Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra

Vaxandi vandi lántakenda er staðreynd sem flestir gera sér grein fyrir, nema kannski helst forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnin, ef marka má umræður á Alþingi í gær. Þar fullyrti forsætisráðherra að staða heimilanna væri ekki eins slæm og menn vildu vera láta. Forsætisráðherra bar fyrir sig nýja athugun sem kynnt yrði fljótlega. Það verður fróðlegt að fá fréttir af þeirri athugun því ef hún er eins og forsætisráðherra gaf í skyn í umræðunum þá er hún í engu samræmi við það sem t.d. er haldið fram í þessari frétt.
mbl.is Vandi lántakenda fer vaxandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Veruleikaflótti

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 4.6.2009 kl. 08:58

2 identicon

Skilaboð forsætisráðherra er móðgun við skuldsett heimili.

Það má ekki gleyma því að við erum mörg sem erum enn að greiða af lánunum og höfum ekki óskað eftir neinum greiðslubyrðarúrræðum hjá lánastofnunum.  Hinsvegar skuldum við meira en eignastaða okkar segir og það er enginn tilbúinn til að standa í því til langframa.  Ef ekkert á að gera og engin úrræði fundin þá liggur fyrir að sífellt stærri hópur hættir að greiða af lánunum, safnar upp sparnaði og keyrir heimili sitt í þrot. 

Íslendingar eru ekki tilbúnir til að vera skuldaþrælar fyrir sína lífstíð.  Þá er betra að koma sér á núllstöðu og byrja á nýtt og helst í öðru landi.  Ísland hefur farið illa með millistéttina !

Neytandi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Séð hef ég köttinn syngja á bók" segir í einni af öfugmælavísum Bjarna Jónssonar. Fyrir nokkrum árum kviknaði ádeiluumræða á kvótakerfið ein af mörgum. Til að slökkva á þessu tók sig til ungur og efnilegur hagfræðingur Ásgeir Jónsson að nafni og ritaði lærða grein um efnið sem hann hafði lagt mikla vinnu í að kynna sér og síðan aðra enn lærðari. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að þetta kvótakerfi hefði ekkert með að gera atvinnuleysi og hnignun byggðar á Vestfjörðum og létti þá mörgum, einkum Vestfirðingum sem höfðu staðið í þessari óraunsæju meiningu. Þessi sami Ásgeir Jónsson bankaði víst afar fast á dyr Seðlabankans nú á dögunum þegar staða eins stjórans var auglýst.

Það er bannað að kalla akademiska fræðinga og forsætisráðherra moðhausa. Enda ætla ég að sleppa því.

En "gott er að hafa gler í skó/ og ganga á þeim í kletta" sagði Bjarni sálugi meðal annars í öfugmælavísum sínum.

Árni Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Æ Dögg, nú náðirðu fellu, svei mér þá, pólitísku keilurnar voru svo margar í þessari færslu.

Forsætisráðherra sagði frá því í gær að margir væru að gera of mikið úr ástandinu, sem vissulega væri slæmt. Þar kom einnig fram að tölfræðigögn bentu til þess að þau úrræði sem byðust skuldurm dygðu flestum.

Fréttin sem þú tengir við segir frá því sama, staðan er slæm og þeim fjölgar sem nýta þurfa úrræði ... en úrræðin duga - flestum.

Andstætt því sem þú reynir að halda fram styður fréttin nefnilega frásögn forsætisráðherra í gær: Úrræðin eru að virka og duga flestum.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Staðan hjá mér er slæm!...ég var þó alltaf í góðum málum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Edda, hvernig ætlarðu að "tryggja [fasteignir] á sama hátt" og innistæður? Innistæður í bönkum voru gerðar að forgangskröfum í þrotabú sem þýðir að þær fást greiddar áður en úthlutað er af eignum til greiðslu almennra krafna í þrotabú (s.s. eins og krafa lífeyrissjóðs á banka sem útgefanda skuldabréfs sem lífeyrissjóðurinn hefur keypt).

Hvernig nærðu fram sambærilegum tryggingum? Ætlarðu að gera fasteignir að forgangskröfum?

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 19:36

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elfur, ég er að reyna að komast út úr ísl. krónunni!...og þannig "tryggja" fasteignalánið mitt, enda var það aldrei það hátt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2009 kl. 20:02

8 identicon

Veruleikafirring á hæsta stigi hjá frú Jóhönnu og Co........

þessar lausnir/fræga skjaldborgin sem þau hafa verið að tala um er bara í kjaftinum á þeim......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:59

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Anna ég skil það vel og vona að það gangi upp hjá þér. Fyrir þjóðina í heild held ég líka að það sé eitt af því mikilvægasta sem gert verður. Það mun hafa gríðarjákvæð áhrif á framtíðarstöðugleika ef við berum gæfu til þess að komast út úr örmyntakerfi íslensku krónunnar. Gjaldeyrisvarnir, spákaupmennska og gengisfellingar hafa verið okkur of dýrar í gegnum tíðina.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ragnheiður, lestu aftur fréttina sem þessi bloggfærsla er tengd við. Þar stendur það svart á hvítu að þau úrræði sem þessi ríkisstjórn (Jóhanna og Co) hafa tryggt að standi til boða, eru að virka. Hjá Íslandsbanka hafa 20 tilvik, sem þeir telja til fjögurra prósenta hópsins, þurft önnur úrræði en þjónustufulltrúar eða greiðsluerfiðleikanefnd bankans geta boðið. Það væri að sjálfsögðu óskandi að þessi 20 gætu líka nýtt sér úrræði bankans, en það er ekki útséð með að önnur úrræði dugi þeim.

Það er fásinna að nota orðalag eins og veruleikafirring þegar það er að sýna sig að ríkisstjórnin hefur unnið heimavinnuna sína og brugðist við með réttum hætti.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 21:07

11 identicon

Elfur, ég held að þú sért ekki að ná þessu fremur en forsætisráðherra !

Eins og ég nefndi þá eru ekki allir í greiðsluvandræðum. 

Hinsvegar þegar þú skuldar 50 milljónir í 35 milljóna króna eign þá ertu ekki til í það skuldafen til langframa ! 

Skuldastaðan var kannski 25-30 milljónir í 45 milljóna króna eign áður og slík er staðan hjá mörgum sem eru með erlend lán.  Í grandvaraleysi telurðu þig í nokkuð öruggum málum fyrir hrun með ágætis skuldastöðu gagnvart eign, þótt fasteignaverð gæti lækkað og gengið veikst.

Það þýðir lítið að segja að þeir sem tóku erlend lán hafi vitað af áhættunni !  Áhætta er til staðar í öllum viðskiptum og  það eru engin fordæmi fyrir þessarri gengislækkun.  Í raun eru þessi lán mál bankanna því það voru þeir sem fóru með krónuna og landið í þrot !

Margir eru tilbúnir að horfa á eignarmyndun nánast hverfa en standa samt í skilum.  Hinsvegar ef þú átt að borga af 15 - 20 milljónum umfram þína eign án neinnar leiðréttingar til frambúðar og bankahruninu velt alfarið á almúgann þá er víst að ansi margir gefist upp og hætti að greiða.

Neytandi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:32

12 Smámynd: Elfur Logadóttir

Neytandi ég átta mig fullkomlega á því sem þú ert að taka þarna sem dæmi og vona svo sannarlega að enginn verði í þeirri stöðu að þurfa "til langframa" að vera í þessari stöðu.

Edda, ég get ekki metið hvort þú átt rétt á leiðréttingu lána til þess að tryggja eignastöðu eins og þú kallar það. Ég spyr hins vegar enn hvort það sé sambærileg aðgerð og lagasetningin frá því í október og með hvaða rökum það sé skýrt.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband