Leita í fréttum mbl.is

Á þá að skila þeim?

Ummæli fv. formanns Samfylkingarinnar vekja upp þá spurningu hvort Samfylkingin hljóti ekki að skila þessum styrkjum. Ef betra hefði verið að taka ekki við þeim - þá hlýtur að vera eðlilegt að skila þeim. Eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að skila 55 milljónum eða 60 milljónum. Nýi formaðurinn ykkar sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að 5 milljóna styrknum frá Landsbankanum yrði ekki skilað, hann væri innan hóflegra marka. Eru 5 milljónir hærri upphæð þegar að Samfylkingin á í hlut? Þetta kallast að snúa sannleikanum á hvolf,

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 02:36

2 identicon

Réttlæting er eitt form af lygi. Menn réttlæta hluti fyrir sjálfum sér. Í þessu tilviki ertu að réttlæta risastyrkina fyrir sjálfri þér (og vonast til að aðrir meðtaki réttlætinguna líka með því að blogga um það) með því að benda á hvernig þessu er farið hjá öðrum. Má líkja þessu við að þú sért að reyna að moka skítnum sem fallið hefur á Sjálfstæðisflokkinn síðustu daga yfir á Samfylkinguna (réttilega þó, þeir eiga eitthvað skilið af skítnum líka). Málið er að skíturinn er svo mikill hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta verður að smá óhreinindum hjá öðrum flokkum í samanburði.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:25

3 identicon

Mikið er þetta ómerkilegt hjá þér. Þú veist vel að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skila 5 mijón króna styrk frá Lansdsbankanum. Ertu búin að gleyma því eða er þetta orðið ykkur Sjálfstæðismönnum svo eðlilegt að vera með svona smjörklýpur að þið fattið ekki hvernir þið notið þær? Ef að Samfylkingin á að skila styrkjum sem eru á bilinu 3-5 miljónir, þá hljótið þið að gera það líka!

Valsól (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:22

4 identicon

Ég er að bíða eftir því að heyra afstöðu einhvers sem mark er tekið á innan Sjálfstæðisflokksins um "Styrkjaveitingamál" þeirra sjálfra. Ég heyrði einn fyrrverandi ráðherra flokksins í viðtali nýlega  þar sem hún virtist m.a. segja að það væri "óafsakanleg, óverjandi og mikil mistök" að hafa þegið svona háa "styrki" frá ákveðnum aðilum en nú væru tímarnir breyttir. Hún gaf enga skýringu á hversvegna hún teldi "styrkmóttökuna" "óafsakanlega,óverjandi og mikil mistök" en það er akkúrat það sem mig langaði til að heyra.

Ég bíð líka spennt eftir að heyra eitthvað frá Sjálfstæðisflokknum um hvaða ráðstafanir þeir ætli að gera til að fyrirbyggja að ámóta "mistök"verði ekki endurtekin og náttúrulega líka hvernig þeir sjálfir ætla að reyna að endurvekja traust kjósenda á flokknum sem mörgum finnst hafa brugðist kjósendum sínum og þjóðinni allri alvarlega á mörgum sviðum.

Agla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:45

5 identicon

Valsól ef að þú ert að tala til mín þarna, þá er ég að bera saman styrki Samf. og Sjálfstæðsfl. Það er mikið búið að tala um að  Samfylking eigi að skila sínum styrkjum, enginn þeirra var þó hærri en 5 milljónir.  Af hverju ætti Samfylkingin að skila 5 milljóna styrk ef að Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki ástæðu til að gera slíkt hið sama.

Þórkatla Sæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 392215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband