Leita í fréttum mbl.is

Skýringar, takk

Hvernig má það vera að Bretar eigi í samningaviðræðum við AGS um það hvernig við greiðslum meintar skuldir okkar vegna Icesave? Í hvaða umboði er AGS að semja við Breta fyrir okkar hönd, ef rétt er? Af fréttinni má ráða að formaður Icesave samninganefndarinnar, Svavar Gestsson sendiherra og fv. ráðherra veit ekki af þessum tvíhliða viðræðum AGS og Breta.

Það er óviðkunnanlegt að lesa og heyra í fjölmiðlum að þessir aðilar séu eitthvað að véla um okkar mál. Fréttin kallar á frekari skýringar af hálfu stjórnvalda um það hvað sé eiginlega í gangi.


mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hjó eftir þessari sömu frétt hjá RÚV snemma í gær, svo komu einhvers konar viðbrögð við henni í gærkvöldi sjá hér:

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item264241/

(Einkennilegt að mbl.is komi ekki með þetta fyrr en núna.)

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:07

2 identicon

Hvernig datt þér í hug að Bretar væru ekki inn á gafli hjá AGS!  Voru skilaboðin sem send voru af Gordon Brown s.l. haust ekki nógu skýr?

Bretar eru þjóð sem við stundum viðskipti við, ég á breska vini, Bretar, sem ríki, eru ekki vinir Íslendinga, en hins vegar viðskiptafélagar í góðu og illu.  Það verður að leggja kalt mat á skammtíma mikilvægi góða skapsins í þessu viðskiptasamstarfi, það er ekkert sem heitir langtíma vináttutengsl.  Bretum og Þjóðverjum lindir þokkalega, þrátt fyrir allt það sem þeir hafa gert hvorir öðrum.  Það skiptir ekki máli til lengri tíma hversu harkalega við semjum við þá núna hvað þetta samstarf varðar, þegar við eignumst aur þá verðum við fullgildir félagar á ný.  Ef við semjum þannig við þá að við eignumst seint aur og reyrum skuldaklafann á þjóðina, þá þíðir það bara það að við verðum seint full gild í samstarfi þjóðanna, það samstarf hefur alltaf meira að gera með núið en fortíðina, seðil í veski frekar en syndir fortíðar.  Þessi þjóð kaus ÓRG forseta, það voru ekki mörg misseri liðin síðan hann þótti ekki fínn pappír í skoðanakönnunum. 

Ef Norður Kórea eignast aur, gerir lýðræðis umbætur, þá kyssa ráðamenn í París, London, Berlín og Washington Kim á morgun og allt gamalt er gleymt.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

"Bretar, sem ríki, eru ekki vinir Íslendinga" Það er hverju orði sannara. Reyndar er Bretland eina ríkið sem nokkurn tíma hefur sýnt Íslandi óvináttu og það margítrekað.

Skúli Víkingsson, 8.5.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband