Leita í fréttum mbl.is

Er viðskiptaráðherra ekki í ríkisstjórninni?

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eru að ræða fastgengisstefnu sem lausn við vanda fjölskyldna og fyrirtækja. Það skýtur því skökku við að viðskiptaráðherra skuli stíga fram og segja lausnina ekki nothæfa núna, kannski seinna. Veit viðskiptaráðherra ekki af viðræðum stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Er ekkert að marka það sem verið er að ræða í þessum viðræðum? Hversu langt fram í framtíðina telur viðskiptaráðherra að hægt sé að skjóta öllum aðgerðum?
mbl.is Fastgengisstefna ekki raunhæf nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað veit ráðherran allt um þetta. Það er ekki við viðskiptaráðherra að sakast þó svona óraunhæfum hugmyndum sé af góðum hug gaukað að ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn kom landinu á hausinn og því verður ekki reddað sísvona. 

Sigurður Þórðarson, 28.5.2009 kl. 11:32

2 identicon

Ég þakka bara fyrir að það sé þó einn maður í ríkisstjórn sem viti sínu viti! Fastagengisstefna myndi þýða það að gjaldeyrisforðinn þyrfti að vera gríðarlegur til þess að þetta gengi, og til þess þyrfti ríkið að dæla í þetta gríðarlegum fjármunum. Fastagengisstefna helst sjaldnast og gæti orðið okkur ósegjanlega dýr. Það væri til að mynda lítið mál að brenna í gegnum lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á frekar skömmum tíma.

Enn fremur, ef gengið yrði fellt úr því sem það stendur í í dag, 176 gagnvart evrunni, niður í 125 myndi straumur ferðamanna snarminnka sem er þó einn af ljósu punktunum eins og er.

Ekki myndi það minnka vandann hér á landi ef miklir fjármunir yrðu settir í fastagengisstefnu sem myndi svo ekki halda nema í takmarkaðan tíma. Ríkisstjórnin hugsar allt of mikið um hagsmuni þeirra sem tóku erlend lán!!

Tinna (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég verð alveg agndofa þegar ég sé setningar eins og: "Ríkisstjórnin hugsar allt of mikið um hagsmuni þeirra sem tóku erlend lán!!" Hún hefur þá farið mjög vel með þessar hugsanir, því hvergi kemur það fram í verkunum. Ég veit ekki til þess að hún hafi gert neitt nema fryst þau og frestað því að 70% af fyrirtækjum og stór hluti af heimilum færi í þrot á 2-3 mánuðum - málið er svo einfalt. Það er eins gott að hún fari að hugsa og gera eitthvað í þessum málum, annars verður þetta raunin. Bankarnir héldu þessum lánum að fólki og buðu hagkvæmari vexti á þeim, hækkuðu svo vextina fljótlega og tóku síðan stöðu gegn krónunni og felldu hana reglulega þegar það hentaði fyrir uppgjör þeirra. Það á nú eftir að sjá hvort lagalegar forsendur þeirra standist og nýju bankarnir hafi ekki tekið við gallaðri vöru frá þeim gömlu, sem eru þessi myntlán. Ég yrði allavega ekki hissa. Það þyrfti ekki að setja fastgengisstefnu. Nóg væri að breyta þessum lánum í krónulán miðað við þessa gengisvísitölu.

Kjartan Jónsson, 28.5.2009 kl. 13:35

4 identicon

Í sambandi við þessi erlendu lán. Ég þekki eldri konu sem tók bílalán og keypti sér bíl. Svo fór hún að taka eftir því að lánið hækkaði með hverjum mánuðinum og skildi ekkert í því. Hún hafði ekki gert sér ljóst að hún var að skrifa undir myntkörfulán. Hún sagði að henni hafði ekki verið sagt það í bankanum! Hef stundum velt því fyrir mér hvort fleiri hafi lent í þessu.....Nú er lánið tvöfalt og þessi kona þarf að taka alla aukavinnu sem hún getur náð í til að skrimta. Finnst þetta alveg ömurlegt.

Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:50

5 identicon

Sjálfstæðismenn eru haldnir Alzhimer á alvarlegu stigi sem og siðferðisvitundar bresti á hæsta stigi. Þeir hreinlega KUNNA EKKI og GETA ekki skammast sín!

Held þeim væri nær að reyna að hjálpa til hérna í tiltektinni eftir þá.

Margrét (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband