Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað annað?

Frestunin á Icesave og margvíslegar vísbendingar um að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir ríkisábyrgð á Icesave virðist AGS ekki þóknanleg. Ef AGS afgreiðir ekki okkar mál á mánudaginn nk. bendir allt til þess að AGS sé í raun rukkari fyrir Breta og Hollendinga vegna Icesave. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem AGS er beitt gegn okkur í þágu þessara landa. Það hefur gerst fyrr í þessum ferli.
mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta Icesave mál breytist dag frá degi og maður veit aldrei hvar þetta mál endar. Ég hef nú alltaf sagt að ef við sendum aðra samninganefnd út þá sé það fráleitt að við verðum gerð að einhverju Kúbu norðursins, ég til dæmis alveg stórlega efast um að allar okkar eignir erlendis verði gerðar upptækar eða fjármagnsflutningar verði heftir hingað til lands eins og í haust af Bretum. En það er samt nokkuð ljóst að lánamarkaðir verði að mestu eða algerlega lokaðir fyrir okkur, þangað til að þetta Icesave mál er frá og einhverjir mánuðir eða jafnvel ár eru liðin. Það er þó hugsanlegt að ESB og Evrópski seðlabankinn rétti okkur hjálparhönd að loknum þessum Icesave samningum með lán og að styrkja geng krónunnar eins og Viðskiptaráðherra ætlar að sækjast eftir. Það væri allavega mjög gott signal út á lánamarkaði ef að þeir séu farnir að veðja á að við náum okkur upp úr þessu.

En ég tel að ástæðan fyrir því að AGS og Norðurlandaþjóðirnar vilja ekki afgreiða þetta áður en Icesave fari í gegn, sé sú að þeir trúi virkilega að þeir fái ekki lánin greidd til baka, og það eru nokkuð gild rök fyrir því.

Þeir haldi sumsé að ef Icesave verði ekki samþykkt þá muni ekki lánamarkaðir opnast fyrir Ísland, eins og þeir eru núna allir harðlæstir og lokaðir fyrir okkur, engum banka dettur í hug að lána hingað til lands eins og málin standa, og nú síðast eru meira segja þróunar og fjárfestingabankar hættir að lána okkur. Sumsé, það er ekki hægt að fá neitt fjármagn, sem er gríðarlegt vandamál. Ef það heldur áfram eitthvað mikið lengur þá fer hérna allt á hausinn. Nánast öll fyrirtæki í landinu, mörg heimili, sveitarfélög, útgerðarfyrirtæki, landsvirkjun, orkuveitan, öll skuldug upp fyrir haus í erlendri mynt. Ef það verður ekki hægt að endurfjármagna þessi lán með nýju erlendu fjármagni þá er svo augljóst hvað gerist, allt þetta klabb hrynur.

Afgangur af vöruskiptajöfnuði við útlönd eru smápeningar miðað við þessa endurfjármögnunarþörf. Svo einhverstaðar þurfa lánin að koma frá. Jafnvel þó Íslenska ríkið fái lánin frá AGS og Norðurlandaþjóðunum, þá þykir mér mjög ólíklegt að þau dugi ein og sér til að hlaupa undir bagga með allri þessari endurfjármögnun hjá öllum þessum aðilum. Enda yrði þá varla eitthvað fjármagn eftir, ekki einu sinni í gjaldeyrisvaraforðanum, og án almennilegs gjaldeyrisvaraforða í þessu ástandi þá er allt tal um afnám gjaldeyrishafta bara draumórar og vitleysa. Síðan ef þessi lán ríkisins til endurfjármögnunar duga ekki þessum fyrirtækjum og heimilum og aðgerðin misheppnast, fyrirtæki og heimili fara á hausinn, krónan tekur aðra botnlausa dýfu, þá tapast þessir peningar og sitjum uppi með þessi lán, nú með miklu hærri höfuðstóls(vegna lægra gengis) en engan peining til að greiða til baka.

Vandamálið er að það er búið að ljúga að þjóðinni að við munum ekkert nota þessi lán AGS og norðurlöndunum. Við ætlum sumsé bara að taka lán til upp á margfalda þjóðaframleiðslu(er ekki talan nú 300% af Þjóðarframleiðslu) og láta þau standa á reikningum í útlöndum til þess eins að greiða marga tugi milljarða í vexti á ári.

Það er ekki að ástæðulausu að Steingrímur, sem annars myndi aldrei tala fyrir þessum Icesave samningum, mætir náfölur í myndavélarnar og segir að það verði að samþykkja Icesave. Að opna fjármagnsmarkaði svo fyrirtækin, landsvirkjun, sveitarfélögin og fleiri geti sjálf náð sér í fjármagn er mikilvægara en nokkurn tímann að fá þessi lán frá AGS og Norðurlöndunum. Því ef til dæmis fyrirtæki nær í fjármagn erlendis frá, efnahagurinn versnar svo hér og króna veikist, og fyrirtækið getur síðan ekki staðið í skilum, ókei, þá fer fyrirtækið á hausinn, mjög slæmt fyrir það og fyrir erlendu lánadrottnana sem lánuðu fyrirtækinu. En ef sama fyrirtæki þarf að sækja endurfjármögnuna til Seðlabanka eða Ríkis, sama gerist og fyrirtækið fer á hausinn, ókei slæmt fyrir fyrirtækið, en líka slæmt fyrir Ríkið og þjóðina sem situr þá eftir með tapið, bæði að missa fyrirtækið og peninginn sem fór í að reyna bjarga því. 

Ég man ekki hver endurfjármögninarþörfin er núna hjá þessum "opinberu" aðilum, sumsé sveitarfélögum, Landsvirkjun, Orkuveitu og svo framvegis. Mig minnir að Yngvi hagfræðingur, hvað heitir hann aftur, sem kemur alltaf á Hrafnaþing, hafi verið að tala um einhverja 1200 milljarða. Þori ekki að fara með það, allavega er vöruskiptajöfnuðurinn smápeningar miðað við það, plús það að það virðist allur þessu afgangur af gjaldeyri sem kemur af vöruskiptajöfnuði hvort sem er varla hafa undan að greiða alla vextina okkar núna. Hvernig ætla menn þá að styrkja gengið eiginlega, sé það ekki fyrir mér, hvað þá þegar menn fara að greiða AGS lánin til baka eftir einhver 3 ár, með vöxtum og án gjaldeyrishafta. 

Maður veit ekki hvar þetta endar en þetta er ljótt, svo mikið er víst.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.7.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rukkarar eða handrukkarar.  Hagsmunir Evrópuþjóðanna liggja í því að gera stöðu Íslands sem versta sbr. yfirlýsingar evrópumálaráðherra Spánar Diegola  Lopez Garrido segir í viðtali við spænska stórblaðið El Pais í gær.

Spánverjar ætla sér verulegan hlut í núverandi íslenskum fiskimiðum þegar landið gengur í EB.  

Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 06:23

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já já, þeir skulu bara reyna það.

Í fyrsta lagi þá erum við með einn hátæknivæddasta fiskiskipaflota í heiminum og einhver samþjappaðasta útgerðabransann. Þetta batterí okkar mun valta yfir alla samkeppni á flökkustofnunum. Fiskveiðar hafa aldrei spilað stórt hlutverk í efnahagi Evrópuríkja. Þeir sem hafa til dæmis farið til Suður Evrópu, þá er þetta bara voðalega rómantískt allt saman, yfirgnæfandi meirihluti eru gamlir trillukarlar sem gera út eina kænu og prísa sig sæla með það að hafa í sig og á. Þessum mönnum myndi allra síst detta það í hug að sigla í gegnum Miðjarðarhaf og lengst upp í Atlantshaf til að keppa við Íslenskar stórútgerðir um kvóta á flökkustofnum. Þetta er langt frá því að vera einhverskonar arðbær iðnaður eins og hér á landi og alveg með ólíkindum að stórútgerðamenn hér á landi pissi í brækurnar við þá tilhugsun að hefja samkeppni við þessa hobbý sjómenn. Eini flotinn sem ég hef heyrt að hafa fiskiiðnað eitthvað nálægt því jafn þróaðan og við, eru Spánverjar, og þeir eru nú aldeilis sagðir hafa nýtt sín tækifæri grimmt. Væntanlega þá á kostnað þessara smábáta í samkeppni á flökkustofnum. Það eina sem ég vona er að íslensku útgerðirnar leggja ekki þessa atvinnugrein í rúst fyrir suður evrópuríkjum, því ef einhver floti sé að fara á ferðalag um höfin í Evrópu eftir okkar inngöngu, þá eru það við. 

Jón Gunnar Bjarkan, 29.7.2009 kl. 06:38

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gleymum síðan ekki tollaniðurfellingunum á fullunnum fiskiafurðum héðan til ESB. 20-30% tollar. Hversu mörg störf mun það skapa. Nú er langmest af þessum fisk veitt og fluttur óunninn út þar sem störfin eru sköpuð á meginlandi evrópu við að vinna hann.

Jón Gunnar Bjarkan, 29.7.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband