Leita í fréttum mbl.is

Framsókn langar í ríkisstjórn

Framsókn finnst greinilega nóg að hafa verið utan ríkisstjórnar í tvö ár eftir að hafa verið þar á undan í ríkisstjórn í 12 ár sem allir kjósendur virðast hafa verið búnir að gleyma í kjörklefanum í gær. Eða er nóg að afneita fortíðinni til að ábyrgð t.d. á einkavæðingu bankanna eigi að lenda á Framsóknarflokknum?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál þróast. Allt veltur það á VG og hvaða afstöðu þeir taka gagnvart EB í viðræðum sínum við formann Samfylkingarinnar. Formaður VG var skýr í sínum yfirlýsingum á föstudagskvöld. Engar aðildarviðræður nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Formaður Samfylkingarinnar hefur verið jafnskýr. Hún vill aðildarviðræður strax. Formaður Samfylkingarinnar er í kjörstöðu. Það eru fleiri stjórnarmyndunarkostir en Samfylkingin og VG. Það er nefnilega kostur á Evrópubandalagsstjórn. Hvaða pressu setur það á VG. Mun VG gleyma því sem lofað var á föstudagskvöldið? Þar sagðist formaður VG aldrei ná því í gegnum flokksráð VG að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs um aðildarviðræður án þjóðaratkvæðis. Hvort mun vega þyngra, ráðherrastólarnir eða prinsipin?


mbl.is Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband