Leita í fréttum mbl.is

Er meirihlutastjórn í landinu?

Þessa daganna virðist klofningur innan ríkisstjórnarflokkanna í mikilvægum málum kristallast enn betur en áður.

Það lá fyrir að þingmenn VG ganga óbundnir í afstöðu til EB-málsins. Forsætisráðherra hefur margsinnis veigrað sér við að svara því hvað hennar flokkur geri ef EB ályktunin verður ekki samþykkt, eða samþykkt í mynd sem hennar flokkur á bágt með að sætta sig við.

Það liggur fyrir að þingmenn VG og jafnvel ráðherrar þess flokks hafa miklar efasemdir um hvort samþykkja eigi ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins. Því fleiri gögn sem birt eru þeim mun erfiðara er að átta sig á því máli. Síðasta lögfræðiálitið sem birtist, að því er virðist stílað á utanríkisráðherra en hann kannast ekki við, bendir til að ríkisábyrgðin sé ekki eins sjálfsögð og sumir halda fram.

Er ekki tími kominn á það að allir flokkarnir sem fulltrúa eiga á Alþingi taki höndum saman í þjóðstjórn og fari í sameiningu að vinna okkur útúr þeim vanda sem við blasir?


mbl.is Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Hvað fær þýðandi í laun?

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara, úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu  eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innlánaranna í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ríkisstjórnin hefur 8 atkvæði í þinginu, en nýtur stuðnings meirihluta þingsins til sinna starfa. Það þýðir þó ekki að ríkisstjórnin geti tekið ákvarðanir fyrir þingið. Það þýðir að ríkisstjórnin situr svo lengi sem þinginu sýnist svo.

Héðinn Björnsson, 9.7.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

séð um stofnun eða séð um að stofna. Aðstæðurnar þar eð .... ekki.

Condition

Tilskipun höndlar ríki sem eru að skipta yfir í  einkakerfi. Ríki borgar ekki fyrir þá banka sem búið er að stofna kerfi fyrir.

Íslenska hefðbunda þýðingin eða bullið ber ekki virðinu fyrir samtengingum eða setningaskipan. Setur lögbær í stað lögmætur.

Er einhver lögfræðingur sem skilur hvað ég er að fara?

Úr því að merkir hliðstætt fyrst

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband