri skjaldborg, enda öll orka ríkisstjórnarinnar farið í mál eins og aðildarviðræður að EB og Icesave. Nú eru þau mál að baki. Þá hlýtur að vera komið að heimilunum í landinu og aðgerðum þeim til bjargar. Í ljósi þess tillits sem ríkisstjórnin og við ætlumst til að erlendir kröfuhafar sýni okkur vegna Icesave er ekki tímabært að ríkisstjórnin og lánastofnanir fari að skoða stöðu íslenskra fjölskyldna útfrá sambærilegum forsendum og við höfum skoðað Icesave málið? Og setji einhverja efnahagslega varnagla fjölskyldum til hagsbóta?
Fleiri fari að dæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Heil og sæl Dögg,það færi betur ef Jóhanna og Steingrímur sæju fólkið í landinu en því miður sjá þau bara hvort annað því fólkið í landinu eru bara þau en ekki við hin,Við hin vorum fólkið í landinu þegar búsáhaldabyltingin var sem kölluð var, Nú erum við bara rumpulýður sem skiljum ekki neitt og getum borgað firir heimsbigðina og sett þau í dýrlingatölu, því miður gera þau ekki neitt nema láta arðræna þjóðina.
Jón Sveinsson, 17.8.2009 kl. 08:49
Góður pistill hjá þér eins og venjulega.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 17.8.2009 kl. 10:11
Takk fyrir að koma þessari réttlætishugsun á framfæri!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:18
Árið 2001 gátu hjón með samanlagðar tekjur upp á 400.000 kr fengið að kaupa íbúð að hámarki 9 miljónir kr en svo árið 2007 gat sama fólkið keypt fyrir 20 miljónir króna og svo árið 2008 fyrir 25 miljónir en tekjurnar voru þá um 600.000 kr samanlagt hjá þeim hjónum. Árið 2003 var hér 7% verðbólga og ef þú framreyknaðir 20 miljóna kr lán til 40 ára var útkoman 600 miljónir miðað við vegsti og verðbætur og bankarnir bröskuðu svo með þessar 600 miljónir sem hver íbúð gaf. Ef fólk hefði skoðað greyðslubyrðina eftir 5 ár þá hefði það séð að þetta dæmi gengi ekki upp nema að tekjur hækkuðu all verulega á tímabilinu. Fólk skoðaði bara fyrstu 2 til 3 mánuðina. Þónustufulltrúarnir í bönkunum bera einnig mikla ábyrgð á þessu þar sem greyðslumat var langt undir getu fólks að standa undir ef verðbólga færi mikið upp eða gengið færi að falla. Þú sem lögmaður Dögg veist það að hver og einn eistakiligur á að vita hvað hann gerir og hann ber fulla ábyrgð á gjörðum sýnum. Eg gæti bætt heilmiklu við þessa grein en hef bara ekki tíma.
Jón V Viðarsson, 18.8.2009 kl. 00:09
Eg ber fulla ábyrgð á gjörðum mínum Jón Viðar, en ekki á því að krónan reyndist ónýt!...en hvað með þig?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.8.2009 kl. 00:31
Þjóðin á 50% sök á því að krónan sé ónýt og útrásavíkigarnir hin 50% munurinn á víkungunum og þjóðinni var sá að vikingarnir vissu hvað þeir voru að gera því þeir fóru með gjaldeyrinn úr landinu sem þeir komust yfir fyrir hrun, en þjóðin og hið opinbera eyddu sínum part af gjaldeyrnum í óarfbæra hluti og framkvæmdir að mestu leyti. Krónan varð ónýt vegna þess að við klæddum okkur ekki stakk eftir vegsti og þessa stefnu kusum við yfir okkur og þessi lína var kosin aftur og aftur síðustu tvo áratugina eða svo. Minn þáttur í þessu er sá að ég keypti dýrasta farsímann sem var á markaðnum og í dag skammst ég mín mikið fyrir það óðarfa bruðl á gjaldeyrnum sem svo skaðaði krónuna þó ekki mikið margt smátt gerir eitt stórt.
Jón V Viðarsson, 18.8.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.