Leita í fréttum mbl.is

Ferðabann?

Fjármálaráðherra segir takmörk fyrir því hvað hægt sé að breyta í rekstri á miðju fjárlagaári. Þetta er þó það sem fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu hafa þurft að gera. Fjölskyldur og fyrirtæki fengu ekki mikinn aðlögunartíma að gerbreyttu umhverfi, gerbreyttri tekjustöðu. Fjölskyldur og fyrirtæki gátu ekki veitt sér þann lúxus að segja að allar aðhaldsaðgerðir yrðu að bíða nýs fjárlagaárs.

Ég hef velt fyrir mér hvort ekki megi setja mikil takmörk á allar vinnuferðir til útlanda. Þó fjármálaráðherra hafi lækkað dagpeninga vegna ferðalaga erlendis þá mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og fækka þessum ferðum umtalsvert. Með því yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi: Umtalsverður ferðakostnaður sparast. Ég er viss um að ferðakostnaður ríkissjóðs vegna utanlandsferða hleypur á hundruðum milljóna ef ekki enn hærri fjárhæðum á hverju ári. Síðan myndi það þýða að opinberir starfsmenn eru meira á skrifstofum sínum til að sinna enn brýnni verkefnum en þeim sem í vinnuferðunum felast. 


mbl.is Ná helmingi með tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband