Leita í fréttum mbl.is

Óskiljanlegur úrskurður

Hvernig má það vera að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að RÚV, einn fjölmiðla á Íslandi, megi ekki fjalla um þær upplýsingar sem búið er að birta á www.wikileaks.org? Afleiðingar hrunsins eru að lenda með miklum þunga á almenningi í landinu. Af hverju á almenningur ekki rétt á því að vita hvernig stjórnendur banka virðast hafa hyglað eigendum þeirra með umfangsmiklum lánveitingum? Er virkilega hægt að halda því fram að ákvæði um bankaleynd eigi við um slíkar upplýsingar? Einhvern veginn sýnast þau ákvæði alls ekki eiga lengur við eftir allt það sem á undan er gengið.
mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er það ekki kennt í lögfræðinni að lögin eru fyrir hina fáu en ekki smáu? Þannig lítur það alla vega út fyrir almúganum sem vitum að Jón og séra Jón eru ekki jafnir gagnvart lögunum......

Ómar Bjarki Smárason, 2.8.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst líka skondið að Kaupþingsmenn skuli telja Íslenskan almenning "óviðkomandi". Atburðir liðinna mánaða sýna að  þegar til kastanna kemur þá erum við öll meira og minna hvert öðru viðkomandi.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Dante

Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér líka.

Af hverju náði ekki lögbannið yfir alla fjölmiðla?

Getur það haft eitthvað með samkeppni að gera á sjónvarpsmarkaði?

Skaðinn var skeður og því þá ekki að reyna græða þá eitthvað smá með því að útiloka annan fjölmiðilinn í umfjöllun á efninu og fá mögulega aukið áhorf á hinn sem lögbannið náði ekki til?

Bara vangaveltur sem eru kannski alveg jafn vitlausar og þetta lögbann.

Dante, 2.8.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband