Leita í fréttum mbl.is

Skrítin skilaboð

Á vef mbl.is eru nú tvær fréttir, báðar frá þingmönnum og ráðherrum VG. Annar, fjármálaráðherra, segir ekkert annað standa til boða en að samþykkja Icesave og verði það ekki gert þá séum við komin út í horn. Fjármálaráðherra færir rök fyrir sínu máli. Þau mættu vera enn ítarlegri og gleggri, en þau hljóma trúverðug. Hinn, heilbrigðisráðherrann, segir þetta ekki einu færu leiðina. Aðrar séu í boði. Heilbrigðisráðherra færir hins vegar engin rök fyrir sínu máli, önnur en tilfinningarök.

Hvernig sem á þetta er litið þá eru þessu misvísandi skilaboð frá ráðherrum VG skrýtin. En ég hef tilhneigingu til að taka meira mark á fjármálaráðherra ..., þó ég myndi svo gjarnan frekar vilja taka mark á heilbrigðisráðherra ...


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég skal trúa því að þú skiljir ekki svona.....þurftir ekkert að taka það fram. Auðvitað ertu vön því að ekki megi andmæla foringjanum, né vera ósammála liðsmönnum, það væri svo vandræðalegt.

Hefurðu ekkert betra að gera en að hræða fók með skítnum sem þú varst með í að koma okkur í?

Ekkert persónulegt Dögg, þú ert örugglega besta kona, væn móðir og mikill vinur, mörg mála þeirra er ég hef séð þig fjalla um hafa verið afar fín hjá þér og jafnvel hefur mér þótt þú vera svona sjáfstæðiskrati, og hef oft haft mikinn skilning á þínum málflutningi.

Finnst þér í alvöru svona slæmt að tveir menn hafi mismunandi skoðun? Óháð því hvað í flokki þeir eru, þá er þetta ekki keppni akkúrat núna, nú er allt í steik hér og alþjóðasamfélagið með okkur í bóndabeygju.

Ég var oft sammála þér þó við séum á önverðum meiði hvað þetta gamaldags hægri vinstri rugl snertir, mér finnst ekkert að því að vera sammála fólki þó það sé ekki í einu og öllu.

Góða helgi og njóttu sumarsins.

Einhver Ágúst, 26.6.2009 kl. 15:55

2 identicon

Þetta er ekki alls kostar rétt. Steingrímur kom ekki með nein rök, aðeins órökstuddar fullyrðingar um það hvað myndi gerast ef við samþykktum ekki. Hann benti ekki á hvernig okkur mætti takast að borga skuldbindinguna. Engin rök bara hræðsluáróður.

Doddi D (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Að slepptu skítkastinu í þinn garð, Dögg, sem ég skil ekki alveg, því ekki hefur þú nú verið í klappliðinu innan Sjálfstæðisflokksins frekar en ég - þá er ég sammála Ágústi Má Garðarssyni.

Rökstuðningur hefur ekki fylgt orðum núverandi eða fyrrverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða ríkisstjórnar. Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni, að hvorki núverandi Alþingi eða öll ríkisstjórnin - eða allir fyrrverandi alþingismenn eða ráðherrar  - viti raunverulega hvað virkilega er um að vera!

Það er engu líkari en sumu af þessu fólki hafi verið hótað eða lofað einhverju sem okkur er ekki sagt, en langar samt sem áður að segja okkur.

Þetta útskýrir einnig orð Sigurðar Líndal - og fleiri mætra manna-, sem segja stanslaust við okkur að engir aðrir kostir séu í boði, að við séum sigruð þjóð o.s.frv.

Hverju hefur verið hótað eða lofað spyr ég? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Svarið er einfalt....

Algjörri einangrun báðar leiðir!! Afar einfalt, engar vörur né lán til okkar og enginn kaupir vörurnar okkar.

Og já fyrirgefðu Dögg ef ég var með skítkast, ég sé nú að fyrsta málsgreinin mín var kannski fullkaldhæðnisleg. Ég er nú ekki það kunnugur innan Sjálfstæðisflokksins að ég geti vitað hvort þú tilheyrir klappliðinu eða ekki, en vissulega varst þú innanbúðar meðan allt fór í hund og kött og nánir samstarfsmenn þínir sigldu þessu öllu uppí klettana án þess að láta okkur vita hvað væri í gangi, þú getur nú ekki hafa veriða alveg grunlaus allann tímann?

En aftur tek ég fram að flestu leyti hefur þinn málflutningur heillað mig þess fyrir utann.

Einhver Ágúst, 27.6.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband