Leita í fréttum mbl.is

Kjarni málsins

Í Icesave málinu er þetta kjarni málsins. Ber okkur í raun að borga? Það vantar í alla umræðuna um þetta mál skýrari upplýsingar og útskýringar af hálfu ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar á því að við eigum ekki annarra kosta völ en að borga. Virtir lögfræðingar hafa komið fram og fullyrt að við eigum ekki að borga. Þeirra rök hafa verið sannfærandi. Minna hefur farið fyrir rökum fyrir því að okkur beri að borga. Þau rök hafa verið frekar tilfinningaleg en nokkuð annað. Grannþjóðir hafi hótað okkur, okkur verði ekki stætt í samfélagi þjóðanna o.s.frv.

Upplýsingalega hefur ríkisstjórnin haldið illa á þessu máli. Það var ekki til þess fallið að auka tiltrú þjóðarinnar á þörfinni að borga að lesa viðtal við formann samninganefndarinnar þar sem eina skýringin sem hann gaf á því af hverju samið var á þessum tímapunkti var sú að hann hefði ekki viljað hafa þetta verkefni hangandi yfir sér lengur. Ekki jók sú fullyrðing tiltrú þjóðarinnar á því að bestu samningum hefði verið náð fyrir okkar hönd.

Ef ríkisstjórninni tekst ekki að útskýra fyrir þjóðinni og sannfæra hana um að okkur beri að borga er hætt við að þjóðin muni aldrei sætta sig við að greiða þessa skuld, sem enginn getur sagt okkur hvað er há, fari svo að meirihluti Alþingis samþykki Icesave samninginn.


mbl.is Ber okkur í raun að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Endilega lestu eftirfarandi færslur, þær eru skyldulesning og kærkomin umræða sem sést ekki í fjölmiðlunum / áróðursmaskínunni.

http://omargeirsson.blog.is
Æ, ósköp er áróðursdeildin aum í dag.

http://siggith.blog.is
Athyglisverð grein um ábyrgð í Icesave

http://egill.blog.is
Pólitísk ábyrgð á ICESAVE og ESB

Alfreð Símonarson, 26.6.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl  Dögg, ég veit ekki hvort þú hefur misst af þessu:

Ríkisstjórnin lofaði að leggja fram lögfræðiálit og nú hefur það verið gert.  Lögmannsstofan Logos, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið vegna húsleitar sérstaks saksóknara var fengin til verksins varð fyrir valinu varð Jakob Möller hrl; og var álit  hans kynnt á blaðmannafundi í byrjun vikunnar.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband