Leita í fréttum mbl.is

Voru einhver samskipti?

Það er líklega rétt að opinberlega hafi hollenski seðlabankinn lítið getað gert vegna vaxtar Icesave-reikninganna í Hollandi. Slík opinber yfirlýsing af hálfu bankans hefði valdið áhlaupi á Landsbankann. En hafði hollenski seðlabankinn einhver samskipti við rétta aðila hér á landi til að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála? Kom hollenski seðlabankinn áhyggjum sínum á framfæri við Seðlabanka Íslands, FME eða stjórnendur Landsbankans?

Um það atriði vantar upplýsingar. Hafi hollenski seðlabankinn skýrt þessum aðilum frá áhyggjum sínum í formlegum eða óformlegum samskiptum er ljóst að ábyrgð Seðlabanka Íslands, FME og stjórnenda Landsbankans á þróuninni og núverandi stöðu mála er enn meiri.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Var ekki látið í veðri vaka að Breska fjármálaeftirlitið hefði í sínu tilfelli reynt, óopinberlega, að ræða við hið Íslenska fyrir bankahrun? og því spurning hvort að sambærilegar þreyfingar hefðu átt sér stað hálfu hins Hollenska. En það virtist nú alltaf hafi vera þannig af hálfu íslenska ríkisins að allar athugasemdir sem og gagnrýni á bankastarfsemi ,fyrir hrun, hafi verið sópað af borðinu. Hvort ábendingar Hollendinga hefðu mætt áhuga stjórnvalda hér eða hrokanum og grobbinu sem tíðkaðist.

Andrés Kristjánsson, 17.6.2009 kl. 09:47

2 identicon

Það er ítarlegar fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag og þar kemur fram að hollenski seðlabankinn hafi haldið tvo fundi með FME og Landsb. þar sem þeir fóru fram á að dregið væri úr innlánunum en því var ekki sinnt -- og FME gaf reyndar út rangar upplýsingar um greiðsluþol bankans. Þannig að þetta liggur allt fyrir.

GH (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:04

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sem GH segir, heyrði ég í útvarpi hér í Hollandi fyrir einhverjum vikum sían. Hollendingarnir voru reiðastir því að FME sendi þeim rangar upplýsingar um Landsbankann og gaf þeim falska öryggiskennd.

Því miður virðumst við vera í órétti hér, þótt málið allt sé óréttlátt gagnvart íslensku þjóðinni.

Villi Asgeirsson, 17.6.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í alþjóðlegum siglingalögum voru (og eru kannski enn) ákvæði um að það mætti hýrudraga skipverja sem yllu tjóni með vanrækslu ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.  Það eru líklega engin slík ákvæði varðandi ráðamenn þjóðarinnar. "Húsbóndaábyrgðin" er almennings sem fær að  borga brúsann.  Sveiattann!

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband