Sunnudagur, 29. mars 2009
Ræða sem dæmir sig sjálf
Ég er ekki á landsfundi - en í kvöld horfði ég á helstu ræður sem fluttar voru í dag. Ræða Þorgerðar Katrínar var góð, heiðarleg og hreinskilin. Algerlega í anda þess hvernig Þorgerður Katrín hefur talað eftir hrunið. Mér finnst hún hafa vaxið sem stjórnmálamaður á síðustu mánuðum og vona að hún verði endurkjörinn varaformaður.
Ég horfði á Bjarna Benediktsson. Hann var góður. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Kristján Þór Júlíusson. Mér til mikilla vonbrigða er sú upptaka biluð. Hún stoppar alltaf eftir örfáar mínútur og byrjar á byrjuninni aftur. Tilviljun? Vonandi. Ég get því ekki sjálf borið saman ræður formannsframbjóðendanna. Ég hef heyrt í nokkrum landsfundarfulltrúum. Þeir skipast eftir hvorn þeir styðja. Stuðningsmenn Bjarna segja hann hafa verið betri. Stuðningsmenn Kristján Þór segja hann hafa verið miklu betri. Þess vegna er ég vonsvikin yfir því að akkúrat upptakan með ræðu Kristjáns Þórs skuli ekki fúnkera á www.xd.is.
Ég horfði á fv. formann flytja sína ræðu. Þar er að mínu mati mjög ómaklega vegið að því öfluga og þróttmikla starfi sem endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur skilað undir traustri forystu Vilhjálms Egilssonar. Grasrótin í flokknum fékk í þessu starfi tækifæri til að láta sín sjónarmið heyrast. Fundir í endurreisnarnefnd og undirhópum hennar voru fjölmennir enda er grasrótin í flokknum leið, reið, vonsvikin. Það heyrði ég aftur og aftur í samtölum við hinn almenna sjálfstæðismann fyrir prófkjörið. Þessi afstaða til grasrótarinnar á ekki að koma á óvart úr þessari átt. Ég man ekki betur en að sami einstaklingur hafi sagt í setningarræðu á landsfundi, fyrir mjög mörgum árum, eitthvað í þá veru að ef of mikið væri hlustað á grasrótina fengi maður orma í eyrun.
Um ræðu fv. formanns að öðru leyti vil ég sem minnst segja annað en það að hún dæmir sig sjálf. Ég skildi betur, eftir að að hafa horft sjálf á ræðuna, af hverju einn góður einstaklingur, sem ég treysti vel, sagðist hafa yfirgefið landsfundinn eftir ræðuna, svo illa hafi honum liðið.
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Það vantaði sárlega hjá DO.
VE og endurreisnarnefndin vann mikið og göfugt starf.
DO hefði að sjálfsögu átt að leggja sitt að mörkum þar.
Gagnrýni hans á störf nefndarinnar var því fyrir neðan beltisstað (þ.e. beint í punginn).
Annars góður að vanda.
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 29.3.2009 kl. 01:35
Þorgerður Katrín hefur líka vaxið í mínum augum og hef ég þó lengi haft umtaslvert álit á henni.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2009 kl. 02:49
.. .
Davíð Oddsson að halda ræðu á landsfundi ....
Er reyndar með brenglaða sjálfsmynd ...
Hannes Hólmsteinn ánægður með sinn mann .. en
Vilhjálmi (og reyndar fleirum) er ekki skemmt ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.3.2009 kl. 08:24
Þorgerður Katrín er flott, tek undir það!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.3.2009 kl. 08:25
Ég sé engann mun á Lansdfundi Sjálfstæðisflokksins og samkomu hjá Krossinum.
Á báðum stöðum eru bókstafstrúarmenn sem kunna ekki að líta í egin barm en eru þeim mun betri að setja út á aðra. Orðið afneitun kemur aldrei eins sterk upp í hugan eins og þegar hlustað er á svona þenkjandi fólk.
Það er oft sagt að afneitun ali af sér geðveiki. Enda mótar persónann sig ekki út frá sinni sönnustu trú heldur bókstafstrú eða skoðun annara.
Enda hefur það svo reynst sorglegt að sjá gamla foringja úr báðum þessum trúarhópum verða geðveikari með hverju árinu.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn þó ekki trúarhópur heldur Stjórnmálaafl.
Ef hann væri það þá væri Ísland ekki að sökva í skuldum.
Takk fyrir alla skattana Sjálfstæðismenn. Við heimisfólkið blæðum fyrir ykkar gjörðir og græðgi.
Ég sé engann mun á Lansdfundi Sjálfstæðisflokksins og samkomu hjá Krossinum.
Á báðum stöðum eru bókstafstrúarmenn sem kunna ekki að líta í egin barm en eru þeim mun betri að setja út á aðra. Orðið afneitun kemur aldrei eins sterk upp í hugan eins og þegar hlustað er á svona þenkjandi fólk.
Það er oft sagt að afneitun ali af sér geðveiki. Enda mótar persónann sig ekki út frá sinni sönnustu trú heldur bókstafstrú eða skoðun annara.
Enda hefur það svo reynst sorglegt að sjá gamla foringja úr báðum þessum trúarhópum verða geðveikari með hverju árinu.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn þó ekki trúarhópur heldur Stjórnmálaafl.
Ef hann væri það þá væri Ísland ekki að sökva í skuldum.
Takk fyrir alla skattana Sjálfstæðismenn. Við heimisfólkið blæðum fyrir ykkar gjörðir og græðgi.
Bjarni Ben er bara annar enn einn armurinn af þessari veiki.
Már (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:53
Það tóku sig margir vel út í dag. Þú virkaðir sjálf mjög heiðarleg og opin í Silfri-Egils og komst vel frá þeirri umræðu.
Páll A. Þorgeirsson, 29.3.2009 kl. 23:52
Ég er afar ánægður með að sjá að ræða DO er gagnrýnd innan Sjálfstæðisflokksins því ég hef sjaldan séð önnur eins fagnaðarlæti yfir skitkasti sem engum er sæmandi og fannst mér siðbót flokksins fara fyrir lítið.
Erlendur Pálsson, 30.3.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.