Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra veigrar sér við að svara

Á blaðamannafundinum í dag voru formenn stjórnarflokkanna spurðir að því hvort stjórnarsamstarfið myndi slitna ef Alþingi samþykkir ekki þingályktunartillögu Samfylkingarinnar um að ganga til aðildarviðræðna við EB. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar svaraði ekki spurningunni heldur sagðist telja öruggt að það væri meirihluti fyrir tillögunni á Alþingi. Auk þess færi fjölgandi þeim landsmönnum sem vildu vita hvað okkur býðst ef við göngum í EB. Sama gerðist nú í kvöldfréttum sjónvarps RÚV þegar forsætisráðherra var spurður hins sama.

Fjármálaráðherra og formaður VG svaraði sömu spurningu skýrt og skorinort: Af hálfu VG væri niðurstaðan, hver sem hún yrði, ekki stjórnarslitaástæða. Hann sagði einnig skýrt að VG væri ekki búin að skuldbinda sig til að sitja hjá við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar. Þar myndi hver og einn þingmaður VG greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína.

Afdrif þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður eru algerlega í þoku. Fyrir liggur að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa þá yfirlýstu stefnu að vera á móti aðild að EB. Báðir flokkar hafa einnig yfirlýsta stefnu um að þjóðin eigi að greiða atkvæði um það hvort gengið verði til viðræðna. Líklegt er að allir þingmenn VG greiði atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. Hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins geri það líka er óljósara. Það fer væntanlega m.a. eftir því hversu bundnir þeir telja sig af samþykkt landsfundar. 

Samfylkingin reiðir sig þannig á Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna við afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Það er kannski skýringin á því að nokkuð óvænt er í stjórnarsáttmálanum lofað stjórnlagaþingi, sem þessir flokkar hafa lagt allnokkra áherslu á.


mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sossarnir eru til allra svika líklegir og þess vegna svarar Lady Jóhanna ekki erfiðum spurningum. Hún svaraði þess vegna ekki heldur spurningum um ummæli Gordons Bulldog Brown. Eða hlífði frétta-mafían henni einfaldlega við að senda tóninn vini sínum, formanni Bretsku Samfylkingarinnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.5.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband