Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð þróun

Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að sem flest börn njóti sameiginlegrar forsjár foreldra sinna þó foreldrarnir hætti að búa saman. Þess vegna er það umhugsunarefni hvað allar lagabreytingar á þessu sviði taka langan tíma hjá okkur og hversu lengi við erum að aðlaga okkur þróun í nágrannalöndunum. Sameiginleg forsjá var ekki lögfest fyrr en 1992 en hafði þá verið möguleiki fyrir foreldra í nágrannalöndunum um margra ára skeið. Sama má segja um svokallaða dómaraheimild. Hún er lögfest í flestum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við en hér gengur hvorki né rekur að fá hana lögfesta.

Það er tvennt sem er brýnast að mínu mati varðandi sameiginlega forsjá. Annars vegar að barnalögum verði breytt þannig að dómarar geti dæmt að sameiginlegri forsjá skuli ekki slitið eða að sameiginlegri forsjá skuli aftur komið á. Það er bjargföst skoðun mín að til lengri tíma litið muni dómaraheimildin fækka forsjármálum. Hins vegar að skilgreint verði með miklu skýrari hætti en nú er hvað felst í því að hafa sameiginlega forsjá yfir barni. Forsjárágreiningur sem upp kemur á alltof oft rætur að rekja til þess að ekki er nægilega skýrt hvað felst í því að hafa sameiginlega forsjá.


mbl.is Flestir með sameiginlega forsjá barna eftir skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Fyrir þá sem eru að lesa þetta blog, langar mig að segja við hana Dögg að frumvarpið sem hún lagði fram í vetur er mjög gott. Gallinn er hinsvegar sá að það gengur mjög hægt að fá það í gegn.

Væntanlega er hún Dögg að leggja þetta fram vegna þess að hún hefur sinnt þessum forsjársmálum í langan tíma og kynnst ýmiskonar "ljótum"  aðferðum sem hafa verið notuð í þessum málum. Hún var umbjóðandi fyrir barnsmóður mína og ráðlagði henni að beita umgengnistálmunum á meðan málið færi sína leið í kerfinu, börnin mín eru núna hjá sálfræðingum og barnavernd vegna þessa, ábyrgðin er engin hjá lögfræðinginum en börnin þurfa að borga brúsan fyrir þetta eins og margt annað sem lögfræðingarnir ráðleggja fólki. Þeir eru þó bundnir núverandi lögum sem er í raun plástur á lög sem búin voru til fyrir 35 árum síðan og þarfnast endurskoðunar vegna breyttna aðstæðna.

Dögg, þetta er geymt en ekki gleymt okkar á milli, en með þessu frumvarpi sem þú lagðir fram sé ég að þú ert í raun að sinna þínu starfi sem lögfræðingur og ert bundin þeim lögum sem nú eru í gildi varðandi þetta. En ég hvet þig til að keyra þetta í gegn sem fyrst enda skiptir máli að börn hafi rétt til þess að hafa tvö lögheimil og feður hafi sama rétt og mæður , séu þeir að sinna umgengnisskyldu sinni gagnvart börnunum.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 10.6.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband