Leita í fréttum mbl.is

Ekkert óvænt í þessu

Það er ekki við öðru að búast en að fylgi við ríkisstjórnarflokkana dvíni og það hratt. Ekkert af því sem ríkisstjórnin er að gera er mjög til vinsælda fallið.

Fróðlegt verður að sjá hvort Samfylkingin missi kjarkinn aftur því það gerði hún svo sannarlega í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum eftir hrunið þegar fylgið fór að reitast af henni í skoðanakönnunum.

Þegar upp kom sú staða að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar naut ekki lengur fylgis meirihluta kjósenda í skoðanakönnunum töldu VG algerlega ljóst að boða yrði til kosninga. Hvað ætli að Samfylking og VG telji rétt að gera nú þegar stjórnin sem þeir telja að kjósendur hafi beðið um í kosningunum virðist ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þeirra? 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Er ekkert að við þessa samlíkingu hjá þér Dögg. Eins og t.d. að þeir sem sökina eiga á þessum hörmungum og nauðgun þjóðfélagsins sem yfir stendur voru þá framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn og eru núna... framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn.

Það hefur ekkert breyst nema það, og að VG og SF eru ekki að ná að hrista af sér þá bölvun sem F&S lögðu á land og þjóð. Það er ekki í mannlegu valdi.

Hinsvegar er eini möguleikinn sem þingið á fólgin í sjálfstæði þingmanna VG sem vel geta orsakað það að Icesavesamningurinn t.d. verði  ekki samþykktur. Það er nákvæmlega ENGINN MÖGULEIKI á því að "sjálfstæðis"menn væru nokkurntíman svo "sjálfstæðir". Þvert á móti eru þeir/þið höfðingjasleikjur upp til hópa, með stöku undantekningum.

Ég man t.d. eftir  einhverri í framboði síðast sem setti sig upp á móti flokknum í kosningunum í hugrekkiskasti ;) og lenti fyrir vikið... hvar var það... neðst í kjörinu? Hvað ef þessi fíni frambjóðandi hefði nú verið sellout? Væri hann þá núna á þingi að varpa sökinni þar sem hún á ekki heima?

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.7.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Billi bilaði

Komdu sæl. 

Eftirfarandi setning:

"Fróðlegt verður að sjá hvort Samfylkingin missi kjarkinn aftur því það gerði hún svo sannarlega í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum eftir hrunið þegar fylgið fór að reitast af henni í skoðanakönnunum. "

segir mér að þú teljir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt erindi í stjórn Íslands áfram á þessu ári.

Ég get ekki séð nokkurn vott um það að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að taka til vegna þeirra spillingarmála sem skekja hann að utan (og vonandi að innan líka).

"Allt upp á borðið" virðist hafa þýtt að allt skyldi falið fyrir augum stjórnvalda með því að fela utanaðkomandi aðilum að sitja á málum (eins og skilanefndir o.fl.), þannig að flokkarnir (allir gömlu, í reynd) gætu haldið uppi "sé ekkert illt, heyri ekkert illt, tala ekkert illt" stefnunni sinni áfram.

Annars vona ég að þessi stjórn springi og efnt verði til nýrra kosninga þar sem Borgarahreyfingin lendi í oddaaðstöðu. Ég sé ekki að aðrir hafi burði til að koma sér undan ægivaldi hins gjörspillta flokkakerfis sem þrífst hjá okkur.

Billi bilaði, 2.7.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfstæðismenn eru svo settlegir, enn sem komið er, að þeir eru ekki líklegir til að mæta með búsáhöld og hrekja stjórnina frá völdum. Auk þess vita þeir upp á sig skömmina fyrir að hafa komið landinu á hausinn.

Þetta þýðir að stjórnin hefur ekki það aðhald sem hún þyrfti.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 07:05

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Óbein aðild að EU og Senghen, fól í gervieinkavæðingu [skuldir færðar af ríkissjóðum fyrir á ...] að hætti Evrópu, efnahags eða fjármálakerfið þurfti að vera í líkingu við þau þróuðu innan EU. Fámennið  og veikur heimarkaður gleymdist en öll "organs " voru stofnsett formsins vegna óháð kostnaði. Nauðsynlegur undanfari formlegrar aðildar. Vinirnir Seðlabankakerfi EU voru viljugir að fjármagna þjóðfélagsbreytingarnar til EU new-sósíalisma. Ágirnd óx og óprúttnir glæpamenn nýttu sér sambönd  til að hagnast á öllu saman.

Nú yfirgefa líkamlega hraustustu og greindustu einstaklingar eyjuna, eftir sitja hinir eldri, menntamennirnir [fræðingarnir]  og afæturnar.

Einmitt sá hluti sem vill borga refssektina fyrir efnahagshryðjuverkaárásina inná Breska fjármála markaðinn. Þeir lofuðu um 6 milljón punda hærri ávöxtun á 30 árum en heimamarkaðurinn á 10 milljón punda innlegg.   Heildar innlegg LB á Breska markaðnum eftir nokkra mánuði [ág 2008]voru kominn í 1000 milljarða en eftir 100 ár á Íslandi voru þau 7 milljarðar. 

Það er verðhjöðnun í EU og vaxandi kreppa. þrautavarasjóðir  millistétta EU er ríkiskuldabréf, gull og eðalmálmar. Ekki áhættu lífeyrissjóðir [ágirndar og spillingar] að hætti eyjaskeggja.

Sendiráð alþjóðsamfélagsins vinna vinnuna sína hér landi. Það sem þau skilgreina sem lögbrot heima hjá  sér er jafn mikill glæpur þótt þyki löglegt að sumra hæstráðenda mati á Íslandi.

Erum við ekki hreykin af Íslenskum ríkisborgararétti?

Lánafíklar hafa enga samúð í EU. Lán fyrir utan húsnæðislán eru hverfandi. Breytilegir íbúðafasteignaverðtryggðir vextir 0 til 1%í EU, þeir geta víst ekki orðið neikvæðir. Sambærilegir vextir á Íslandi eru 17,5% til 20,5%.  

10 litlir Íslendingar....

Athugum hvað afæturnar fá mikla styrki úr sjóðum EU?

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband