Leita í fréttum mbl.is

Rembihnútur

Það virðist stefna í algjöra óvissu með ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og VG. Formaður Samfylkingarinnar setur sem fortakslaust skilyrði að viðræður við Evrópusambandið um aðild hefjist sem allra fyrst. Formaður VG hafnar slíkum viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn Samfylkingar segja engan afslátt gefinn á þessari kröfu Samfylkingarinnar. Sömu sjónarmið virðast hjá VG, sbr. t.d. þessa frétt, þ.e. að gefa engan afslátt á því hvernig VG vill standa að málum.

Staða okkar kallar m.a. á nýjan gjaldmiðil og það sem allra fyrst. Sú staðreynd er meginástæðan fyrir nauðsyn þess að láta á aðildarviðræður við EB reyna. En það er umhugsunarefni ef ríkisstjórnarflokkarnir sem sögðu fyrir kosningar að þeirra meginverkefni væri að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, ætla að láta ágreining um form varðandi aðildarviðræður, verða þess valdandi að hér verði hugsanlega langvarandi stjórnarkreppa. Þegar liggur fyrir að greiðsla tvö af láninu frá AGS hefur tafist vegna kosninga og óvissu í stjórnmálalífinu. Þessar fréttir flýta tæpast fyrir þessari afgreiðslu frá AGS.

Ríkisstjórnarflokkarnir töluðu hátt um að fyrri ríkisstjórn hefði brugðist eftir hrunið, m.a. með aðgerðarleysi. Aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum af hálfu núverandi ríkisstjórnar hafa látið á sér standa. Framsóknarflokkurinn, sem m.a. gerði þessa ríkisstjórn mögulega, gagnrýndi þetta aðgerðarleysi harkalega í aðdraganda kosninganna. 

Ágreiningur stjórnarflokkanna um form vegna Evrópusambandsviðræðna flýtir ekki aðgerðum í þágu heimila og fyrirtækja. Þvert á móti setur hann allt hér í uppnám, m.a. starf það sem unnið hefur verið í samræmi við samkomulagið við AGS. Hvað eru forystumenn Samfylkingarinnar og VG að hugsa?  


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

VG vissu hver krafa Samfylkingar var í þessum málum fyrir kosningar. Hins vegar þurfum við stjórn strax. Ef þetta gengur ekki þá bara eitthvað annað en það má ekki dragast.

Kveðja

Finnur Bárðarson, 27.4.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála Finni. Umsókn um aðild að ESB verður að leggja inn ekki síðar en síðla sumars. Auðvitað ríður á að ný ríkisstjórn byrji á öðrum aðgerðum, en að mínu mati er forsenda framtíðarlausnar að sótt sé um aðild.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband