Leita í fréttum mbl.is

Örþrifaráð

Enn virðist sem ríkisstjórnin skilji ekki að ástæðan fyrir því að fólk íhugar þessi úrræði, sem fjármálaráðherra kallar örþrifaráð, nema fyrir þá sök að fólk sér enga aðra leið úr fjárhagsvanda sínum. Heldur ríkisstjórnin að þessi úrræði séu íhuguð af fólki upp á grín? 

Það er hjákátlegt að heyra fjármálaráðherra segja að það kosti hundruð milljarða að koma fjölskyldunum í landinu til hjálpar. Af orðum ráðherrans má ráða að þess vegna sé það ekki hægt. Ekki taldi fjármálaráðherra eftir sér að láta það kosta ríkissjóð  a.m.k. á annan tug milljarða, ef ekki meir, að koma örfáum hluthöfum tveggja fjárfestingabanka til hjálpar. Hvaða skilaboð eru fólgin í því til fjölskyldnanna í landinu?   


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Að stjórnin ber heitið Bankastjórnin með rentu ( sic)

Einar Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvorki þessi ríkisstjórn né hin fyrri skilja stöðu almennings.  Það er málið.  Ef ekkert raunhæft verður gert fyrir heimilin, þá verður ný bylting.

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Það sem stjórnin virðis ekki átta sig á er að meintar lausnir ýta bara undir vonleysið. Skilaboðin eru: það er engin von. Sjá:

http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/870617/

Einnig má benda á óréttlætið í björgunaraðgerðum ríkisvaldsins og því hvernig þegnunum er mismunað eftir því hvort þeir áttu pening inni í banka (og töpaðu því öllu en fengu það strax allt bætt án tillits til þarfar), eða urðu fyrir óbeinum áhrifum kreppunnar vegna skuldastöðu og þarfa að bera þann bagga að fullu.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 5.5.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Hlédís

Hvað skyldi svo kosta að "mynda starfshóp" til bjargar hverri einustu fjölskyldu sem kaffærist í okurlánum?

Hlédís, 5.5.2009 kl. 14:04

5 identicon

Hvaða venjulegur Íslendingur greiðir ekki þær skuldbindingar sem hann hefir sett sig í-meðan hann getur. Hvaða ráð grípa menn til þegar fjölskylda hans þarfnast fæðis ? Á bankinn að ganga fyrir og fjölskyldan að svelta. Hvurslags skilaboð erum við að fá frá stjórnarherrum frá bankahruninu ,þar skiptir engu máli hvort eitthvað heitir hægri eða vinstri-sami grautur í sömu skál. Hefir einhver heyrt "að það þurfi að slá skjaldborg um heimilin í landinu"-Hvaða landi ? Hvaða heimili ? --Nei, hinu einu skilaboð eru hefðbundin tugga-almenningur skal blæða,meðan aðrir geta sprangað um í Karabíska hafinu og hlegið að okkur þessum nytsömu sakleysingum sem öllu má bjóða. Bankinn fyrst -fjölskyldan getur étið það sem úti frýs.

Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Örþrifaráð eru síðustu úrræði fólks.  Það grípur enginn til örþrifaráða nema vegna þess að viðkomandi hefur engin önnur úrræði.  Ríkisstjórnin hefur eitt miklum tíma í að búa til úrræði sem eru ekki að koma að neinu gagni.

Ef að nýrri byltingu kemur, eins og Marinó nefnir hér að ofan, þá verður sú bylting ekki í neinni líkingu við þá sem var hér í vetur.  Búsáhaldabyltingin verður eins og lautarferð í samanburði við þá sem á eftir kemur.  Guð forði okkur frá því að þurfa að taka til slíkra örþrifaráða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband