Leita í fréttum mbl.is

Er

ég ein um að eiga fullt í fangi með að skilja hvað er í raun verið að segja með þessari frétt? Er fjármálaráðherra að boða að jafnvel í náinni framtíð verði tilkynnt að innistæður í bönkum verði frá og með þeim tíma eingöngu tryggðar upp að marki sem tryggingasjóðurinn tryggir þær?

Af fréttinni verður ekki annað ráðið en að slík ákvörðun kunni að vera í farvatninu. Hlutverk stjórnvalda þessa dagana hlýtur að vera að draga úr óvissu, óróa og óöryggi. Yfirlýsingar af þessu tagi gera hið gagnstæða og eru því afleitt innlegg í alla umræðu. 


mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi tjáir fjármálaráðherra sig um þessa frétt Morgunblaðsins án tafar.

Fjölmiðlar okkar hljóta að krefja hann nánari skýringar, og það á "mannamáli", án tafar.

Það er annars furðulegt hvað lítið hefur verið rætt um öryggi  inneignareikninga hjá íslensku bönkunum. Mig grunar að það sé minna en við höfum haldið.

Getum við treyst því að inneignir okkar séu tryggar fram yfir skyldur tryggingarsjóðsins?

Tveimur vikum eftir að neyðarlögin voru samþykkt, spurði ég þjónustufulltrúa hjá Landsbankanum (Nýja Landsbankanum) hve trygg inneign mín  (upprunalega hjá Gamla Landsbankanum) væri. Það stóð ekki á svarinu: "Lögum samkvæmt eru inneignir tryggðar upp að  20.887,00 EVRUM en þeir segja að þær séu tryggðar að fullu.".Með "þeir" meinti hún þáverandi yfirvöld.

Kannski kemur þessi evru upphæð kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er upphæðin á ábyrgðinni  sem Icesave reikningarnir nutu.

Icesave reikningshafar í Hollandi og Bretlandi fengu aðstoð sinna stjórnvalda til að fá innistæður sínar  hjá íslensku bönkunum greiddar að fullu. Ég er ekki viss um að við Íslendingar getum treyst okkar stjórnvöldum til að gæta okkar hagsmuna jafn vel ef á reynir.

Agla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ummæli Steingríms joð stungu mig einnig. Það er ekki hægt að álykta annað af orðum hans en svo geti farið að innstæður verði ekki að fullu tryggðar. Það eru svona yfirlýsingar m.a. sem leiða til áhlaups sparifjáreigenda á banka. Betra að geyma seðlana undir koddanum en í ótryggri bankahvelfingu.


Ágúst Ásgeirsson, 23.7.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nú fer þetta að verða eins og á verðbólgutímunum fyrir verðtryggingu. Maður veltir fyrir sér hvort ekki borgi sig að taka út úr banka og bara nota peninga til að gera við hús, eða kaupa eitthvað.

Gæti orðið ,, run" á bankana. Hverskonar yfirlýsingar eru þetta og hvaða óvitaskapur er þetta að láta svona út úr sér?

Hólmfríður Pétursdóttir, 24.7.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband