Leita í fréttum mbl.is

Okurvextir?

Í þessari frétt er því haldið fram að vextirnir af "vinaláni" Hollendinga og Breta séu byggðir á einhverju sem kallað er CIRR-vexti OECD. Af þeim upplýsingum sem hægt er að afla sér á netinu um þessa vexti virðast þeir í fljótu bragði allnokkru lægri en 5,5%. Ekki er hægt að sjá annað en að fyrir næsta vaxtatímabil séu þeir vextir 3,66% fyrir skuldbindingar í pundum og 3,85% fyrir skuldbindingar í evrum. Þá virðast þessir vextir breytilegir en af fréttum má ráða að á "vinaláninu" séu vextirnir fastir í 5,5% allt lánstímabilið. Ekki fæst þannig séð að þessar svokölluðu "vinaþjóðir" okkar séu að gera okkur einhverja sérstaka greiða með þessum lánskjörum og vandséð að þær séu að ,,taka sérstakt tillit til fordæmalausra aðstæðna á Íslandi" í þessum samningum. 
mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Vextir eru í dag í sögulegu lágmarki. 5,5% út lánstímann er mögulega bara nokkuð sanngjarnt, en það er a.m.k. engin gjöf af hendi Hollendinga og Breta. Í heildina þó að mínu mati nokkuð sanngjörn niðurstaða þó svo að maður hefði auðvitað viljað að menn myndu gefa greyið íslandi einhverja meiriháttar greiða. Slíkt er þó væntanlega ekki raunhæft eins og ástandið er í heiminum í dag.

Einar Solheim, 6.6.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Sammála Einari.  Þetta er mjög góður díll fyrir okkur.  Við fáum allt fyrir ekkert eins og Jón Baldvin sagði um EES.  Loksins getur íslenska þjóðin sett þetta mál aftur fyrir sig og byrjað að byggja upp.  Setja fé í skólamál, spítala, löggæslu og ráða hæfa Alþingismenn t.d. Hannes Smárason og Jón Ásgeir.  Við þurfum ekkert að borga í sjö ár!  Það hljóta að vera góðar fréttir.

Björn Heiðdal, 6.6.2009 kl. 09:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að menn séu alveg búnir að tapa glórunni hér að ofan, nema að þeir séu að gantast með öfugmælum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hversu lengi mun umræðan snúast um það hverjir séu 'vinir okkar'? Að til séu einhver 'Íslenskar bakdyr' á öllum alþjóðamálum? Í heimi þar sem barist er um brauðið í eiginlegri merkingu og jafnvel risasamfélög búa við sult og seyru þá er vælt hér í gósenlandinu að það megi ekki fara illa með okkur þó við höfum svo sannarlega tekið á okkur skuldbindingar, lagt framtíð þjóðarinnar að veði og tapað. Að einhverjir vilji gera samninga við okkur yfirleiitt eykur með mér smá bjartsýni. Við eigum þó von.

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 10:35

5 Smámynd: Meinhornið

Gísli, tókum við svo sannarlega á okkur skuldbindingar???

Ég er búinn að leita og leita en finn engin stolin sterlingspund eða evrur undir koddanum mínum. Ég var aldrei spurður álits. Börnin mín voru aldrei spurð hvort þau vildu taka áhættu með Iceslave - peningafylleríi einkafyrirtækis.

Finnst þér bara allt í lagi að vera samábyrgur fyrir öllum skuldbindingum allra þeirra bjána sem bera sama vegabréf og þú?Ættir þú þá ekki að hafa eitthvað um ákvarðanirnar að segja?

Meinhornið, 6.6.2009 kl. 10:42

6 identicon

Agree with Einar, and Gisli........Time to accept what has happened, time to stop and think, time to stop being paranoid over the big bad European Market Monsters.........

TIME TO FREEZE THE ASSETS OF THE REAL GANGSTERS AND PUT THEM BEHIND BARS !!!!

Good Luck

Fair Play (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við þetta bætist að krafa þeirra er umdeild vegna þess að í tilskipuninni stendur að tryggingasjóður muni ábyrgjast en ekki ríkissjóður.

Nú kann að vera að ríkissjóður skapi sér skaðabótaábyrgð ef reglum um tryggingasjóð er ekki framfylgt. Því var ekki t il að dreifa s.k.v. áliti færustu sérfræðinga í Evrópurétti hérlendis.

Hitt er annað mál að mér finnst undarlegt að enginn þessara forsprakka hafi hlotið stöðu grunaðra. Þvert á móti virðast sumri þeirra hafa verið settir í opinberar nefndir s.s. skilanefndir bankanna.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 12:52

8 Smámynd: Einar Solheim

Sigurður - það er rétt að krafan er umdeild, þ.e. hvort ríkið beri ábyrgð á tryggingarsjóðinum. Hins vegar með því að tryggja til fulls íslenskar innistæður þá væri Ísland að brjóta á EES samningnum og mismuna eftir þjóðerni ef ekki yrði ábyrgst Icesave. Í raun gætu bretar sótt okkur til saka fyrir að vilja aðeins tryggja 20 þúsund evrunnar en ekki allt líkt og gert var gagnvart íslendingum. Málstaður okkar var því alls ekki eins sterkur og margir vilja halda. Hefðum við hins vegar ekki ábyrgst íslenskar innistæður í íslensku bönkunum, þá hefðum við mögulega geta látið Icesave róa og jafnvel unnið slíkt mál fyrir dómsstólum.

Einar Solheim, 6.6.2009 kl. 14:23

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ungur íslenskur maður sem ég þekki vel er nýbúinn að taka óverðtryggt langtímalán í Englandi.  Vextir eru 2,2%, eða 1,7% yfir stýrivöxtum sem eru 0,5%.  Hann var að taka lán fyrr á þessu ári vegna kaupa á íbúð í London þar sem hann starfar. Sjá hér.

Þetta eru meira en helmingi betri kjör en íslenska ríkið fær. Munar svona hér um bil 22 milljörðum á ári. Þessi maður hefur vissulega miklu meira fjármálavit en ríkisstjórn íslands. 

Ágúst H Bjarnason, 6.6.2009 kl. 15:32

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alveg rétt Einar ríkisstjórn Geirs Haarde var vissulega búin að gera þetta eins djöfuglegt og mögulegt var.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband