Miðvikudagur, 13. maí 2009
Bindisskylda og ávörp
Ekki fæ ég séð að mikil ástæða sé til að gera verður útaf afnámi bindisskyldu. En ég velti því fyrir mér um leið hvort Borgarahreyfingin hafi sóst eftir því að komast á Alþingi til að afnema bindisskyldu og hefðbundin ávörp úr ræðustól Alþingis.
Um klæðaburð alþingismanna gilda reglur. Þær eru þó að ýmsu leyti strangari fyrir karlmenn, jakkaföt og bindi ef ég man rétt. Konurnar hafa verulega meira svigrúm. Með afnámi bindisskyldunnar er heldur slakað á kröfum gagnvart körlum, sem verður að teljast eðlilegt og sjálfsagt í ljósi þessu hvað frjálsræði kvenna í klæðaburði er talsvert meira. Mikilvægt er að muna að Þó skyldan hafi verið afnumin er nákvæmlega ekkert sem bannar alþingismönnum að halda áfram að setja upp bindi þegar þeir ganga til skyldustarfa sinna á þingi.
Hvað ávörpin varðar þá felst í þeim að sýna þeim sem ávarpaður er virðingu. Þetta gerum við lögmenn í dómsal. Við ávörpum dómara og við ávörpum lögmann gagnaðila, með sambærilegum ávarpsorðum og gert er í þingsal.
Í venjum af þessu tagi felst ákveðin festa. Festa er eitthvað sem þörf er á á umrótartímum eins og þeim sem við nú göngum í gegnum. Mér finnst því engin ástæða til að afnema ávörpin í þingsal.
Þingmenn læra góða siði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Ég er á því að þingmenn eigi að njóta aukins tjáningarfrelsis í þingstól og ekki skerts. Þingmenn eiga að vera fulltrúar fólksins og eiga að mínu vita að fá að bölva þegar fólkinu sem það er fulltrúi fyrir líður bölvanlega. Að tryggja að reitt fólk telji sig sig eiga fulltrúa á þingi getur verið sérstaklega mikilvægt á umrótartímum.
Héðinn Björnsson, 13.5.2009 kl. 14:05
Að mörgu leyti sammála. Umfram allt eiga ALLIR að vera sómasamlega og hreinir til fara, virða almennar kurteysisreglur sem þingmenn og lögmenn sérstaklega þekkja vel í sínum störfum.
En tímarnir breytast og við sem fylgst höfum með á undanförnum áratugum horfum upp á sitthvað sem breytist mjög hratt. Fyrir um 35 árum mætti einn af kennurum í Lagadeild HÍ í gallabuxum í vinnuna. Sennilega hefur hann fengið einhverjar snuprur fyrir, alla vega hafa einhverjir við þá gömlu og virðulegu stofnun horft á hvasst á þennan nýliða sem storkaði gömlum og góðum gildum í klæðaburði. Meira að segja laganemar á þeim tíma gengu um eins og þær væru stórefnamenn og ættu mikið undir sér.
En eru það umbúðirnar sem skipta meginmáli ef innihaldið er feyskt og morkið? Mörgum finnst hálsbindi og annað hálstau vera merki um hjégómamennsku, jafnvel tvískynnung. Er ekki talað um hvítflibbaglæpi í sambandi við bankahrunið og öll þau ósköp? Merkilegt er að þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja óbreyttar reglur í þessum hálstausmálum. Fer þar kannski saman tengsl þessara flokka við aðdraganda að þeirri gríðarlegu umskiptum þar sem gríðarleg spilling ekki er útilokuð?
Lengi hefur þessi gallabuxnaklæddi háskólakennari sem áður var vikið að, verið einn af virtustu fræðimönnum þjóðarinnar á sviði lögfræði og þá sérstaklega í Evrópurétti sem nú brennur mjög á vörum þjóðarinnar.
Já er það ekki innri maðurinn sem skiptir meira máli en þau klæði sem maður fer í áður en haldið er af stað í eril dagsins?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.5.2009 kl. 14:32
Hefur Borgarahreyfingin eitthvað með bindi(s)skylduna að gera? Ég vissi ekki til að hún væri enn sest á þing.
Hlédís, 13.5.2009 kl. 20:05
Auðvitað var það akki markmið Borgarahreyfingarinnar að fá bindisskuylduna afnumda né að breyta ávörpunum en er örugglega eitt af því sem nýtt fólk sem kemur á þing rekur augun í og það góða er að þegar nýtt fólk kemur vakna nýjar spurningar...það er bara hollt og gott. Hvað virðingu áhrærir verður hún ekki til vegna klæðaburðar eða ávarpa heldur vegna þess að fólk ávinnur sér virðingu í gegnum verk sín.....svo látum þau tala hvernig sem þau kjósa að klæðast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.