Leita í fréttum mbl.is

Að kljúfa þjóðina

VG hefur samþykkt að ekki skuli koma til aðildarviðræðna við EB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort gengið skuli til viðræðna. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er raunar sú sama. Afstaða þessara tveggja flokka virðist m.a. ráðast af því að þeir treysta því að kjósendur hafni því í fyrri atkvæðagreiðslunni að ganga til aðildarviðræðna. Þar með verður aldrei gengið til aðildarviðræðna, aldrei fæst úr því skorið hvað í pakkanum er, aldrei verður efnt til síðari atkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli í EB á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

Vandinn við þessa aðferðafræði er sá að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna byggist fyrst og fremst á huglægu mati hvers og eins kjósanda. Í slíkum kosningum er  kosið með hjartanu fremur en höfðinu. Það er fyrirsjáalegt að í slíkum kosningum mun þjóðin skiptast í tvær fylkingar, sennilega nokkuð jafnstórar miðað við skoðanakannanir.  Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda nú að kljúfa þjóðina í tvennt, þvert á allar pólitískar línur, í afstöðu til þess hvort ganga skuli til aðildarviðræðna við EB?

Auðvitað er skynsamlegast að fara þegar í stað í aðildarviðræður með skýr samningsmarkmið sem Alþingi myndi ákveða, þess vegna með auknum meirihluta atkvæða þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan fengi síðan að bíða þangað til endanleg samningsdrög liggja fyrir, ef samningar á annað borð nást. 

Til að það sé hægt þarf VG að breyta stefnu sinni (og raunar Sjálfstæðisflokkurinn líka, en hann er ekki á leið í ríkisstjórn þannig að hann ræður ekki för). Ekki sýnast miklar líkur á því.
mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill, góð greining á stöðunni.

Ólafur Ingólfsson, 28.4.2009 kl. 07:54

2 identicon

Auðvitað vitum við heilmikið um hvað er í pakkanum án þess að fara í viðræður.

Það sem við vitum ekki er hvort að varanlegar undanþágur í fiskveiðimálum séu í boði og hverskonar sérstöðuviðurkenningu landbúnaðurinn fengi.

Allt hitt er meira og minna ljóst.

Flestir aðildarskilmála ESB eru óumsemjanlegir með öllu.

Er það virkilega svo vitlaust að ganga úr skugga um að þjóðin sé tilbúin að samþykkja það sem er óumsemjanlegt áður en farið er í viðræður? Getur það ekki sparað fýluferð?

Ég bendi á að öll aðildarríkin hafa sótt um með skýran þing- og þjóðarmeirihluta fyrir aðild, ekki viðræðum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:02

3 identicon

Ef VG lætur undan Samfylkingunni í ESB málinu má búast við að fjöldi kjósenda VG snú við þeim bakinu og leiti að öðrum flokki, þá er Sjálfstæðisflokkkurinn ein eftir með EKKI ESB stefnu.

Palli (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég hef aldrei getað skilið þessa hugmynd um að kjósa um það hvort við förum í aðildarviðræður eður ei. Hún virkar arfavitlaus á mína rökhugsun.

Það er rétt greining að þetta er bara tilraun til að koma í veg fyrir raunverulegar viðræður sem koma málinu í alvarlega umræðu.

Ég tel að það sé nauðsynlegt að fara í viðræður strax og virkja þjóðina í umræðu.

Það er svo margt bullað um þetta mál af lítilli þekkingu.

Ég hefði haldið að þeir sem þykjast vita hversu vond ESB aðild sé ættu að vera fylgjandi aðildarviðræðum. Þá kæmi í ljós hið rétta andlit „skrímslisins“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.4.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Dögg. hvernig geturu haldið fram þessum þvættingi? að við vitum ekki hvað er í boði. nú þá ætla ég að benda þér á mjög einfalda hluti sem geta skýrt margt fyrir þér. lög og reglur ESB. Stofnsáttmála (t.d. Rómarsáttmálan) og svo Lissabon sáttmálan svo nokkrir séu nefndir). Við fáum ekki að fara inn (það er bara gert ráð fyrir 27 ríkjum í ESB og þau eru það nú þegar 27 ríki í ESB) nema eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið staðfestur. Við fáum ekki undanþágu frá grunnsáttmálum ESB eins t.d. Rómarsáttmálanum. Eða ertu að halda því fram að önnur ríki í ESB muni samþykkja það að við fáum undanþágu frá sáttmálum sem þau fá ekki undanþágu frá? Norðmenn fengu ekki undanþágur frá þessu sáttmálum. heldurðu virkilega að við fáum einhver "sérkjör" umfram þá?

Þessi hugmynd um að við fáum einhverja sér díla er ósk hyggja en ekki raunveruleiki. 

Fannar frá Rifi, 28.4.2009 kl. 08:47

6 identicon

Ég er sammála. Ég held að menn vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður til þess eins að fá þeim hafnað.

Það er hins vegar alveg á hreinu að það þarf meiri fræðslu í gang í þjóðfélaginu, á formi sem allur almenningur skilur og vettvangi sem fólk veitir athygli. Það er gífurlega mikið af rangfærslum í umferð sem skynsamasta fólk virðist auðveldlega gleypa við. Það sem ég til dæmis átta mig ekki almennilega á er hvaða undanþágur frá grundvallarsáttmálum ESB menn telja okkur þurfa að fá. Menn virðast bara gera ráð fyrir því að við þurfum einhverjar meiriháttar undanþágur. Þetta þarf að skýra betur.

Arndís (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:08

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er bjálæði sem einungis þjóð á barmi örvætningar lætur plata sig út í.

Þetta er það lægsta sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur skriðið á Íslandi. Að notfæra sér svona ótta þjóðarinnar til að selja landið fyrir ekki neitt.

Það er m.a. Samfylkingin og fylgisveinar hennar sem bera fulla ábyrgð á hvernig málum er komið.

Þetta er Nýfundnaland 1948 aftur, all over again!

Þetta yrði endastöðin fyrir íslensku þjóðina.

Ísland mun aldrei þola að ganga í Evrópusambandið. Það yrði Suður Ítalía norðursins.

Úffi Ellemann sagði að þetta væri geggjum,

Rogoff sagði að þetta væri geggjun.

Persson sagði að þetta væri geggjun

Sjáflur segi ég að þetta sé geggjun.

Eru svona margir Íslendingar orðnir heyrnalausir. Ekki var hlutað í bankaútrásinni og ekki er hlutað núna

Ég hef prófað Evrópusambandið í samfleytt 25 ár. Það er EKKERTí boði sem þið hafið ekki meira af en við hér í ESB. Ekkert. Í raun held ég að margir Íslendingar hafi haft það of gott í of langan tíma og seú hættir að þekkja sjálfa sig. Hafa týnt sér og geta ekki látið renna af sér aftur. Ofdekur er kanski rétta orðið að sumu leyti. En kenna því miður sjúkdómseinkennuum um sjókdóminn sjálfan sem settist að í þjóðfélaginu. Banka og fjármálasjúkdóminn.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur þetta mál efst á sínum málefnalista og hún er ekki sigurvergani í þessum kosningum. Þvílík hneysa að þetta skuli yfirhöfuð vera málefni í umræðu núna. Enginn er í vinnufötunum og skipið rekur bara. Ef þið væruð í ESB núna þá væri Ísland gjaldþrota land í eigu annarra þjóða Evrópusambandins.

Svo spyrja sumir Íslendingaar hvað sé í boði. Þetta er sprenghlægilegt. Það er hlegið að ykkur um alla Evrópu. Það er ekkert í boði sem þið hafið ekki meira af en allar þjóðir Evrópusambandins, nema ef vera sklydi lítill eða enginn hagvöxur ESB síðstu 28 árin, 10-12% atvinnuleysi í samfleytt 25 ár og 1/5 af þeim kaupmætti sem ávannst á Íslandi á sama tíma. Það er það sem er í boði. Afturför og hningun. Það er minna í boði en einn bolli af Café latte á bar Samfylingarsjúkdóms Evrópu, Brussel.

Þetta er ný bankaútrás. Útrás elítu Íslands. Þegnar Íslands munu borga brúsann þeirra eins og venjulega.

Þetta er svívirðilegt og óþolandi! Takið ykkur saman!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 09:08

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Í dag uppfyllir Ísland ekki skilyrði EES samningsins um fjórfrelsi til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, fjárfestingafrelsis og frjálsa för launafólks. Hve lengi getum við staðið í þessum sporum?

Vilja menn segja upp samningnum?

Ég er ekki enn búinn að sjá hvaða leið andstæðingar ESB bjóða uppá.

Hvaða fyrirtæki geta þrifist hér á landi ef við yfirgefum fjórfrelsið?

Fisksalinn á horninu, skósmiðurinn meðan hann hefur leður.

Gunnar skrifar: „að selja landið fyrir ekki neitt.“ Hvaða lönd á ESB í dag? Þú ert búsettur þarna - hvaða lönd eru þetta sem eru undirokuð af „Brussel“?

Hvernig fer þetta fram - er ákvörðun tekin á einhverjum tilgreindum stað?

Hver er þín lausn á okkar vandamálum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.4.2009 kl. 09:18

9 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Verkefnið framundan er að reisa Ísland úr þeim rústum sem þríflokkurinn D+B+S ber ábyrgð á. Hugmyndin um reyna að keyra Íslendinga inn í ESB og gera það að máli mála er fráleit og óábyrg.

Verkefnið er að reyna að sameina Íslendinga í uppbyggingarstarfi í stað þess að sundra samfélaginu með þessu ESB-aðildarrugli. Jafnframt þarf að upplýsa þjóðina á hlutlægan hátt um Evrópusambandið þannig að almenningur verði í einhverjum færum um að meta sína hagsmuni og barna sinna.  

Hjörleifur Guttormsson, 28.4.2009 kl. 09:22

10 identicon

Vissulega tel ég það gott og gilt sjónarmið að vera á móti ESB aðild en vandamálið er að án aðildarviðræðna þá veit fólk ekki fyrir víst hvað felst í ESB aðild og af þeim sökum get ég ekki verið annarrar skoðunar en að þeir sem mæla gegn því að fara í algerlega óbindandi aðildarviðræður eiga annað hvort hagsmuna að gæta sem stangast á við hagsmuni meginþorra þjóðarinnar eða eru hálfvitar. Take your pick.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:33

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hjámar:

Íslendingar hafa ALDREI beðið um ESB. Það er einungs forusta Samfylkingarinnar sem er haldin sjúklegri ESB þráhyggju og spilar þessu alltaf út sem UHU-lími stjórnmálalegrar köngulóar. Spinnur þetta sem pólitískan vef. Innan Samfylkingarinnar eru einnig mjög margir og harðir ESB andtsæðingar sem vita og þekkja að verkalýðshreyfingar í ESB sjá rautt þegar minnst er á ESB. Fyrir þeim hefur ESB eyðilegt kjör og samningsaðstðu verkalýsðsfélaga í ESB. Þetta hefur sennilega enginn sagt ykkur.

Það er varla til meiri andstaða á móti aðild að Evrópusambandinu en einmitt á Íslandi, nema ef kanski væri í sjálfum Bandaríkjunum.

Þessutan þá er þetta málefni sem vaðrar afsal fulveldis Íslands og krefst um 70% samþykkis þjóðarinnar til þess að Samfylkingin geti þvingað Íslendinga til að ganga í ESB-Samfylkinguna að eilífu. Það er engin leið út úr ESB aftur, þannig að þetta er ekkert smá mál fyrir þjóðina. Siðferðilega þarf 95% meirihluta hjá svona lítilli og viðkvæmri þjóð.

Þetta er ekki eins og að stofna banka í útlöndum eða kaupa Iceland Frosen Food í Bretlandi og fara svo á klósettið til að skíta í buxunrar og þurrka svo af endaþarminum yfir á Íslensku þjóðina. Þetta er stór stór mál. Særra en þarmar Samfylkingarinnar.

Þetta er stórmál því Evrópusambandið breytist hratt og er á leiðinni að verða United States of Europe. Þessi vörmerking stendur ekki utan á umbúðunum núna. En það sem stóð utan á umbúðunum fyrir aðeins 15 árum endnurspelgar heldur ekki það sem er í pakkanum núna.

Þetta fer svona fram Hjálmar:

Dæmi: Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter mælti með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Ég hlustaði sjálfur á hann. Hann gerði það með slagorðinu "Sambandið er steindautt" (danska.: "unionen er stendød").

Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir því að það væri verið að lokka þá inn í eitthvað sem væri hægt að kalla the European Union inni í framtíðinni, eða sem gæti endað með "Evrópusambandinu".

Þessi fullvissa Poul Schlüters gerði það að verkum að Dönum varð rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast til að kjósa "já" með 52% meirihluta. 43,8% kusu "nei".

Poul Schlüter settist svo á þing sem þingmaður í þingi þessa Evrópusambands árið 1994. Já Hjálmar, á þing þess Evrópusambands sem hann fullvissaði Dani um að væri stendautt og einnig steindautt sem "hugsun/hugsjón eða fyrirbæri" þarna árið 1986. Einmitt þegar Danir óttuðust sambands-hugmyndina meira en allt annað. Þetta tók aðeins 10 ár.

Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum. Kjósa um það sem búið er að gera í leyfisleysi en sem ekki er hægt að vinda ofan af. Það er aldrei meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bakann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn.

Svo koma sárindin, eins og til dæmis þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu.

ESB-sérfæðingur Berlingske gerði svo greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku.

ESB er eignilega sjúkdómur og margir kalla hann: Eurosclerosis. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn aftur og það er ekki hægt að stoppa hann. Því hljóta menn þó að vera sammála því á meðan Ísland brennur eru til stjórnmálaflokkar sem vilja hella þessu bensíni á bálið til að auka eldinn. Auka á sundrungu og aumingjaskap. Hræða og hræða.

Allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þar gera þeir einmitt það. Evrópusambandið getur ekki haldið áfram að vera eins og það er í dag því núna er það krypplingur (misfóstur) sem virkar alls ekki. Það vinnur meiri skaða á þjóðfélögum þess en það gerir gagn. Evrópusambandið getur einfaldlega ekki haldið áfram að vera eins og það er núna. Það verður annaðhvort að fara áfram - eða afturábak.

Nýja stjórnarskráin á að bjarga ESB. Með nýju stjórnarskránni er leiðin til samhæfingar skatta og sameinilegra fjárlaga loksins opnuð. Allir aðilar markaðarins vita að mynbandlagið á ekki séns í að lifa af ef það fær ekki sameignileg fjálög eins og alltaf verða að standa á bak við alvöru seðlabanka. Þetta er kapphlaup við tímann hjá ESB. Og það er ekki mikill tími til stefnu.

Evrópusambandið breytist mjög hratt. Takmark Rómarsáttmálans er: æ meri samruni. Þetta stoppar aldrei fyrr en það hrynur og þá munu ríkin berjast hart um þrotabúið. Þegnarnir borga svo brúsann.

Ég lefi mér að benda á þessa færslu mína: Vilja að löggjafahlutverk Evrópusambandsins verði rannsakað

Kveðjur

PS: menn verða að muna að ESB er fyrst og femst pólitík. Stórpólitík. Mikil stórpólitík. Þetta veða menn að muna. Annað er ekki heiðarlegt. Þetta er ekki krossgáta.

ESB er EKKI efnahagsbandalag. En mjög margir Evrópubúar vildu að svo væri ennþá. Þeir óska sér hið "litla" EF til baka. En það er of seint, það er ekki hægt að vinda ofan af Evrópusambandinu án þess að lenda í sömu átökum, hruni og eyðileggingu lífs þegnana eins og þegar Sovétríkin hrundu. Þessutan þá er samruninn í ESB bara orðinn 100 sinnum meiri en hann var í gamal Sovét.

Kveðjur aftur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 09:40

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

og afsakið vinsamlegast stafsetnignuna

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 09:51

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einnig vil ég bæta við.

Sumir hafa verið að tala um að ESB sé friðarbandalag. Þetta er vissulega falleg hugsun. En málið er nú þannig að þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Þetta er ekki lýðræði.

Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd. En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta. Þarna er þögn í ESB og má ekki tala um að lýðræðið er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Má ekki tala um.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 10:01

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég biðst velvirðingar á að hafa munað nafnið þitt rangt Hjálmtýr

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 10:09

15 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

"Arfavitlaust", "bjánaskapur", "kjánaskapur" og mörg fleiri orð hafa verið notuð um það að kynna þjóðinni ESB, samningsmarkmið og kjósa um hvort sótt verður um og aðildarviðræður hafnar.  Um það bil helmingur þjóðarinnar vill þessa þjóðaratkvæðagreiðslu - er það ekki nóg ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu?  Það lá fyrir alþingi breyting á stjórnarskrá þar sem aðeins 15% þjóðarinnar mundi fá að krefjast  þjóðaratkvæðagreiðslu og þá hefðum við ekki þessa ESB stjórnarkreppu í dag.

Og annað, í máli eins og ESB þar sem hluti af fullveldinu er framselt er bara ekkert að því að fólk kjósi með hjartanu!

Tek það fram að ég mundi líklega kjósa með aðildarumsókn ef samningsmarkið væru skýr og ég væri sammála þeim...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.4.2009 kl. 10:58

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já lausnin Hjálmtýr.

Það er engin patentlausn til á þessu. Kreppan er sjálf lækningin. Það ber að undirstrika það.

Í kreppum er undið ofanaf of mikilli og oft misvitri skuldsetningu og óhóflegri áhættutöku sem ráðist var í á loftkastalatímum, þegar allt flæddi um af fjármangi sem enginn virtist líta á sem verðmæti og fólk umgékkst stundum eins og vatn. Þetta er the "deleverageing process".

Næstum allur heimurinn stendur í þessu núna. Ísand kom fyrst í mark og bankakerfi þess var verst rekið af öllum bankakerfum. Það var nefnilega rekið í góðri trú einfeldinga. Það er ekki hægt að reka banka í góðri trú. En núna blæs stormi og veik tré falla. Tré sem aðeins þoldu lognmollu. Allt er ennþá að hrynja úti í heimi einnig.

Best er þegar fyrirtæki fá að veðra gjaldþrota og deyja dauða og alveg sérstaklega fjármálastofnanir því þá þurfa þær ekki að kyrkja lækningu og hagvöxt þjóðfélagsisn næstu 10 árin eins og gerðist í Japan. En lækning Íslands hófst sama dag og bankanrir hrundu. Þá fór hinn sterka sjálfsæða mynt Íslands í vinnufötin og hún vinnur núna dag og nótt á skurðstofu hagkerfisins við að afrugla hagkerfið aftur. Hún mun leggja nýjan grun og halda verðmætsköpun gangandi í landinu sjá til þess að skattatekjur ríkisins haldi áfram að koma inn svo Ísland verði smá saman betri skuldari erlendis. Krónan tryggir þetta. Erlend mynt myndi eyðileggja þessa hæfileika hagkerfisins því þú getur engu stýrt um hversu samkeppnishæf myntin þín er. Svona fá ríki betra lánshæfnismat. Það eru langtímahorfurnar sem gilda.

Bráðum áttar umheimurinn sig á að það sem sat fast í kjafti fílsins er farið. Þá mun utanðakomadi þrýstingur lækka og fjármál Ísenska ríkisns verða betri útávið aftur. Þá mun krónan okkar slappa af aftur og hækka.

Lélega stefnumótuð fyrirtæki eiga að fara á hausinn, og munu gerða það. Það er einnig læknking. Ný munu veða til á rústum þeirra. Svo verður að stumra yfir þeim verst settu heimilum sem eiga á hættu að brotna. En menn verða einnig að muna að þetta er ekki einsdæmi. 1982-1986 þurfit fullt af fólki að horfa á eftir hunsæði sínu á Íslandi. Þetta geðist einnig hér í Danmörku á árunum 1987-1993. Ég þekki Dani sem eru ennþá að borga af þeim húseingum sem þeir misstu á hrynu af nauðungaruuppboðum þarna á þessu tímabili. Þetta er ekki sér íslenkst fyrirbæri

Þetta mun endurtaka sig hérna í DK núna því verðbólga í húnsæðisverði hefur verið hreint skelfileg hér. Fasteingaverð á höfuðborgarsvæðinnu (íbúðir) hafa blásist upp um allt að 500% frá því árið 2001. Þetta er nú allur stöðugleikinn hér.

Þetta tekur tíma, En kreppan er sjálf lækningin. Grunntavinnuvegir Íslands munu bjarga efnahagnum, einu sinni enn.

Sumu væli veðrur þó að loka eyrunum fyrir. Svoleiðs er þetta bara. Hótanir fyrirtækja um að flytja úr landi á ekki að hlusta á. Þetta er allsstaðar notað sem þrýstitæki. Þetta þrufti maður að hlusta á allann sólarhringinn hérna þegar síðasta evruherferð var í gangi árið 2000 hér í DK. Þetta heyrist ekki lengur.

Engin fyrirtæki með fullu viti munu flytja frá Íslandi núna. Ef þau gera það þá hafa þau ekkert lært eða eru að flytja hvors sem er og hefðu flutt hvor sem er. Kjána er ekki hægt að stoppa. Sjálfur mun ég hinsvegar flytja mitt litla fyrirtæki til Íslands í sumar eða haust.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 11:24

17 Smámynd: Offari

Ég get ekki séð neinn tilgang í því að fara í aðildarviðræður ef þjóðin vill það ekki. Því má ekki kanna hvað þjóðin vill áður en áhvörðum er tekið um það hvort hafnar verði aðildarviðræður?

Offari, 28.4.2009 kl. 11:55

18 identicon

Alveg sammála Dögg. Offari spyr af hverju megi ekki kanna hvort þjóðin vill fara í aðildarviðræður ? Hvernig á þjóðin að gera sér grein fyrir hvað felst í samning sem ekki hefur verið gerður? Þetta er alveg arfavitlaust.

Ína (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:26

19 Smámynd: Fannar frá Rifi

það kemur trekk í trekk frá aðildar sinnum að við vitum ekki neitt hvað sé í boði. jafnvel að við fáum einhverja sér meðferð og sér samninga sem engin önnur þjóð fær.

Það liggur allt fyrir og við vitum nákvæmlega hvað við fáum útur aðildarsamningum. annað er lýgi. við fáum nákvæmlega sama og aðrir. við fáum einhverjar tímabundnar undanþágur í veigamiklum málum sem snerta okkur. samningarnir við Noreg er það sem við fáum. 

eða halda aðildar sinnar því virkilega að allar þjóðir ESB (þær þurfa allar að samþykkja nýtt aðildar ríki) muni sætta sig við það að nýtt ríki fái varanlegar undanþágur frá stofnsáttmálum sambandsins sem þau fengu ekki?

Fannar frá Rifi, 28.4.2009 kl. 18:13

20 identicon

Ég var nokkuð hrifin af uppástungu Ragnars Arnalds í Katljósinu um daginn þess efnis að við gætum bara farið í viðræður við þá til að byrja með og fá á hreint hvaða möguleikar séu í stöðunni.

En að fara beint í að leggja inn umsókn er ansi mikið stærra dæmi þykir mér.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:32

21 identicon

Dögg, þú ert lögfræðingur ekki satt?

Finndu þá og bentu á þann aðila sem hefur stjórnskipulegt vald til þess að semja um undanþágur frá stofnsáttmálum sambandsins. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:47

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hans, það er kannski betra að spyrja lögfræðing hvaða stendur í lögum um þá sem vilja afsala hluta að fullveldi landsins til erlendra valdastofnanna?

Fannar frá Rifi, 28.4.2009 kl. 21:20

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Engin aðildarþjóð hefur gert eins samning. Auðvitað á að sjá hvað kemur úr viðræðum. Fullyrðingar um að menn fái enga sérsamninga eru eðlilegar. Þetta er eins og blessuð samlíking Eyþórs Arnalds með bílakaupin. Alltaf er eitthvað ásett verð sem salinn vill ekki hvika frá. En að lokum nær maður alltaf verðinu niður og það jafnvel umtalsvert. Fannar, við fáum ekki sama samning og Noregur af þeirri einföldu ástæðu að við erum ekki Noregur. Og það allra mikilvægasta er að við höfum engin sameiginleg fiskimið við aðrar Evrópuþjóðir líkt og Noregur hefur. Það eru mýmörg atriði á huldu varðandi aðild og mér finnst það eðlileg krafa að kosningar séu um eitthvað hlutlægt. Ekki huglægt mat byggt á ýmist hræðsluáróðri eða lofsöng. Þarna á milli liggur sannleikurinn og hann þurfum við á borðið.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 02:48

24 identicon

Ummæli Fannars, Hjörl., og Gunnars dæma sig sjálf.  Varla tekur nokkur maður þessi ummæli alvarlega? Rökfærslan er gegnsýrð af vanþekkingu (svo sakar F. aðra um vanþ.) og skrýtnu þjóðarstolti gamalla manna.  Hafið þið tekið eftir því að stærsti hópur andstæðinga viðræðna eru menn komnir um og yfir 60?  Og svo þeir sem trúa bullinu í þeim.

Að kjósa um hvort kjósa eigi um gæði samnings á grundvelli upplýsinga sem eru óþekktar,

er auðvitað svo vitlaust að ef menn sjá það ekki sjálfir nú þegar, getur enginn komið þeim í skilning um það.  Vonandi er það mikill minnihluti fólks.  Hitt er svo að margir sem vita betur nota þetta sem skjól fyrir sína raunverulegu ætlan, þ.e. að koma í veg fyrir mögulega aðild með öllum ráðum.

S.H. (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:32

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

þið esb sinnarnir eru semsagt að fullyrða að allar aðrar þjóðir ESB (þær þurfa allar, hver ein og einasta að samþykkja inngöngu okkar samhljóða) muni samþykkja það að við fengju margfalt betri samninga og varanlegar undanþágur frá stofnsáttmálum sambandsins?

Fannar frá Rifi, 29.4.2009 kl. 10:01

26 Smámynd: Fannar frá Rifi

þá er spurning hvort að þið vitið ekki betur eða eruð hreint og klárt að ljúga framan í opið geðið á þjóðinni.

Fannar frá Rifi, 29.4.2009 kl. 10:01

27 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta eru í raun engar "undanþágur" Fannar. Fordæmin eru til staðar innan Sambandsins.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 22:29

28 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Tvöfaldar kosningar var góð hugmynd og trygging fyrir lýðræðið. Enginn getur verið á móti því að fá úrskurð þjóðarinnar, allra síðst Samfylkingin sem vildi breyta stjórnarskránni svo að 15% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðis og 25% þyrftu að vera meðmæltir til samþykktar.

Nú þegar fyrri kosningin hefur farið fram í Alþingiskosningunum, liggur ljóst fyrir að ekki verður farið í viðræður við ESB. Allir vita að Samfylkingin bauð bara upp á eitt mál í Alþingiskosningunum, sem var innganga landsins í ESB. Þessu var hafnað og það á niðurlægjandi hátt fyrir Samfylkinguna. Sossarnir fengu minna fylgi en 2003 og fengu einungis 29,8% greiddra atkvæða. Vilji þjóðarinnar er skýr, því að yfir 70% hafnaði ESB-aðild.

Nú erum við laus úr ESB-gildrunni og getum farið að sinna aðkallandi verkefnum eins og efnahagsmálum. Koma þarf hjólum atvinnulífsins af stað. Vernda verður stöðu heimilanna og taka upp alvöru peningastefnu, í stað "torgreindu peningastefnunni" sem gerði okkur gjaldþrota. Með upptöku "fastgengis undir stjórn Myntráðs" getum við komið þjóðarskútunni á góðan skrið á nokkrum mánuðum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 22:08

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, það er samt alltaf nytsamlegt að lesa bullið, sérstaklega þegar það kemur frá höfundi efnahagshrunsins Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þarna er hann í 2000 orðum að gera tilraun til að hrekja staðreyndir um Evrópusambandið og auðvitað mistekst það hrapalega. Þetta er varnarræða ráðþrota manns, sem veit upp á sig sökina.

Auðvitað hefur hann engin rök fyrir inngöngu í ESB, ekki frekar en aðrir predikarar heima-trúboðsins. Hann nefnir varla á nafn ástæðir þess, að við ættum að sækjast eftir inngöngu í Gosenland Sossanna. Hið eina sem honum dettur í hug er gamla klisjan um "samstarf hinna norrænu velferðarríkja innan vébanda Evrópusambandsins". Þetta er það sem málið snýst um, hugmyndafræðileg draumsýn um norrænt velferðarríki, sem allir aðrir vita að er ekkert annað en spilaborg byggð á sandi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.5.2009 kl. 10:01

30 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll Guðmundur.

Hér fjalla ég um hluta málsins:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/868099/

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.5.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband