Leita í fréttum mbl.is

Kynningarbrella

Einhvern veginn finnst mér þessi tilkynning frá heilbrigðisráðherra um að hann þiggi ekki ráðherrahluta launa sinna, meðan þessi ríkisstjórn situr, eins og segir í fréttinni, bera meira yfirbragð kynningarbrellu en nokkuð annað.

Nú skulum við sjá hvort heilbrigðisráðherra haldi sig við þessa ákvörðun ef hann heldur áfram sem ráðherra í næstu ríkisstjórn. Og hvernig er með ráðherrabílinn? Er heilbrigðisráðherra þá ekki heldur að nota hann? Varla. Það kostar ráðuneytið milljónir á ári hverju að eiga og reka ráðherrabíl. Þann kostnað hlýtur ráðherrann að hafa ákveðið að spara ráðuneytinu. Til viðbótar hlýtur að koma að hann aki sjálfur, eigin bíl, án þóknunar fyrir bílaafnot. Leiðir þá af sjálfu sér að ráðherrabílstjórinn er ekki lengur í starfi hjá ráðuneytinu til að auka enn á sparnað ráðuneytisins vegna ráðherrans. 

Ef ríkisstjórn sú sem nú situr telur að ráðherrahluti launa sé óþarfur og að greiða eigi þingmönnum sömu laun, án tillits til þess hvort þeir eru ráðherrrar eða ekki, þá á ríkisstjórnin að láta breyta samsetningu launa ráðherra og afnema ráðherrahlutann. Útaf fyrir sig er ekkert á móti því. En þá verður ríkisstjórnin að mínu mati að endurskoða allt launakerfi ríkisins. Mér finnst óeðlilegt að ráðherra sé með lægri laun en hæst launuðu embættismennirnir í ráðuneytum þeirra. Og hæstu föstu laun í ráðuneytum eru talsvert hærri en þingmannalaun.

Af bloggathugasemdum sem komnar eru við þessa frétt verður ekki annað ráðið en að kynningarbrella heilbrigðisráðherra sé algerlega að takast. Flestir telja þetta hið flottasta ráð hjá ráðherranum.


mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Dögg! Ótrúlegt ef satt reynist. Þetta nær náttúrulega langt út fyrir hugarheim sjálftökuflokksins.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband