Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðarmenn o.fl.

Það var ánægjulegt að eiga þátt í samþykki frumvarps um ábyrgðarmenn, þó á síðustu stigum þess væri, en ég tók sæti á Alþingi í dag (mánudag)  í veikindaleyfi Geirs H. Haarde.

Ég hafði fullan ásetning til að spyrja fjármálaráðherra út í vildarkjörin til tveggja fjárfestingabanka í óundirbúnum fyrirspurnartíma, eins og fram kom hjá mér í Silfri Egils í gær, þar sem málið bar einnig á góma. Í ljós kom, þegar ég tilkynnti fyrirspurnina til þingsins að Pétur Blöndal varð fyrri til með slíka óundirbúna fyrirspurn. Ég breytti þá yfir í fyrirspurn um hvort ekki væri, í ljósi nýjustu upplýsinga um vaxtakjörin til þessara tveggja aðila, í undirbúningi breytingar á vaxtakjörum til einstaklinga og fyrirtækja sem lenda í vandræðum með að greiða álagningu tekjuskatts.

Óundirbúnar fyrirspurnir eru þannig að þingmenn tilkynna hvaða ráðherra þeir vilja spyrja og um hvað. Síðan hefur forseti það í hendi sér hvaða fyrirspurnum hann hleypir að og hverjum hann sleppir. Hvaða samráð hann hefur við viðkomandi ráðherra veit ég ekki. En, sjálfsagt af tómri tilviljun, fékk hvorki fyrirspurn Péturs Blöndal né mín náð fyrir augum forseta. Frekari skýringar fengjust því ekki frá fjármálaráðherra á vildarkjörunum. 

En ég vil gjarnan upplýsa um það sem ég komst að við undirbúning minnar fyrirspurnar. Í ljós kom að einstaklingar eða fyrirtæki sem lenda í vanskilum vegna skattagreiðslna en vilja reyna að greiða þær engu að síður, geta samið við innheimtumenn undir sérstökum kringumstæðum.  Ef búið er að gera árangurslaust fjárnám hjá skuldaranum getur hann til sex mánaða í senn gert greiðsluáætlun um greiðslu allra gjaldfallinna gjalda. Skilyrði er að skuldarinn greiði á mánuði meira en sem nemur áföllnum vöxtum, þ.e. í mánuði hverjum verður hann að greiða eitthvað niður af höfuðstól skuldarinnar. Vextir eru nú 25% en hjá tollstjóra var mér sagt að gert væri ráð fyrir að þeir myndu lækka niður í 15% frá og með 1. apríl.

Í 3. mgr. 113. gr. laga um tekjuskatt getur innheimtumaður sem telur tök á að tryggja greiðslu kröfu, sem ella myndi tapast, með samningi um greiðslu (lánveitingu) skal hann gefa fjármálaráðherra skýrslu um málavöxtu. Fjármálaráðherra er heimilt að samþykkja slíkan samning, að fenginni umsögn Ríkisendurskoðunar.

Hjá Ríkisendurskoðun fékk ég þær upplýsingar að þeir samningar sem miðað sé við í slíkum tilvikum séu allt að 10 ára veðlán, verðtryggð með neysluvísitölu. Vextir á láninu hafa verið síðustu mánuðina 5,9%.

Ég trúi ekki öðru en að ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti muni nú vinda sér í það að breyta þessum kjörum til þeirra sem vilja borga skattaskuldir sínar, en hafa lent í vandræðum með þær, þannig að vextirnir lækki niður í 2%. Tryggingar hljóta einnig að verða endurskoðaðar.


mbl.is Ábyrgðarmennirnir burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvers vagna eiga þeir sem safna skattaskuldum að fá betri kjör en aðrir þeir sem hafa orðið fyrir því að geta ekki staðið í skilum?

Þarna væri um grófa mismunun að ræða sem almenningur mun örugglega ekki vera sammála.

Mér sýnist að einstaklingur sem lenti í svipaðri stöðu og atvinnurekandi sem ekki stæði við skattskil, mundi fara beint á uppboð.

Stundum er ranglætið vont en oftar en ekki er réttlæti ykkar íhaldsins verra.

Þórbergur Torfason, 31.3.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband